Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 10. maí 2008 11 KJARAMÁL Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur gert kjarasamning við Icelandair og gildir hann út janúar 2009. Samkvæmt samningnum fá flugmenn Icelandair 3,3 prósenta launahækkun. Til viðbótar eru ýmis atriði sem skila mismunandi miklu, meðal annars eftir áætlunar- og leiguflugi. Jóhannes Bjarni Guðmundsson, formaður atvinnuflugmanna, segir að flugmenn líti á samning- inn sem sáttasamning til að komast að samningsborðinu aftur eftir næstu áramót. „Í okkar huga er þetta biðleikur, við erum að fresta samningaviðræðum fram á næsta ár,“ segir hann. - ghs Atvinnuflugmenn: Fá 3,3 prósenta launahækkun SJÁVARÚTVEGUR Sjávarafurðir voru 41 prósent alls útflutnings fyrstu þrjá mánuði þessa árs og var verðmæti þeirra 15,4 prósentum minna en á sama tíma árið áður. Útfluttar sjávarafurðir námu 32,4 milljörðum króna fyrstu þrjá mánuði ársins en voru fyrir sama tímabil í fyrra um 35 milljarðar. Útfluttar iðnaðarvörur voru nær helmingur alls útflutnings og var verðmæti þeirra 11,7 prósentu m meira en árið áður. Verðmæti áls fór úr tæpum 23 milljörðum króna fyrstu þrjá mánuði í fyrra í rúma 27 millj- arða í ár. - shá Útfluttar vörur árið 2008: Verðmæti sjáv- arfangs minna ÚTSKIPUN Verðmæti útflutts sjávarfangs minnkar stöðugt í hlutfalli við útflutt ál. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BAUGSMÁL Hæstiréttur hefur ákveðið að tak- marka ræðutíma sækjanda og verjenda í Baugsmálinu við samtals þrettán klukku- stundir, deilt niður á tvo daga. Málið verður flutt 14. og 15. maí, og er búist við að dómur falli fyrir miðjan júní. Báðir aðilar áttu upphaflega að fá sex klukkustund- ir fyrir málflutning, en sækjandi óskaði eftir einni klukkustund til viðbótar. Málflutningur í héraðsdómi tók samtals fjóra daga. „Mér finnst þetta eðlilegt,“ segir Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar. Fyrir liggi skriflegar greinargerðir og héraðsdómur. „Ég held að lengri málflutning- ur en þetta hafi engan tilgang,“ segir Gestur. „Við lögum okkur að aðstæðunum,“ segir Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissak- sóknari í málinu. Hann segir að þetta muni leiða til þess að ræðurnar verði óáheyrilegri, og meira vísað í gögn í stað þess að lýsa því sem þar komi fram. Sakborningar í málinu eru þrír; Jón Ásgeir Jóhannesson, Tryggvi Jónsson og Jón Ger- ald Sullenberger. Jón Ásgeir og Jón Gerald fengu þriggja mánaða skilorðsbundna dóma í héraði fyrir bókhaldsbrot. Tryggvi fékk samtals tólf mánaða skilorðs- bundinn dóm fyrir fjárdrátt og bókhaldsbrot. Jón Ásgeir og Tryggvi voru sýknaðir í fjöl- mörgum öðrum ákæruliðum. - bj Hæstiréttur setur sækjanda og verjendum í Baugsmálinu þröng tímamörk við málflutning um miðjan maí: Málið flutt á þrettán klukkustundum GESTUR JÓNSSON HLAKKAR TIL AÐ KYNNAST BÖRNUNUM SÍNUM AFTUR Hlutverki Sigurðar Tómasar Magnússonar sem setts ríkissaksóknara í Baugsmálinu lýkur eftir að dómur fellur í Hæsta- rétti. Hann hefur meðfram því starfi sinnt kennslu í Háskólanum í Reykjavík, og reiknar nú með að snúa sér alfarið að kennslunni. „Dagarnir hafa oft verið ansi langir,“ segir Sigurður Tómas. Hann ætlar að eyða meiri tíma með fjölskyldunni nú þegar þessu gríðarlega umfangsmikla dómsmáli er að ljúka. „Ég hlakka til að fá að kynnast börn- unum aftur,“ segir hann kíminn. KÍNA, AP Veirufaraldur í Kína hefur nú orðið 34 börnum að fjörtjóni svo vitað sé, að tveimur meðtöldum sem tilkynnt var um í gær. Þúsundir til viðbótar eru sýkt. Bandarísk stjórnvöld hafa nú boðist til að leggja fram aðstoð í baráttunni gegn útbreiðslu sýkingarinnar, sem er talin vera stökkbreytt afbrigði af hand-, fót- og munnsjúkdómi. Mike Leavitt, heilbrigðisráðherra Bandaríkj- anna, mun ræða málið við kínverska ráðamenn í Peking í næstu viku, en heimsókn hans hafði verið skipulögð áður en veirufaraldurinn kom upp. - aa Veirufaraldur í Kína: Á fjórða tug barna dáin Vegvísir í gegnum framrúðu Ökumaður keyrði á vegvísi á Gaul- verjabæjarvegi austan við Selfoss um um hádegisbil í gær. Vegvísirinn fór í gegnum framrúðu og rakst í höfuð farþega en hann slapp með lítils hátt- ar meiðsl. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. SELFOSS Átján barna móðir Bandarísk kona, sem eignast hefur 17 börn, er nú þunguð á ný og á von á átjánda barninu um næstu áramót. Michelle Dugar, heitir hún, býr í Tontitown í Arkansas og er 41 árs. Elsta barnið er nú tvítugt en það yngsta níu mánaða. BANDARÍKIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.