Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 50
 HEIMILISHALD MIKAEL MARINÓ RIVERA ● Forsíðumynd: Vilhelm Gunnarsson tók mynd af Ráðagerði Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@frettabladid. is, Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is Auglýsingar: Ámundi Ámundason s. 517 5724 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@ frettabladid.is. ● heimili&hönnun V orið er komið og grundirnar gróa og hitatigið hækkar dag frá degi. Ekkert frost og slíkt kjaftæði lengur. Nú eru það bara stuttbuxur og ermalausir bolir. En öllu jákvæðu fylgir því miður eitthvað neikvætt. Eins og til dæmis vágestir í formi skordýra sem leita inn í híbýli manna með hækkandi sól. Geitungar hafa ekki verið beint velkomnir inn á íslensk heim- ili enda fjölmargir logandi hræddir við þessar skepnur. Sjálfur er ég blessunarlega laus við óttann og því er oft hringt í mig til að henda geitungum út sem hafa sloppið inn í híbýli vina og vandamanna. Sjálf- ur hef ég sloppið við að hringja í meindýraeyði og þar með spar- að mér nokkra þúsundkalla. Ég luma meira að segja á góðri aðferð til að losna við þessi kvikindi sem ég er til í að deila með lesend- um. Eina sem til þarf til að losna við kvikind- in og þeirra bú er ryksuga og framlenging- arsnúra og tekur verknaðurinn yfirleitt ekki nema tvær sekúndur. Það er þó eins gott að fara varlega. Ef verkefnið mistekst er nauð- synlegt að vera í góðum hlaupaskóm og hlaupaleiðin þarf að vera útpæld og greið. Þegar hana er búið að skipuleggja vel og jafnvel kortleggja er gott að fara út í garð þar sem búið er og bíða átekta. Tilvalið er að hafa ryksuguna í gangi á meðan beðið er, þar sem flugumferð inn og út úr búinu getur verið mikil. Eða svona eins og á Heathrow á góðum degi. Um leið og færi gefst skal stökkva af stað með ryksug- una á lofti og beina henni að búinu. Gildir þá einu hversu stórt búið er þar sem það er víst með að sogast upp í ryksuguna á tveimur sekúnd- um. Til að forðast allt óþarfa vesen er best að taka á sprett, þar sem stuðst er við tilbúnu undankomuleiðina, og leyfa ryksugunni að vera í gangi í nokkrar mínútur. Erfiðasti hlutinn er þá eftir, en hann felst í því að fjarlægja pokann úr ryksugunni. Gott er að hafa handfylli af klósettpappír og tóman poka við höndina þar sem notaði pokinn er opinn ofan í ryksugunni. Mikilvægt er að vera snöggur, opna ryksug- una, troða klósettpappírnum í opið á pokanum, setja hann ofan í og loka vel fyrir. Eftir það er hægt að henda pokanum beinustu leið í ruslatunnuna úti í garði, með öllu áhyggjulaus um að þessir vágestir spilli heimilis- friðnum í náinni framtíð. Og ekki nóg með að þetta sé góð leið til að spara peninga, heldur eru þetta skýr skilaboð til geitunga um að þeir séu síður en svo vel- komnir á þitt yfirráðasvæði. Út með óvelkomna gesti ● ÖÐRUVÍSI GARÐÁLFAR Hefðbundnir garðálfar höfða ekki til allra. Þeir sem hafa örlítið dýrari smekk og hafa áhuga á nýstárlegri hönnun ættu ef til vill að kynna sér garðálfana hans Karels Formánek. Eins og sjá má á myndinni eru álfar Formáneks svolítið óhefðbundnir. Þeir fást í þremur litum og heita Heinz, Martin og Werner. Hafi menn áhuga á að bjóða einum þeirra heimkynni í íslensk- um garði má nálgast ýmsar upplýsingar á síðunni www. formanek.ch. Tilvalið er að hafa ryksuguna í gangi á meðan beðið er, þar sem flugumferð inn og út úr búinu getur verið mikil. Eða svona eins og á Heathrow á góðum degi. Um leið og færi gefst skal stökkva af stað með ryksuguna á lofti og beina henni að búinu. Heimir Janusarson er garð- yrkjufræðingur og forstöðumað- ur í Gufuneskirkjugarði. Hann segir eigin garð allan í drasli, eins og sönnum garðykjumanni sæmi, en á heimilinu sé þó mikil gróska. Hann stundar basilrækt- un af miklum móð ásamt eigin- konu sinni, Sólveigu Ólafsdótt- ur, og hafa þau útbúið óvenjuleg gróðurhús. „Við höfum lengi verið með kryddkörfur úti á svölum á sumr- in en verðum óþreyjufull á vorin og ákváðum því að hefja rækt- un í stofuglugganum. Við höfum stundum keypt salat í stórum plastdöllum sem fara ægilega mikið í taugarnar á mér og brá ég á það ráð að nota þá sem gróður- hús.“ Heimir fyllir litla potta af mold, kemur þeim fyrir í döllun- um og sáir nokkrum basilfræjum í hvern. Hann lokar síðan döllun- um, lætur þá standa í sólríkum glugga og vökvar vel. „Þá mynd- ast þessi fínu gróðurhúsaáhrif og allt fer að spíra,“ útskýrir hann. Þegar komin eru um það bil tvö kímblöð opnar hann dallinn, fyll- ir hann af mold og heldur áfram að vökva. „Fyrr en varir er komin fyrirtaks basil en við notum það mikið í matargerð og þá sérstak- lega konan mín sem er einstak- lega góður kokkur. Hún er áhuga- manneskjan í þessum efnum en ég er bara fagmaðurinn og þarna samnýtum við því áhuga, fag og þarfir,“ segir Heimir. Þau hjónin nota heimilisfram- leiðsluna óspart í matargerð en þau eru sérstaklega ánægð með eldhúsið sem er heimasmíðað. Grindin er úr smíðajárni og hill- urnar úr massífu eikarparketi. „Við ætluðum að vera mjög grand og eyða miklu í eldhúsið þegar við fluttum inn í húsið okkar en sú varð ekki raunin því þetta varð á endanum mjög ódýrt. Við erum ekki með neina skápa heldur fær leirtauið að njóta sín á hillunum. Það virkar vel og erum við mjög ánægð með útkomuna. - ve Heimatilbúin gróðurhús ● Heimir Janusarson ræktar basil í döllum og notar afurðina í heimatilbúnu eldhúsi. Heimir og kona hans, Sólveig Ólafsdóttir, hönnuðu eldhúsið sjálf. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Danfoss X-tra línan TM Ný lína af ofnhitastillum sem eru hannaðir fyrir handklæða- og sérhannaða ofna Einstök hönnun samstæðar lausnir Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins 10. MAÍ 2008 LAUGARDAGUR2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.