Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 70
● heimili&hönnun
Sumar í húsunum heima
● Gaman er að lifa þegar sumarið er inni, úti og allt um kring. Að klæða heimilið í sumarbúning þarf hvorki að vera flókið
né kostnaðarsamt, og óþarfi að endurskapa hvert einasta herbergi. Með nýjum lampaskermum, púðum, hvítu líni eða
ljósri málningu má hleypa sumri inn í smáskömmtum hér og þar, og toppa hamingjuhúsin með ferskum ávöxtum, blóm-
um eða skeljum hafsins.
Fersk og þrýstin kirsuber
í látlausri skál eru ynd-
isfrítt náttúruskraut og
gefa heimilinu einkar
sumarlegan blæ.
Sumarið snýst
um blómstur
blítt, þegar jörðin
er að springa
af frjósemi og
fegurð. Blóm í
vasa flytja
náttúruna
inn í stofu
og indælt
að raða saman
í litríkan vönd
nýtínd blóm úr
garðinum.
Þegar sól hækkar á lofti er
tímabært að pakka niður
teppum, dökkum púðum og
þungum gluggatjöldum.
Ljósar gardínur, léttir
púðar og hvítt lín á rúmin
lyfta vistarverum á
léttara plan. Blúndur
eru sérstaklega sum-
arlegar, rómantískar og
ríma vel við bjartan tón
sumarnátta.
Í hugum
margra er
sumarið sól, sjór
og sandur. Kuðung-
ar, krossfiskar og
skeljar eru fagrir
dýrgripir hafsins en
sóma sér einnig vel
á landi, ásamt því að
hafa margvíslegt notagildi,
eins og hér má sjá þar sem skel er
notuð undir gróft salt við matseldina.
Málning í sumarlegum litum er einfald-
ur galdur til að gera heimilið
sumarlegra, hvort sem það er
eplagrænt, rifsberjableikt
eða smjörgult.
Heimabakstur
er sumarlegt
sport með
ilmandi kökum á
dúkskreyttum borð-
um undir íslenskri
sól. Gleðjum heim-
ilisfólkið og sér í lagi
börnin með blómlegum
múffum og berjatertum.
10. MAÍ 2008 LAUGARDAGUR22