Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.04.2008, Qupperneq 79

Fréttablaðið - 26.04.2008, Qupperneq 79
LAUGARDAGUR 26. apríl 2008 47 Clay Beresford er ungur millj- ónamæringur sem loksins kemst í langþráða hjartaígræðslu. En aðgerðin fer ekki betur en svo að svæfingin mistekst og hann finnur fyrir öllum hamagangin- um, og án þess að neinn viti til þar sem hann er lamaður á meðan. Ekki nóg með það heldur heyrir hann ýmislegt annað frá fólkinu í kringum sig sem gæti ógnað lífi hans. Awake byggir á áhugaverðri hugmynd sem er vel fær um að valda martröðum, en í myndinni er því haldið fram að einn af hverjum 700 sem gangast undir skurðaðgerð sé vakandi á meðan. Í skásta atriði myndarinnar er brjóstkassinn á persónu Haydens Christensen opnaður, með tilheyrandi kvölum hans. En þessi hrollvekjuhluti myndarinnar víkur fljótt fyrir miklu svikaplotti og spennu- trylli, sem kemur þessu ástandi lítið við. Við það fer allt út um þúfur og veikburða fléttur, sem oftar en ekki er hægt að sjá fyrir, taka völdin. Fyrr en varir fellur hún algjörlega um sjálfa sig og verður það ótrúleg og fáránleg að útkoman er hálf kómísk. Sérstaklega reynast leiðir handritshöfundarins skondnar til að viðhalda þátt- töku aðalhetjunnar, sem liggur jú grafkyrr. Sé það ekki nóg er myndin plöguð af dauflegum leik í aðal- hlutverkunum. Star Wars-stjarn- an Hayden Christensen er kannski bærilegri en hann hefur verið en sýnir hér litla útgeisl- un. En Jessica Alba hefur vissu- lega útlitið með sér, en sýnir ekki sterka frammistöðu. Ter- rence Howard er ágætur í ein- hliða læknahlutverki og Lena Olin kemur fram sem ráðrík móðir Christensens. Það var kannski ekki við miklu að búast af mynd sem var tekin upp fyrir tveimur árum, og hefur síðan þá safnað ryki á hill- um framleiðenda. Hún ber þess vel merki og verður að teljast mjög óspennandi og ótrúleg kvikmyndaupplifun. Loftur Ingi Bjarnason - Topp5.isw Vakandi í eigin hjartaaðgerð KVIKMYNDIR Awake Leikstjóri: ★★ Er þetta hrollvekja eða spennutryllir með svikaplotti? Ómögulegt er að vita hver var pælingin með þessari slöppu mynd. Rebecca Romjin mun yfirgefa Ugly Betty eftir að annarri þátta- röð lýkur í næsta mánuði. Hún mun snúa aftur sem gestaleikari í næstu þáttaröð, en ekki vera hluti af daglegu starfi. Ástæðan fyrir brotthvarfi hennar er sú að henni þykja nýir handritshöfundar, sem ráðnir voru eftir verkfall hand- ritshöfunda seint á síðasta ári, hafa breytt karakternum sem hún leikur, Alexis Meade, of mikið. „Þó að ég viti að ég snúi aftur í næstu þáttaröð er ég ekki viss um að þeir geti séð jafn vel um karakterinn minn og þeir hafa gert eftir allar þessar breytingar. Svo ég er að fara, kem aftur sem gestaleikari, en það er kominn tími fyrir mig til að fara og finna mér eitthvað annað,“ segir hún í viðtali við NY Post. Yfirgefur Ugly Betty ÓÁNÆGÐ MEÐ HANDRITSHÖFUNDA Rebecca Romjin er ósátt við þær breyt- ingar sem hafa átt sér stað á karaktern- um sem hún leikur í Ugly Betty eftir að nýir handritshöfundar komu til starfa. NORDICPHOTOS/GETTY Strandvarðastjarnan fyrrverandi, David Hasselhoff, hefur sam- þykkt að borga fyrrverandi eiginkonu sinni, Pamelu Bach, og börnum þeirra tæpar tvær milljónir króna á mánuði sam- kvæmt skilnaðarplöggum þeirra. Hasselhoff og Bach, sem skildu árið 2006 eftir sextán ára hjónaband, hafa sameiginlegt forræði yfir börnum sínum. Hasselhoff, sem hefur átt við áfengisvanda að stríða, var á síðasta ári bannað að hitta börnin sín eftir að myndbandsupptaka var birt af honum ölvuðum á netinu. Hasselhoff og Bach hafa undanfarna mánuði unnið að samningum varðandi skilnaðinn og virðast nú hafa náð endanlegu samkomulagi. Tvær millur á mánuði ÞEGAR ALLT LÉK Í LYNDI Hasselhoff og Bach á góðri stundu áður en skilnaðar- deilan hófst.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.