Fréttablaðið - 26.04.2008, Síða 76

Fréttablaðið - 26.04.2008, Síða 76
44 26. apríl 2008 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson Okkar vestræni heimur er gersamlega heltekinn af mat. Á meðan þriðji heimurinn sveltur er matur orðinn vandamál fyrir okkur hin, offramboðið ótrúlegt, úrvalið að kæfa okkur og þar að auki er verið að framleiða skelfilega mikið af óhollum vörum, stútfullum af alls kyns drasli sem skemmir líkamann okkar. Auðvitað er ekkert skrýtið að vandamál vegna offitu eða átröskunar séu endalaust í umræðunni. En mér finnst hálf ógnvekjandi hversu margar konur virðast vera með megrunarkúra á heilanum. Bæði eigin megrunarkúra og megrunar- kúra annarra kvenna. Þær vakta allt sem aðrar konur láta ofan í sig. Horfa smásjáraugum á hvort einhverjar séu of feitar eða of grannar. Skipta sér af þegar einhver fær sér kokkteilsósu eða majonessamloku en hvísla í hornum ef einhver hefur grennst „of“ mikið. Ræða endalaust um að þær megi ekki borða hitt eða þetta af því þær hafi bætt á sig einu kílói en svekkjast þess á milli yfir því að detta ofan í KFC-föturnar um helgar. Ég get ekki annað sagt en að mér hundleið- ist þetta umræðuefni. Hver hefur áhuga á því hvað annað fólk er að borða? Og hvað kemur okkur við hvað annað fólk er að borða? Megrunarkúratal finnst mér gersamlega óþolandi og er ekki viss um að það sé neinum hollt. Það eru endalausar öfgar í öllu hjá okkur, annaðhvort er tekinn mánaðar-„boot-camp“ í ræktinni og ekkert borðað nema gulrætur og næsta mánuð er fólk í áskrift að ruslfæðu. Það er eins og nútímakonan, jú og eflaust -maðurinn, séu komin út úr öllu heilbrigðu sambandi við mat. Matur er ekki lengur eitthvað sem er gott og skemmtilegt eða bráð nauðsyn, heldur óvinurinn sem stjórnar lífi manns. Það er dálítið skondið að upplifa þessa megrunar- umræðu hér á Íslandi eftir að hafa eytt töluverðum tíma í Frakklandi. Þar ríkja bara þær gullnu reglur að matmálstímar eru aðeins þrisvar á dag og góðs matar er notið í góðum félagsskap. Eina megrunarráðið sem ég heyrði fleygt í Frakklandi var einfaldlega að borða minna. Mikið vildi ég að við gætum fundið aftur ánægjuna af mat án þess að vera með hann á heilanum. Við konur hljótum að hafa svo margt annað og skemmtilegra að tala um, alveg sama hvernig holdafar okkar kann að vera. Heilbrigt samband ... Grafískan svarthvítan kjól fyrir sumarið frá Donnu Karan. Fæst í Evu. OKKUR LANGAR Í … ... silfurlita strigaskó til að skokka inn í vorið. Fást í Evu, Laugavegi. ... fallega svarta tösku eftir Hildi Yeoman. Fæst í KronKron Sumarið stefnir í að verða sumar ástarinnar þar sem fjöldi hönnuða sótti innblástur til hippa- tísku sjöunda og áttunda áratugarins. Ítalska merkið Pucci hefur aldeilis sótt í sig veður og hefur ekki verið jafnvinsælt síðan 1965. Hippalúkkið sem ítölsku hönnuðirnir sýndu fyrir næsta vetur voru hins vegar með rík- mannlegra móti, skemmtileg blanda af bóhemskum áhrifum og lúxus. - amb SKYNÖRVANDI MYNSTUR OG LOÐ- FELDIR HJÁ ÍTÖLSKUM HÖNNUÐUM LÚXUSHIPPAR SKYNÖRVANDI Síður kjóll frá Pucci sem styðst einmitt við gömlu mynstur tískuhússins frá sjöunda áratugnum. GULT OG GRÁTT Óvenjuleg en dempuð lita- paletta frá Pucci fyrir haust/vetur 2008. KVENLEGT Lauflétt og mynstrað dress úr siffoni frá Just Cavalli. HIPPALEGT Síð og víð skyrta við útvíðar gallabuxur og barðastóran hatt hjá Just Cavalli. LOÐFELD- UR Fallegur refakeip yfir fagurbláan silkikjól frá Pucci. > TÍSKUFRÉTTIR VIKUNNAR Ítalska Vogue breytir útliti tískunnar Tískuheimurinn hvíslar því spenntur að næsta tölublað Ítalska Vogue muni skarta aðeins fyrirsætum af afrísku bergi brotnu. Það er ljósmyndarinn heimsþekkti Stephen Meisel sem tekur myndirnar og átakið er gert í þeim tilgangi að sporna við kynþáttafordómum í tískubransanum og hætta að einblína á hvítar fyrirsætur. Ofurfyrirsæt- an Naomi Campbell hefur verið dugleg að ræða um málefnið en meðal þeirra nýju andlita sem prýða heftið er hin sautján ára gamla Jourdan frá London. „Það eru ekki einungis hvítar stelpur í London og því óeðlilegt að það séu ekki fleiri svartar stelpur í auglýsingum.“ BÓHEM Fallegur mynstraður jakki með loðfóðri ásamt túrkisbláum leggings frá Pucci. STÆRSTI LEIKUR ALLRA TÍMA ER AÐ KOMA VILTU FYRSTA EINTAKIÐ? Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 99 k r/ sk ey tið . AÐALV INNING UR ER GTA IV SPECIA L EDITION ! HVER VINNUR! 12 SENDU SMS BTL GT A Á NÚMERIÐ 1900 OG SVARAÐU EINNI SP URNINGU OG ÞÚ GÆTI R UNNIÐ! AUKAVINNINGAR: GTA I V LEIKURINN · KIPPUR A F EGILS ORKU DVD MYNDIR · BOLIR FR Á BRIM OG FULLT AF ÖÐ RUM TÖLVULEIKJUM GTA IV LENDIR Í BT 29. A PRÍL!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.