Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 61
Ég ákvað svo að fyrst ég væri á staðnum gæti ég ekki
farið nema að taka að mér að styrkja eitt barn. Ég hitti
svo eina stúlku á þrettánda ári sem heitir Kalyani sem
ég tengdist við. Ég komst svo að því að móðir hennar
var einstæð með tvær dætur og hafði ekki efni á því
að sjá fyrir dætrum sínum eða senda þær í skóla.
Hápunkturinn var svo að fá að sitja með Kalyani og
öllum hinum 2000 krökkunum að horfa á indverska
Bollywood hljómsveit á gamlárskvöld. Að afgreiða
hátíðarmat ofan í 2000 börn og 300 starfsmenn er
heldur ekki lítið mál og var ótrúlegt að sjá hvað allt
gekk vel og átakalaust fyrir sig. Ég reyndi að ímynda
mér hvernig þetta liti út ef þetta væru 2000 íslensk
börn á gamlárskvöld en gat bara ekki séð það fyrir mér.
Þessi fyrsta Indlandsferð mín tók 3 vikur en ég ákvað að
þiggja þetta rausnarlega heimboð frá Samúel og fór ég
svo aftur til Indlands í byrjun júlí sama ár og var þá í 2
mánuði. Þessi lífsreynsla breytti mér til langframa og ég
fékk gjörsamlega nýja sýn á lífið. Indland er næst
fjölmennasta þjóð veraldar og í allri þessari mann-
mergð þá er ekki mikið þó að nokkur þúsund börn á ári
hverfi, séu seld í ánauð eða látist vegna vannæringar
hvað þá að það skipti máli að þau komist ekki í skóla.
Fyrir okkur sem komum úr svona litlu samfélagi þá er
þetta skrýtið því að hér skiptir okkur hvert einasta barn
svo miklu máli.
Ég lærði líka af heimsóknum mínum á heimilið að
hamingja manns er oft bundin við það viðmið og þær
væntingar sem maður hefur. Börnin á Heimili litlu
ljósanna búa ekki á neinn hátt við þann munað sem við
getum boðið okkar íslensku börnum. Flest sofa þau á
strámottum á gólfinu, hvert með sitt teppi. Hvert barn á
eitt box sem inniheldur nokkrar flíkur og aðra muni
sem barnið á. Stundum horfa þau á eina bíómynd á
sunnudgaskvöldum. Á heimavist eldri stelpnanna
horfði ég með 600 stelpum á dans- og söngvamynd í
litlu sjónvarpstæki sem haft var uppi á sviði. Diskurinn
var gallaður og myndin fraus og hökkti á víxl og það
var heldur ekki hægt að sjá mikið ef maður sat aftast í
salnum. Samt var alveg rífandi stemming og mikið
klappað og hlegið. Enda komu tæknigallarnir kannski
ekki svo mikið að sök því að flestar kunnu myndina
utan að hvort eð var.
EI
N
ST
Ö
K
U
P
P
LI
FU
N
-
EN
D
U
R
N
Æ
R
IN
G
F
Y
R
IR
S
Á
L I
N
A
-
H
A
M
IN
G
JA
N
E
R
K
O
M
IN
T
IL
A
Ð
V
ER
A
7
Lært heima úti í garði fyrir utan stelpnavistina
Ung móðir sem býr ásamt börnum sínum á gangstétt í borginni Chennai á suður Indlandi
ÞAÐ BÍÐUR BARN EFTIR ÞÉR
Meda Nagaraju - Indland Khumba Rani - Indland Usarthai Jhon - Indland Nemalikanti Jhonson - Indland Amos Ojok - Uganda Meeniga Dharani - Indland Addanki Jyoti- Indland Dorah nakavuma - Uganda
Í samanburði við umhverfið sem börnin komu úr þá var
lífið á heimilinu stórkostlegt. Á heimilinu var lífið
áhyggjulaust, bara að hugsa um skólann og að vera
með vinum sínum og ég sá að krakkarnir söknuðu
engan veginn þeirra gerfi þarfa sem þau vissu ekki einu
sinni að væru til.
Ég gleymi aldrei veru minni á heimilinu og urðu þessar
heimsóknir mínar til þess að ég síðar réði mig til starfa
hjá ABC og flutti til Kenya til að hefja þar starf í líkingu
við Heimili litlu ljósanna. Aldrei gat mig grunað það að
þessi jólaferð mín myndi hafa þessar afleiðingar þegar
ég sveif fyrst yfir flugbrautina í Hyderabad. En þó vissi
ég þá eins og ég veit einnig nú að Ævintýrið er rétt að
byrja.
Caroline laker Caroline Nakabirwa Goli Srikanth Gudipati Prasad Meda Gopi Raju Meeniga Krishna
Brian Damulira Cesto Okello Eunice Akello Evaline Akot Susan Akidi Alfred Ogaba
Charles Okello Fred Jok - Kwaro
Enriest Akandwango Charles Onen Emmanuel Semakula Denish Ojok Vusa Jhansi Beatrice Auma
Antony Oromokech Daphine Nakawoya Andrew Oketayot Asraf Ssemkungo
SIGURÐUR INGIMA
R
GOSPELKÓR REYKJAVÍKUR
BJÖRGVIN HAL
RAG
PÁLL RÓSINKRANS
ÞÓRA GÍSLADÓTTI
STEFÁN
ÞORVALDURHALLDÓR
REGÍNA Ó
BJ
AR
GA
ÐU
B
Mikil þörf á stuðningi fyrir unglinga
Hjá ABC eru margir unglingar teknir inn á heimilin jafnvel þó
að við vitum að það geti reynst erfiðara að finna fyrir þá
stuðningsaðila. Þórunn Helgadóttir starfsmaður ABC í Kenya
segir hér sögu tveggja unglinga sem búa á heimavistinni í
Kenya og vantar stuðningsaðila.
Henry Ochieng - fæðingardagur 18. des.1992. Aldur: 15 ár.
Ég hitti þennan dreng á götu úti um kvöldmatarleytið í
október 2007 skammt frá barnaheimilinu okkar í Nairobi fyrir
utan lítinn kjúklingastað. Ég var að spjalla við tvo götudrengi
sem halda til fyrir utan staðinn þegar Henry kom til mín og
bað mig að hjálpa sér. Hann var þá á 15. ári og óvenjulega
snyrtilegur og kurteis miðað við götudrengi almennt.
Hann spurði hvort ég gæti tekið sig inn á heimilið því að hann
væri búinn að vera á götunni í 2 mánuði. Hann sagði mér að
foreldrar sínir hefðu látist nýlega og að hann stæði uppi einn
og svæfi úti í sölubás á nóttunni í nálægu hverfi. Þegar ég innti
hann eftir því hvernig stæði á því að hann væri svona
snyrtilegur þá sagði hann að ákveðin kona, nokkurs konar
miskunnsamur samverji hefði gefið honum þessi föt nýlega og
leyfði hún honum einnig að koma og þvo af sér fyrir utan
húsið hjá sér. Hún geymdi líka fyrir hann föt til skiptanna.
Mér þótti magnað að sjá hvað þessi 14 ára strákur lagði mikið í
að vera snyrtilegur þó að hann byggi á götunni og stæði einn
uppi í þesssari veröld. Og þvílík einsemd. Foreldrarnir höfðu
augljóslega elskað þennan dreng og lagt sig fram um að
kenna honum lífsreglurnar. Ég get varla ímyndað mér hvernig
honum leið þegar þau létust og skildu hann eftir einan. Hann
spurði mig afar feimnislega hvort ég gæti hjálpað honum að
komast aftur í skóla og það var hálfpartinn eins og hann væri
að bíða eftir höfnun. Ég bauð honum að setjast inn í bílinn og
við fórum á heimilið og hefur hann verið þar síðan. Frá fyrsta
degi féll hann inn í hópinn og eins og mín fyrstu kynni voru af
drengnum kom í ljós að hann er einstaklega ljúfur og kurteis.
Ef móðirin væri á lífi hlyti hún að vera stolt. Henry ásamt fleiri
götudrengjum á hans aldri bráðvantar stuðningsaðila.
Priscillah Wanjiru - fæðingardagur 11. Nóv 1993. Aldur: 14 ár.
Móðir Priscilluh kom með hana heimilið til okkar í Nairobi ásamt tveimur
yngri systkinum haustið 2007. Priscillah var þá rétt að verða 14 ára.
Faðir hennar hafði nýlega látist sem skildi fjölskylduna eftir án tekna og
fyrirvinnu. Móðir hennar ákvað því að koma Priscilluh fyrir í fóstri hjá
föðurbróður hennar á meðan hún hélt áfram að reyna að sjá fyrir sér og
yngri börnunum tveimur. Ekki leið á löngu áður en að fósturfaðirinn
byrjaði að misnota Priscilluh kynferðislega. Hann hótaði að drepa hana ef
hún myndi segja einhverjum frá þessu en þrátt fyrir það ákvað hún samt
að segja mömmu sinni frá þegar hún kom í heimsókn.
Móðir hennar ærðist og varð upp úr þessu mikið rifrildi innan fjölskyld-
unnar sem endaði með því að móðirin flýði héraðið með Priscilluh og hin
börnin tvö fótgangangandi. Hún kom til Nairobi allslaus og févana en fékk
að gista í litlum bárujárnskofa hjá konu sem býr í fátækrahverfi skammt frá
heimili ABC. Konan vissi af starfi ABC og kom með fjölskylduna á heimilið.
Þegar þau komu voru börnin öll vannærð og komin með húðsýkingu.
Móðirin var einnig farin að þjást af geðtruflunum vegna allra erfiðleikanna.
Kvöld eitt á samverustund á stelpnavistinni stóð Priscillah upp og deildi
sögu sinni með hinum stelpunum á eftirminnilegan hátt.
Það var varla þurrt auga í húsinu
það kvöldið, svo mikill var
sársaukinn í frásögninni þegar
tárin runnu niðar kinnar
Priscilluh. En nú mitt í sorginni
var einnig komið mikið þakklæti
yfir yndislegum nýfundnum
vinum og nýrri trú á Guð og
framtíðina .
Síðumúla 29 - 108 Reykjavík - S: 4140990 - www.abc.is - abc@abc.is
414 0990
Hringdu til okkar og taktu að þér barn.
Þessi börn og miklu fleiri vantar stuðningsaðila.
Þessi opna er afmælisgjöf Fréttablaðsins til ABC
abc.is
UNGLINGAR
Þú getur farið inn á www.abc.is og fundið þessi börn
eða einhver önnur til að styrkja.