Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 66
dimman dal og erfiðar tilfinnin- gar geta látið á sér kræla. En hin kristna von segir að það muni birta um síðir og að allt sé það í hendi Drottins sem muni gera alla hluti nýja. Sú hlýja von sem páskasólin gefur sameinar kristna söfnuði og kristnar manneskjur um heim allan. Jesús, mitt á meðal lærisveina sinna þá og enn í dag! Eftir krossfestinguna birtist Jesús lærisveinum sínum samkvæmt Jóhannesarguðspjalli og sagði við þá ,,Friður sé með yður!“ Hann sýndi þeim einnig hendur sínar og síðu. Þeir urðu glaðir og hann sagði aftur við þá: ,,Friður sé með yður. Eins og faðirinn sendi mig, eins sendi ég yður. Meðtakið heilagan anda.“ (Jh. 20:21-22) Jesús sendi þá, eins og hann sendir mig og þig, til að vera verkfæri Guðs hér í heimi. Boða þann veruleika með orðum og verkum og lífinu öllu að Jesús er upprisinn. En Tómas varð ekki vitni af þessu, hann var ekki inni þegar Jesús kom. Þegar lærisveinarnir tjáðu honum upplifun sína að Jesús hefði opinberast þeim sagði Tómas: ,,Sjái ég ekki naglaförin í höndum hans og geti sett fingur minn í naglaförin og lagt hönd mína í síðu hans, mun ég alls ekki trúa.“ (Jh. 20:25b) Að sanna Guð með vísindalegum hætti! Tómas setti Guði skilyrði, vildi fá sönnun, leit á Guð eins og viðfangsefni. Öll þekkjum við það án efa að setja Guði skilyrði. Ég skal trúa ef þú Drottinn lætur þetta gerast eða hitt ekki gerast. Það er hins vegar ekki í mannsins valdi að stilla Guði upp við vegg eða stinga honum í vasann. Það er ekki í mannsins valdi að mæla Guð á vísindalegan máta og rannsaka Guð eins og viðfangsefni. Guð er lifandi veruleiki sem opinber- ast í Kristi. Sá veruleiki er meðtekinn í anda og orði, í kærleika og vináttu, með því að játa trú. Jesús kom viku síðar og svaraði bæn Tómasar, eins og hann svarar öllum bænum. Hann birtist lærisveinunum á nýjan leik bak við luktar dyr. Hann sagði ,,Friður sé með yður!“ (Jh. 20:26b) Í kjölfar þeirra orða bauð hann Tómasi að koma með fingurinn og sjá hendur sínar, og koma með höndina og leggja í síðu sína og bað hann að vera ekki vantrúaður heldur trúaður. Játning Tómasar! Tómas nálgaðist Jesú ekki eins og viðfangsefni í það skiptið. Hann þurfti ekki að rannsaka sárin vísindalega heldur játaði hann trú, laut honum og sagði við Jesú: ,,Drottinn minn og Guð minn!“ (Jh. 20:28) Jesús svaraði: ,,Þú trúir, af því þú hefur séð mig. Sælir eru þeir, sem hafa ekki séð og trúa þó!“ (Jh. 20:29) Sælir eru þeir, segir Drottinn. Það er einmitt það sem Drottinn vill, að við mannsins börn séum sæl og glöð. Það veitir raunverulega sælu að eiga og rækta trúna á Jesú Krist. Leitin og samfélagið! Að vera kristinn, í hvaða söfnuði sem við finnum okkur, er leit. Tómas leitaði og fann, fékk svar, staðfestingu á því að Guð er til og fyrirheiti hans sönn um tilgang lífsins og eilíft líf. Leit mín og þín finnur sér farveg í náðarmeðölum trúarinnar. Þau eru bænin í Jesú nafni, skírnin, altarisgangan, heilög Ritning og það samfélag sem kirkja Krists er hér á jörðu. Það er dýrmætt að vera kristinn og iðka trúna. Guð veri með þér! Þorvaldur Víðisson Miðborgarprestur Heine Lutzen er einn af eldri Gospeltónlistar- mönnum Færeyinga. Hann er búinn að vera í bransanum frá því um 1980 og er enn að gera það gott. Hann hefur spilað Gospelrokk, country o.fl. og hefur gefið út 2 diska með frumsömdu efni. Heine spilar Worshiptónlist og afþreyingartónlist með gospelívafi og er Pastor í kirkju í Þórshöfn. Heine verður með tónleika seinni helgina á Stóru Gospelhátíðinni ásamt bandi. Mikill áhugi er hjá Færeyingum á Gospeltónlist og hafa þeir haft árlegar Gospelhátíðir frá árinu 2001 með mikilli ásókn frá heimamönnum. Upplifðu eitthvað nýtt, dagana 20.-29. júní 2008 og vertu með okkur. Lífið hefur svo margt gott upp á að bjóða. www.biggospelfestival.com Tómas lærisveinn efaðist. Efinn er hin hliðin á peningi trúarinnar. Að eiga trú er dýrmæt eign. Kristinn maður játar trú á Jesú Krist sem sinn upprisna Drottinn og frelsara. Sú játning felur í sér þá sannfæringu að það sé tilgangur með lífi mínu og þínu og að hugsun sé að baki öllu sem er. Með því að eiga Jesú að vini og vera í persónulegu sambandi við Guð í gegnum heilagar ritningar, bænina og sakramentin fær lífið nýja dýpt. Það er líkt og sólin skíni skærar, náttúran sé lituð skarpari litum og manneskjan sem mætir mér á götu sé meira brosandi en ég hafði áður tekið eftir. Drottinn minn og Guð minn, þú ert þar í öllu hinu smáa, en einnig í öllu hinu stóra. Kristur er allt í öllu, því hann lifir. Páskasólin! Þeim veruleika neitaði Tómas að trúa samkvæmt guðspjalli Jóhannesar. Eftir aftöku föstudagsins langa var það sorgin sem blindaði sýn. Hann og lærisveinarnir höfðu misst sinn leiðtoga og vin. Við þekkjum þá stöðu sjálfsagt flest að missa og að glíma við sorg í einni eða annarri mynd. Ferli sorgar getur legið um Skoðaðu dagskrá hátíðarinnar á www.biggospelfestival.com Hljómsveitin the Listening er að koma til landsins en þeir eru þekktir fyrir að spila seiðandi Indí Rokk með trúarlegum textum. The Listening mun spila á undan Sarah Kelly sem verður þetta sama kvöld (28.júní). Enginn ætti að láta þessa listamenn fram hjá sér fara því þarna verða tvö af bestu atriðum hátíðarinnar saman komin á Víðistaðatúni ásamt fjölda annarra listamanna. Hægt er að hlusta á sýnishorn á biggospelfestival.com 20. júní til 29. júní STÓRAGOSPELHÁTÍÐIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.