Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 10. maí 2008 13 Ráðstefna á Grand Hótel, föstudaginn 16. maí frá kl. 14 – 17. WWW.BIFRÖST.ISWWW.PWC.IS Háskólinn á Bifröst og PricewaterhouseCoopers leiða saman hesta sína og leita svara við spurningunni um hvernig stjórnarhættir séu ákjósanlegastir og hvort hið opinbera og einkageirinn geti lært hvort af öðru. Rætt verður um hvort æskilegt sé að stjórna opinberum fyrirtækjum með sambærilegum hætti og einkareknum. Þá verður velt vöngum yfir starfs- umhverfi stjórnenda opinberra fyrirtækja, með hvaða hætti stjórnir séu skipaðar og hvort góðir RÁÐSTEFNA HÁSKÓLANS Á BIFRÖST OG PRICEWATERHOUSECOOPERS:Setning og inngangsorð, Bryndís Hlöðvers- dóttir, aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst. Ávarp viðskiptaráðherra, Björgvins G. Sigurðssonar. David Austin, PwC UK - governance & public sector: "Recent UK Public Sector Governance Developments - Checks and Balances". Ástráður Haraldsson, hrl. og dósent í Lagadeild Háskólans á Bifröst: "Rekstrarform ríkisrekstrar og réttarvernd opinberra starfsmanna". Ragnar Þ. Jónasson, Fyrirtækjaráðgjöf PwC: "Stjórnarhættir fyrirtækja - hvar erum við stödd? - Eiga sömu sjónarmið við um opinber og skráð félög? " Panelumræður. Samantekt og slit - Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst. Léttar veitingar að ráðstefnu lokinni. Ráðstefnan fer fram á Grand Hótel þann 16. maí nk. milli kl. 14 og 17. Ráðstefnustjóri er Ólöf Nordal alþingismaður. DAGSKRÁ stjórnarhættir ráði ríkjum alla jafna. Hugað verður að nálægðinni við opinbert vald, svo sem stjórnmála- menn, og spurt hvernig það endurspeglist í stjórnskipulagi og stjórnarháttum sem og hvaða áhrif stjórnsýslulög, sveitastjórnarlög og lög um opinbera starfsmenn hafi á stjórnarhætti. Skráning fer fram á bifrost@bifrost.is, aðgangseyrir er 2000 kr., greiðist við innganginn. Allar nánari upplýsingar fást á www.bifrost.is og www.pwc.is. GRAND HÓTEL REYKJAVÍK 16. MAÍ VIÐBURÐIR Málþing um neftóbaks- fræði verður Þjóðarbókhlöðunni klukkan eitt í dag. „Neftóbaks- fræði var um hríð hálfgert skammaryrði um margvísa fræðaiðju alþýðufræðimanna,“ segir Viðar Hreinsson, hjá Reykjavíkur-Akademíunni. „Vera má að lítilsvirðing fyrir þessari iðju hafi náð hámarki í orðum Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE þegar hann talaði um skrýtna neftóbakskarla sem ræktuðu fótsveppi.“ Viðar stýrir þinginu en á meðal frummælenda er Oddur Helgason ættfræðingur og segir Viðar víst að hann muni bjóða í nefið. - jse Reykjavíkur-Akademían: Skeggrætt og tekið í nefið KÍNA, AP Nítján manna sérvalið lið fjallgöngumanna bar ólympíu- kyndilinn upp á tind Everest, hæsta fjalls heims, á miðvikudag, og markaði með því hápunkt hins mánaðalanga hlaups með ólympíueldinn. Séð var til þess að ólympíueld- urinn slokknaði ekki við þessar erfiðu aðstæður með kyndli sem sérhannaður var af eldflauga- verkfræðingum. Hlaupinu síðasta spölinn upp á fjallstindinn var sjónvarpað beint í Kína. „Einn heimur, einn draumur,“ hrópaði fyrirliði fjallgönguliðsins er hann tók við kyndlinum, en það eru einkunnarorð Ólympíuleik- anna í Peking sem hefjast í ágúst. - aa Hlaupið með ólympíueldinn: Kyndillinn á tind Everest Í 8.850 METRA HÆÐ Ólympíukyndillinn í höndum fjallgöngumanna frá Kína og Tíbet á tindi Everest-fjalls. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMGÖNGUR Vegagerðin lét í gær ryðja burtu trukkastæði við bensínstöð Olís við Suðurlands- veg, þar sem lögreglu og vörubíl- stjórum lenti saman nýverið. G. Pétur Matthíasson, upplýs- ingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að stæðið hafi verið notað til að vigta flutningabíla. Nú sé komið nýtt stæði við Gunnars- hólma og því hafi verið ákveðið að ryðja þessu stæði í burtu. Hann segir að það hafi skapað hættu þegar bílar stöðvuðu og leggja og taka af stað á stæðinu. Til standi að stæði hinum megin við veginn hverfi líka, en það gerist ekki strax. - bj Vettvangur mótmæla breytist: Trukkastæði rutt á braut RUTT Vegagerðin segir mótmæli bílstjóra við Rauðavatn hafa minnt á að til hafi staðið að taka stæðið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ALÞINGI Gangi áform heilbrigðisráðherra um samein- ingu heilbrigðisstofnana eftir fækkar slíkum stofnun- um um níu áður en árið er allt. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra svaraði í gær fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar, Frjálslynda flokknum, um sameiningu stofnana. Upplýsti hann að í bígerð væri sameining sex stofnana á Vesturlandi, tveggja á Vestfjörðum, tveggja á Norðurlandi vestra og þriggja á Norðurlandi eystra. Sagði hann markmiðið að styrkja þjónustuna; efla ætti starfsemina en ekki veikja. Benti hann jafnframt á að farsællega hefði tekist til við hliðstæða samein- ingu stofnana á Austurlandi og Suðurlandi. Jón Bjarnason og Þuríður Backman VG hörmuðu fyrirætlanir ráherrans þar sem ekki væri haft samráð við heimamenn. Sagði Jón rétt að stöðva sameiningar- ferlið og Þuríður kvað sameiningaráform á Norðaust- urlandi vera þvert á hugmyndir heimamanna. Guðlaugur hét samráði við heimamenn, öðruvísi væri ekki hægt að vinna málið. Kristinn H. Gunnarsson bauð fram sína aðstoð og sagði ástæðulaust að leggjast gegn breytingum að óathuguðu máli. - bþs Heilbrigðisráðherra áformar sameiningu heilbrigðisstofnana í fjórum landshlutum: Stofnunum fækkað um níu GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON Heitir samráði við heimamenn. Vesturland Heilsugæslustöðvarnar í Borgar- nesi, Búðardal, Grundarfirði, Ólafs- vík og á Reykhólum og Heilbrigð- isstofnunin í Stykkishólmi. Vestfirðir Heilbrigðisstofnanirnar í Bolungar- vík og á Ísafirði. Norðurland vestra Heilbrigðisstofnanirnar á Blöndu- ósi og Sauðárkróki. Norðurland eystra Heilsugæslustöðvarnar á Dalvík og í Ólafsfirði og Heilbrigðisstofnunin á Siglufirði. FYRIRHUGAÐAR SAMEININGAR Sextán spurningar um tóbak Þuríður Backman, VG, hefur lagt fram samtals sextán spurningar í fjórum fyrirspurnum til þriggja ráðherra um tóbak. Spyr hún meðal annars hvort fínkorna tóbak hafi verið gert upp- tækt við tollskoðun og hvort ráðherra telji að banni við sölu á tóbaki til yngri en átján ára sé framfylgt. ALÞINGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.