Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 70
● heimili&hönnun Sumar í húsunum heima ● Gaman er að lifa þegar sumarið er inni, úti og allt um kring. Að klæða heimilið í sumarbúning þarf hvorki að vera flókið né kostnaðarsamt, og óþarfi að endurskapa hvert einasta herbergi. Með nýjum lampaskermum, púðum, hvítu líni eða ljósri málningu má hleypa sumri inn í smáskömmtum hér og þar, og toppa hamingjuhúsin með ferskum ávöxtum, blóm- um eða skeljum hafsins. Fersk og þrýstin kirsuber í látlausri skál eru ynd- isfrítt náttúruskraut og gefa heimilinu einkar sumarlegan blæ. Sumarið snýst um blómstur blítt, þegar jörðin er að springa af frjósemi og fegurð. Blóm í vasa flytja náttúruna inn í stofu og indælt að raða saman í litríkan vönd nýtínd blóm úr garðinum. Þegar sól hækkar á lofti er tímabært að pakka niður teppum, dökkum púðum og þungum gluggatjöldum. Ljósar gardínur, léttir púðar og hvítt lín á rúmin lyfta vistarverum á léttara plan. Blúndur eru sérstaklega sum- arlegar, rómantískar og ríma vel við bjartan tón sumarnátta. Í hugum margra er sumarið sól, sjór og sandur. Kuðung- ar, krossfiskar og skeljar eru fagrir dýrgripir hafsins en sóma sér einnig vel á landi, ásamt því að hafa margvíslegt notagildi, eins og hér má sjá þar sem skel er notuð undir gróft salt við matseldina. Málning í sumarlegum litum er einfald- ur galdur til að gera heimilið sumarlegra, hvort sem það er eplagrænt, rifsberjableikt eða smjörgult. Heimabakstur er sumarlegt sport með ilmandi kökum á dúkskreyttum borð- um undir íslenskri sól. Gleðjum heim- ilisfólkið og sér í lagi börnin með blómlegum múffum og berjatertum. 10. MAÍ 2008 LAUGARDAGUR22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.