Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 118

Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 118
66 10. maí 2008 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN Kristinn Óskar Haraldsson – Boris Aldur: 29 ára. Starf: Einkaþjálfari, athafnamaður og kraftakarl. Fjölskylda: Er í sambúð með Maríu Rachel Ágústsdóttur og á tvö börn, Christian Dag 4 ára og Elvu 9 ára. Búseta: Við búum í Harlem (í efra-Breið- holti). Stjörnumerki: Fiskur. Boris hefur unnið göfugt starf fyrir Blátt áfram og stóð nú síðast fyrir góðgerða- tónleikum á NASA til styrktar samtök- unum. LÁRÉTT 2. fangi 6. eftir hádegi 8. atvikast 9. í hálsi 11. í röð 12. kompa 14. hroki 16. tveir eins 17. hlóðir 18. umfram 20. frá 21. snudda. LÓÐRÉTT 1. viðartegund 3. klaki 4. hjara 5. lærir 7. líkama 10. ílát 13. framkoma 15. illmenni 16. eldsneyti 19. mun. LAUSN LÁRÉTT: 2. gísl, 6. eh, 8. ske, 9. kok, 11. rs, 12. klefi, 14. dramb, 16. gg, 17. stó, 18. auk, 20. af, 21. snuð. LÓÐRÉTT: 1. tekk, 3. ís, 4. skrimta, 5. les, 7. holdgun, 10. ker, 13. fas, 15. bófi, 16. gas, 19. ku. „Ég elska þegar konur sýna klærnar. Fer um mig unaðshrollur,“ segir Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri á ÍNN. Kvennaþátturinn „Mér finnst …“ hefur verið á dagskrá sjónvarps- stöðvarinnar ÍNN í um tvo mánuði og vakið nokkra athygli fyrir hispur- sleysi, allt látið vaða úr reynsluheimi kvenna svo mörgum þykir nóg um. Þátturinn er nú í deiglunni vegna ágreinings umsjónarmannanna Ásdís- ar Ólsen og Kolfinnu Baldvinsdóttur. Samstarfið sprakk í beinni útsend- ingu í kjölfar rifrildis þeirra en Ingvi Hrafn ber nú klæði á vopnin. „Ég sá mér ekki annað fært en bjóða þeim í „dinner“ á La Primavera og komast til botns í þessu. Ég held að ekkert alvarlegra sé á milli þeirra en þegar kettir hvæsa,“ segir femínist- inn Ingvi Hrafn – einlægasti aðdáandi „Mér finnst“ og segir þáttinn flagg- skip ÍNN. „Þær rífast svakalega. I love it! Styrkleikinn er hversu ólíkar þær eru: Ásdís er jarðbundin meðan Kolfinna er að bjarga heiminum með sínum vestfirska framburði.“ Fressið Ingvi Hrafn malar af einskærri ánægju með atburðina sem hann lýsir sem læðuslag. Hann vill meina að þátturinn standi þetta af sér. „Þarna er allt látið vaða. Ég ritstýri engu. Þetta eru stórar stelpur og það eina sem ég segi er að þær eigi að gera þetta svo um sé talað. Jájá, þær ræða um píkuna á sér og mikið. Og mál sem hafa legið í þagnargildi frá því Gissur jarl ríkti!“ - jbg Ingvi leiðir læðurnar Kolfinnu og Ásdísi saman SJÓNVARPSSTJÓRINN SÝNIR KLÆRNAR Ingvi Hrafn segir ekkert alvarlegra milli Kolfinnu og Ásdísar en þegar kettir hvæsa. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Raddir gerast æ háværari um að við göngum í Evrópusambandið, tökum upp evruna og njótum þess sem slíkur gjörningur hefði í för með sér. Margir hafa áhyggjur af íslenskri morgunkornsmenningu í kjölfarið, en sú menning er einstök hér miðað við aðrar Evrópuþjóðir. Við erum eina Evrópuþjóðin sem býðst að borða Cherrios og Cocoa Puffs. Ari Fenger hjá Nathan & Olsen sem selur morgunkornið frá Gen- eral Mills á Íslandi, segir að morg- unkornsaðdáendur geti andað rólega. „Evrópskar reglur um vít- amínbættar matvörur koma fram árið 2009 og það eru fleiri hundruð vörur sem þurfa að undirgangast þær reglur, ekki bara morgunkorn- ið,“ segir hann. Þótt Íslendingar séu utan Evrópusambandins tökum við reglurnar upp vegna Evrópska efnahagssamningsins. „Gefinn verður aðlögunartími og ég tel mjög ólíklegt að einhverra stórra breytinga sé að vænta. Ef til þess kemur munum við fara á fullt til að aðlaga okkur nýju reglunum.“ Cherrios er mest selda morgun- korn landsins, og það ásamt Cocoa Puffs hefur unnið sér inn íslenskan ríkisborgararétt. Kornið hefur verið fáanlegt áratugum saman á Íslandi en fæst hvergi annars stað- ar í Evrópu. Þess sem margir Íslendingar sakna um leið og þeir flytja til Evrópu er að ekki sé leng- ur hægt að fá þessa vöru. „Það er söguleg skýring á því að þetta fæst bara hér. Við fylgjum bandaríska markaðinum,“ segir Ari. „Morgun- korn er stórmál fyrir marga. Við fáum til dæmis ennþá tvær, þrjár fyrirspurnir á mánuði um það hvort Trix sé ekki að koma á markaðinn aftur. Því miður eru engar líkur á því. Trixið var tekið af markaði hér 1991 út af litarefnunum í því.“ - glh Morgunmatarmenning- unni ekki ógnað af ESB ÓLÍKLEGT AÐ STÓRRA BREYTINGA SÉ AÐ VÆNTA Ari Fenger hámar í sig Cocoa Puffs. Jóhann Páll Valdimarsson bókaútgefandi ætlar, eftir kvartaldar fjarveru frá plötuútgáfu, að gefa út næstu plötu KK. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni í frétt þar sem drepið var á útgáfusögu JPV, og nefndi að hann hefði gefið út Vísnaplötur Gunnars Þórðarson- ar. Þar láðist að geta þess að ekki er hægt að skrifa þær á Gunnar einan heldur kom stórsnillingurinn úr Hafnarfirði, Björgvin Halldórsson, þar ekki síður að málum. Auk þess hefur Fréttablaðinu verið bent á að einnig beri þeim lof og prís fyrir Tómasi Tómassyni og Jóni Karls- syni, sem þá var hjá Iðunni, þannig að gáleysislegur kreditþjófnaður verði ekki sagnfræðileg staðreynd. Flestir, borgarbúar sátu límdir fyrir framan Kastljósið enda borgarstjóri að útskýra ráðningu Jakobs F. Magnússonar. Meira að segja í Melabúðinni stóð tíminn kyrr. Eitt andlit vakti þó síður meiri athygli en önnur því borgarfull- trúinn Gísli Marteinn Baldursson var meðal viðskipta- vina. Hann lét viðtalið ekki framhjá sér fara heldur fylgdist með fram- vindunni af gólfi verslunarinnar. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu eignaðist almannatengillinn Ómar R. Valdimarsson dóttur á frídegi verkalýðsins. Ómar var þó ekki eini fulltrúi hinna málsmetandi á fæð- ingardeildinni 1. maí því Friðrikka Hjördís og eiginmaður hennar, Stefán Hilmarsson, aðstoðarforstjóri Baugs, eignuðust son. Og er því óhætt hægt að segja að þar séu komin verkalýðs- prinsessa og verkalýðs- prins íslensku þjóðarinnar. - fgg/jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „Þetta er bara gaman. Ég veit eig- inlega ekki hvernig á að lýsa þessu,“ segir Þröstur Þórhallsson, smiður og veiðimaður. Þröstur var við veiðar á bökkum Þingvallavatns á fimmtudagskvöld síðastliðið og blaðamaður Frétta- blaðsins varð vitni að því þegar tíu punda urriði hljóp á línuna hjá honum. Stöngin svignaði og hvein í hjólinu. Gríðarsterkur fiskurinn rauk hvað eftir annað lengst út í vatn og dró á eftir sér línuna. Við- ureignin stóð í um hálftíma og Þröstur landaði tíu punda urriða. Þröstur var ekki einn um að taka stórurriða þetta kvöld. Þeir voru þarna saman sjö félagarnir, klíka úr Kópavogi og einn þeirra, Magn- ús Birgisson sjómaður frá Ólafs- vík, setti í einn tíu punda og annan tólf punda. Að þessari kvöldstund sem blaðamaður eyddi á bökkum Þingvallavatns liðinni höfðu tíu stórurriðar verið teknir. Þetta er fjórða vorið sem Þröstur sækir þessar veiðar. „Maður fer svona þrisvar til fjór- um sinnum á vorin og ég hef aldrei séð svona mikla töku,“ segir Þröst- ur og telur urriðagengd vera að aukast verulega í vatninu. En tíma- bilið er stutt. Urriðinn leitar aftur út á vatn fyrr en varir. Hjá Rey- kofninum í Kópavogi fengust þær upplýsingar að þangað hefðu komið óvenjumargir stórurriðar þetta vorið og sumir losað fimmtán pund. „Það er einstakt að komast í svona. Samt, hálfpartinn eyðileggur þetta veiðisumarið fyrir manni því allt fölnar í samanburði,“ segir smiður- inn. Og þá er náttúrlega spurningin á hvað menn voru að veiða? Jú, makríll á öngul. Þröstur kannast vel við að fluguveiðimenn líti slík- an veiðiskap hornauga. „En þeir eru ekki að ná svona fiskum á flugu. Þetta er svolítið brútal veiðiskapur en vilji maður svona fisk er þetta aðferðin. Ef ég næ urriðunum ósærðum sleppi ég þeim. Maður vill eiginlega ekki drepa svona glæsilega fiska,“ segir Þröstur. Hins vegar er það svo að urriðinn er svo gráðugur að hann kokgleypir makrílinn og þá sleppur hann sjald- an ósærður frá viðureign við veiði- manninn. jakob@frettabladid.is ÞRÖSTUR ÞÓRHALLSSON: ÓLÝSANLEGT AÐ LANDA STÓRURRIÐA Stórurriðamok á Þingvöllum KOKGLEYPTUR ÖNGULL Þröstur, sem aldrei hefur upplifað aðrar eins „tökur“ og þetta vorið í Þingvallavatni, reynir að losa öngulinn úr koki gráðugs stórurriðans. Stoltur Magnús, sjómaður frá Ólafsvík, sýnir tólf punda urriða og Þröstur lyftir hróðugur sínum tíu punda bolta. FRÉTTABLAÐIÐ/JAKOB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.