Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 6
6 10. maí 2008 LAUGARDAGUR STJÓRNMÁL „Að tala um heiðarleika og heilindi með lygaþvæluna og svikin frá sjálfum sér skrifuð á ennið er móðgun við alla þá sem ennþá fylgjast með þessum farsa,“ segir í yfirlýsingu Óskars Bergs- sonar, borgarfulltrúa Framsóknar- flokksins. Tilefni yfirlýsingarinnar er yfirlýsing sem aðstoðarmaður borgarstjóra, Ólöf Guðný Valdi- marsdóttir, sendi frá sér í gær vegna umræðu um ráðningu Jak- obs Frímanns Magnússonar sem framkvæmdastjóra miðborgar- mála. „Heiðarleika borgarstjóra í þessum efnum sem og öðrum skal ekki draga í efa og er óskað ein- dregið eftir að nú fáist vinnufrið- ur svo hægt sé að sinna mikilvæg- um málefnum sem bíða úrlausna,“ segir í yfirlýsingu Ólafar. Óskar segir yfirlýsingu Ólafar vera ákall um miskunn. Sérstakt sé að leggja jafn ríka áherslu á heiðarleika einstaklinga eins og borgarstjóri og aðstoðarmaður hans geri. „Að því tilefni er rétt að rifja upp að Ólafur F. Magnússon hefur sennilega sýnt af sér mestu óheil- indi sem nokkur stjórnmálamað- ur hefur gert svo mér rekur minni til. Á kosninganótt vorið 2006 tók hann upp viðræður við Framsókn- arflokk, Samfylkingu og VG um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Í þeim viðræðum óskaði hann eftir því að taka hádegismat og úr því matarhléi kom hann ekki aftur. Hann endur- tók síðan leikinn þegar hann myndaði meirihlutann við Sjálf- stæðisflokkinn í janúar síðastliðn- um og laug að samherjum sínum allt fram að því að hann birtist í fjölmiðlum með málefnasamning við Sjálfstæðisflokkinn upp á vas- ann,“ segir í yfirlýsingu Óskars. Aðspurð hvort hún taki undir yfirlýsingu Óskars Bergssonar segir Svandís Svavarsdóttir, odd- viti VG í borgarstjórn, það áður hafa komið fram að Ólafur F. Magnússon hafi logið að þeim heilan dag í aðdraganda myndun- ar núverandi meirihluta. „Óskar er að draga fram hversu hlægilegt það er að tala um hei- lindi og heiðarleika og hafa samt þennan feril í samskiptum við aðra stjórnmálamenn,“ segir Svandís. gar@frettabladid.is Segir Ólaf vera með svik skrifuð á ennið Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins segir Ólaf F. Magnússon vera lyginn óheil- indamann. Aðstoðarkona borgarstjóra segir að ekki skuli draga heiðarleika Ólafs í efa í þessum efnum eða öðrum. MINNIHLUTINN Fyrrverandi samherjar sækja nú hart að borgarstjóranum í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Gus Gus tónleikar Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting á 4* hóteli ásamt morgunverði og miði á tónleikana. 69.900 kr. Verð á mann í tvíbýli 4.–7. júní í Varsjá F í t o n / S Í A Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Kringlunni • sími 568 1822 www.polarnopyret.is Ert þú sátt/ur við mánaðarlaun Jakobs Frímanns Magnússonar sem verkefnisstjóra hjá Reykja- víkurborg? Já 31% Nei 69% ÆTLARÐU Á VÖLLINN Í SUMAR? Segðu skoðun þína á vísir.is BORGARMÁL „Ég reikna með því að segja af mér formennsku í hverfis- ráði og varaformennsku í menn- ingar- og ferðamálanefnd en ég sit náttúrlega í fjölda annarra nefnda sem koma Reykjavíkurborg ekk- ert við,“ segir Jakob Frímann Magnússon, nýráðinn fram- kvæmdastjóri miðborgarinnar. „En hvort ég sitji í nefndunum áfram eða sitji þar sem áheyrnar- fulltrúi það á eftir að skýrast. Það er stjórnsýsla Reykjavíkurborgar sem tekur afstöðu til þess en ég hef sjálfur ákveðið að létta af mér þeirri ábyrgð sem fylgir for- mennskunni og varafor- mennskunni.“ Hann segir að leitað hafi til annarra áður en hann var ráðinn til starfa. „Fyrst var leitað til fyrrverandi miðborgarstjóra. Svo var leitað til annarra áður en komið var til mín,“ segir Jakob. „Ég afþakkaði í fyrstu vegna anna á öðrum vettvangi og þá var leitað til enn annarra. Það gekk ekki og þá var aftur leitað til mín og ég ákvað að reyna að losa mig úr öðrum verk- efnum og taka þessari miklu áskor- un. Þannig að tal um að starfið sé sniðið að mér er einfaldlega út í hött.“ Hann á fyrirtækið Bankastræti sem sinnir útgáfu, auglýsinga- og kynningarverkefnum. Hann segist nú þurfa að hverfa frá verkefnum á þeim vettvangi. Spurður hvað hann muni fá mikið í ökutækjastyrk segir hann: „Ég held að hann sé eitthvað um 15 þúsund, annars hef ég ekki verið að rýna svo mikið í öll atriði samningsins.“ - jse Leitað var til annarra áður en Jakob Frímann var ráðinn til starfa: Segir af sér nefndarformennsku JAKOB FRÍMANN MAGNÚSSON Borgarstjóra og skrifstofustjóra hans ber ekki saman um aðkomu skrifstofustjórans að ráðningu fram- kvæmdastjóra miðborgarmála. Regína Ásvaldsdóttir, skrifstofu- stjóri borgarstjóra, segist hafa ráð- lagt Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra að auglýsa starf miðborgarstjóra. Í ræðu í borgarstjórn á þriðjudag sagði Ólafur hins vegar það hafa verið sérstaka ábendingu skrifstofu- stjórans að í tilviki Jakobs væri um skammtímaráðningu að ræða og því þyrfti ekki að auglýsa starfið. „Hann var hafður með í ráðum frá fyrstu stundu í þessu máli og hefur raunar líka komið að ráðningu verkefnisstjóra inn á skrifstofuna, þar sem ég kom nú minnst að því máli frá upphafi til enda, en treysti ég mínum skrifstofustjóra og sú staða var ekki auglýst,“ sagði Ólafur í borgarstjórn um aðkomu skrif- stofustjórans að ráðningu Jakobs Frímanns Magnússonar. „Þar sem borgarstjóri kaus fremur að fá inn aðila með skömmum fyrirvara, vegna brýnna verkefna í miðborginni, þá staðfesti ég að það væri heimild fyrir því að ráða í störf sem væru eitt ár eða skemur,“ segir Regína í sinni yfirlýsingu og bætir því við að hún hafi ekki komið að ráðningarsamningi Jakobs. Ekki fékkst samtal við borgar- stjóra í gær en í yfir lýsingu sem aðstoðarkona hans, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, sendi frá sér áður en yfirlýsing skrifstofustjórans lá fyrir, segir að full eining hafi verið á skrifstofu borgarstjóra um að ráða í stöðu framkvæmdastjóra miðborg- armála með þeim hætti sem gert var. KOM EKKI AÐ RÁÐNINGU JAKOBS KJÖRKASSINN SAMGÖNGUR Fjöldi ökumanna varð fyrir óhappi vegna hálku og ófærðar í gær og langt fram á kvöld. Aðstoða þurfti fólk í gær á Steingrímsfjarðarheiði sem sat þar fast vegna ófærðar. Töluvert fannfergi er á heiðinni. Í Öxnadal varð útafakstur vegna hálku, en engin meiðsl urðu á fólki. Snjóað hefur víða á fjallvegi á Norðurlandi. Þá bárust fregnir af því að þrír bílar hefðu farið út af fyrir utan Akureyri á tíunda tímanum í gærkvöld. Upplýsingar um hvort slys urðu á fólki lágu ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun. - kóp Vetur konungur ekki farinn: Ófærð og hálka láta á sér kræla ÖRYGGISMÁL Kristján Möller sam- gönguráðherra tók nýtt tilkynn- ingakerfi Landhelgisgæslunnar í notkun á fimmtudag. Kerfið veld- ur byltingu í upplýsingagjöf varð- andi siglingar skipa og flutninga með hættuleg efni í farmi. Sigl- ingastofnun og Vaktstöð siglinga hafa undanfarin tvö ár unnið að gerð kerfisins og er þetta verkefni í samræmi við tilskipun Evrópu- ráðsins og lög og reglugerð um Vaktstöð siglinga. Öll ríki Evrópusambandsins, sem liggja að sjó eða reka kaup- skip undir eigin fána, auk Íslands og Noregs, vinna að eða hafa komið sér upp slíku kerfi. Kerfi allra landanna eru tengd miðlægum til- vísunargrunni þar sem hægt er að sækja upplýsingar um farm og ferðir skipa milli landa. Kerfið hefur verið nefnt Safe Sea Net. Þá stendur yfir endurnýjun alls fjar- skiptakerfis Vaktstöðvar siglinga, sem ljúka á í ágúst, og með þessum nýju kerfum er vaktstöðin vel í stakk búin til að sinna eftirlitshlut- verki sínu með siglingum í lögsög- unni, auk þess sem búnaðurinn nýtist við björgunarstörf á sjó. Samgönguráðherra tók nýja eft- irlitskerfið í notkun með því að senda fyrsta íslenska skeytið sem barst til allra hafna í Evrópu. Í ávarpi lagði hann áherslu á að með tilkomu tilkynningakerfisins væri mikilvægt öryggistæki komið í vopnabúr Landhelgisgæslunnar og búnaðurinn gagnist vel við björgunarstörf á sjó. - shá Nýtt eftirlitskerfi um siglingar og flutninga hættulegra efna tekið í notkun: Stórbætir siglingaöryggi TILKYNNINGAKERFI Kristján Möller bíður eftir að senda fyrsta skeytið. Forstöðu- menn Landhelgisgæslunnar fylgjast með. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.