Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 4
4 10. maí 2008 LAUGARDAGUR DÓMSMÁL Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor hefur skotið niðurstöðu breskra dómstóla í meiðyrðamáli Jóns Ólafssonar athafnamanns til bresku lávarða- deildarinnar. Jón höfðaði mál á hendur Hannesi í Bretlandi vegna ummæla Hannes- ar. Eftir langvinn málaferli hafnaði dómari kröfu Jóns, en staðfesti að Jón gæti höfðað mál að nýju. Hannes er ósáttur við niður- stöðuna og hefur skotið henni til lávarðadeildarinnar, segir Heimir Örn Herbertsson, lögmaður Hannesar. Deildin fjallar um afar fá mál, en Hannes bíður nú eftir fréttum af því hvort hans mál komist í gegnum nálaraugað. - bj Enn málaferli í Bretlandi: Hannes bíður eftir lávörðum HANNES HÓLM- STEINN GISSUR- ARSON DÓMSMÁL Guðmundur Jónssson, fyrrum forstöðumaður í Byrginu, misnotaði aðstöðu sína og fjár- hagslega yfirburði, veikleika skjólstæðinga sinna og leit þeirra í trúna á Guð í þeim tilgangi að fullnægja eigin hvötum og kynlífs- fíkn. Þetta er niðurstaða fjölskipaðs dóms í Héraðsdómi Suðurlands sem dæmdi Guðmund í þriggja ára fangelsi í gær. Að auki var hann dæmdur til að greiða fjórum ungum konum, sem hann braut gegn, miskabætur samtals að upp- hæð sex milljónir króna. Dómn- um verður áfrýjað til Hæstarétt- ar, að sögn lögmanns Guðmundar, Hilmars Baldurssonar hrl. Guðmundur var sakfelldur fyrir að hafa misnotað sér traust fjög- urra skjólstæðinga Byrgisins og fengið þær til ýmiss konar kyn- lífsathafna. Hann var í forsvari fyrir meðferðarheimili fyrir ein- staklinga sem höfðu hrasað illa á lífsleiðinni og áttu nánast hvergi höfði sínu að halla þegar þeir leit- uðu til Byrgisins eftir aðstoð. Konurnar voru á aldrinum 17 til 28 ára þegar Guðmundur braut gegn þeim. Allar hafa konurnar lýst því að þær hafi verið mjög illa á sig komnar andlega þegar þær komu í Byrgið og hefði Guð- mundur smátt og smátt unnið traust þeirra og trúnað. Þær hefðu trúað honum fyrir innstu leyndar- málum sínum að áeggjan hans í þeim tilgangi að byggja upp traust, sem hann síðan misnotaði. Dómurinn bendir á að Byrgið hafi verið kynnt og rekið sem kristilegt meðferðarheimili og meðferðin öll byggð á gildum kristinnar trúar sem konurnar sögðust allar hafa tekið mjög alvarlega. Guðmundur ýmist taldi konunum trú um að það væri vilji Guðs að þær þóknuðust honum eða að BDSM-kynlíf myndi hjálpa þeim að ná andlegum bata. Það er mat dómsins að Guð- mundur hafi unnið markvisst að því að fá konurnar til fylgilags við sig og virðist hann hafa valið sér fórnarlömb sem áttu mjög erfiða kynlífsreynslu að baki. Þá er það honum til refsiþyngingar að hann fékk í nokkrum tilvikum fleiri með sér til kynlífsiðkana ásamt viðkomandi stúlku og braut þá enn frekar gegn skjólstæðingi sínum. Þá telur dómurinn að konurnar hafi verið fjárhagslega háðar Guðmundi að einhverju leyti, því hann hafi lagt fram fjárframlög til þeirra sem hafi verið langt umfram það sem kalla megi eðli- legan fjárstuðning. Þrjár kvenn- anna kváðust hafa haft væntingar um frekara samband í framtíðinni með Guðmundi. - jss GUÐMUNDUR JÓNSSON Fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins var dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Hann mun áfrýja dómnum til Hæsta- réttar. Myndin var tekin fyrir utan dómsal við þingfestingu málsins. FRETTABLAÐIÐ/GVA Svalaði kynlífsfíkn í skjóli trausts og trúar Guðmundur Jónsson, fyrrum forstöðumaður Byrgisins, var dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands í gær fyrir kynferðisbrot gegn fjórum fyrrverandi skjólstæðingum Byrgisins. Dómnum verður áfrýjað. Í frétt um Birgi Pál Marteinsson í blaðinu í gær víxluðust nöfn. Síðasta beina tilvitnun fréttarinnar var í Írisi Ingu Svavarsdóttur, móður Birgis, ekki Lindu Hasselberg. LEIÐRÉTT Í dálknum Frá degi til dags í gær var ranghermt að Heimir Már Pétursson hefði verið framkvæmdastjóri Sam- fylkingarinnar. Hið rétta er að hann var framkvæmdastjóri Alþýðubanda- lagsins. Hann hefur hins vegar verið í framboði fyrir Samfylkinguna. Áætlun Guðs „Velkominn í Byrgið. Þú ert um það bil að ganga inn í áætlun sem gæti breytt lífi þínu, sem mun breyta lífi þínu. Ef þú vilt. Áætlun sem er sú besta sem til er: Áætlun Guðs með líf þitt.“ Úr kynningarbæklingi Byrgisins. Minn Master „Þetta er viljayfirlýsing á að ég vil Sub&sex, ég er Sub/undirgefin og staðfesti það með undirskrif minni/Sub nafni. Þetta bréf er staðfesting að ástarleik/leiki, við… …Svo sem: Ég heiti að veita hand- hafa þessa bréfs, mínum Master enda er hann sá eini sem veitir mér fullnægju kynferðislega…“ Eyðublað sent úr tölvu Guðmund- ar til skjólstæðings. Varir mínar leiða þínar „Þú vilt mig ekki, ég skil þig ekki, en samt, leyfirðu mér ekki að gleyma þér. Af hverju? Varir mínar leiða þínar og þínar mínar, mig langar að taka þig, óviðbúna...“ Úr tölvupósti Guðmundar til skjól- stæðings. Hefta þig, slá þig... „Ósvalanlegur þorsti að fá að binda þig, hefta þig, slá þig...“ Úr tölvupósti Guðmundar til skjól- stæðings. Mitt allra besta kynlíf „…En má mér ekki langa til að elskast með thér,? thad er mitt allra besta kynlíf sem ég hef upp- lifad ad fá ad taka thig og elskast med thér.“ Smáskilaboð úr farsíma Guð- mundar til skjólstæðings. Bindingar lagðar á hilluna „...og ég legg konur og bindingar á hilluna thær hafa ekki allt mitt lif reynst mér vel og alls ekki vinir.“ Smáskilaboð úr síma Guðmundar til skjólstæðings sem hafði kært hann. TÖLVUPÓSTAR OG SMÁSKILABOÐ Engin sætuefni 25% minni sykur ÍS L E N S K A S IA .I S M S A 4 12 68 03 .2 0 0 8 VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 22° 23° 25° 23° 21° 24° 25° 24° 28° 24° 22° 24° 25° 26° 23° 17° 33° 18° 3 Á MORGUN 5-13 m/s MÁNUDAGUR 3-8 m/s 6 4 2 6 9 10 5 5 7 8 811 13 14 17 1213 HVÍTASUNNU- HELGIN Núna með morgn- inum er úrkomu- svæði á leið norður yfi r landið og því víða vætusamt. Eft- ir hádegi styttir að mestu upp syðra og í kvöld nyrðra. Hins vegar gengur nýtt úrkomusvæði inn á landið seint í kvöld og víða verður vætusamt á morgun. Það lítur svo út fyrir þurrk á mánudaginn. 5 5 8 5 10 5 1 10 11 9 6 5 5 5 Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur VIÐSKIPTI Sérfræðingar matsfyrir- tækisins Fitch Ratings segir hætt- una á harði lendingu efnahagslífs- ins á Íslandi hafa aukist og það muni að öllum líkindum birtast í meiri afskriftum lána hjá viðskipta- bönkunum og minni arðsemi af inn- lendri starfsemi. Lánshæfiseinkunn Landsbank- ans vegna langtímaskuldbindinga var í gær staðfest hjá Fitch en ein- kunn Glitnis og Kaupþings lækkuð um einn flokk. Horfurnar eru sagð- ar neikvæðar hjá öllum bönkunum þremur. Skammtímaeinkunn Land- bankans er óbreytt en lækkar um flokk hjá Glitni og Kaupþingi. Í umsögninni kemur fram að Landsbankanum hafi tekist að fjármagna starfsemi sína að stór- um hluta með innlánum í Bret- landi og lengja í lánunum. Sér- fræðingar Fitch virðast ánægðir með ákveðna þætti hjá Glitni og Kaupþingi en segja líkur á að umsvif minnki. „Uppgjör íslensku bankana sýndu þanþol þeirra til þess að takast á erfitt markaðsumhverfi. Fitch bendir meðal annars á sterka lausafjárstöðu Glitnis og gæði eignasafns bankans. Við höfum verið að aðlaga okkur hratt að breyttum aðstæðum og munum gera það áfram,“ segir Lárus Welding forstjóri Glitnis. Ekki náðist í bankastjóra Lands- bankans eða Kaupþings í gær- kvöld. - bg Íslenskt efnahagslíf er undir pressu sem bitnar á starfsemi viðskiptabankanna: Fitch verðlaunar Landsbanka BANKASTJÓRAR Í STRÖNGU Sigurjón Árnason og Halldór J. Kristjánsson fá prik í kladdann fyrir Icesave-reikningana. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Dræm kolmunnaveiði Íslensk skip héldu áfram veiðum á kolmunna í mars og fóru veiðarnar nú fram á alþjóðlegu hafsvæði suður af landinu. Heildaraflinn var 16.770 tonn og hafa íslensk skip því veitt rúmlega 35 þúsund tonn af kolmunna það sem af er árinu. SJÁVARÚTVEGUR GENGIÐ 09.05.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 158,011 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 78,95 79,33 153,92 154,66 122,06 122,74 16,357 16,453 15,53 15,622 13,123 13,199 0,767 0,7714 127,91 128,67 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR VIÐBURÐIR Íslenskar konur munu taka þátt í alþjóðlega viðburðin- um „Konur standa saman“ sem haldinn verður á hvítasunnudag. Konurnar hittast klukkan 13 við Þvottalaugarnar í Laugardal, en þar munu þær íhuga í þögn um betri heim með hreinu drykkjar- vatni, nægum mat og heimili án ofbeldis, öllum heimsins börnum til handa. Það eru Kvenréttindafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands, UNIFEM á Íslandi, Blátt áfram-samtökin, Stígamót, Mæðrastyrksnefnd og Femínista- félag Íslands sem standa að viðburðinum. - jse Kvenréttindafélag Íslands: Íhugað um betri heim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.