Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 38
[ ]
Ragnhildur Magnúsdóttir, dag-
skrárgerðarkona á Bylgjunni,
hefur ferðast víða um heiminn.
Sjálf er hún alin upp í San
Francisco en íslensk náttúra er
alltaf í mestu uppáhaldi.
„Kína er mjög ofarlega á vin-
sældalistanum yfir þá staði sem
ég hef heimsótt. Ég hef ferðast til
fjölda landa í Evrópu og Norður-
Ameríku og það er einfaldlega ólík
öllu því sem ég hef áður séð,“
segir Ragnhildur Magnúsdóttir,
dagskrágerðarkona á Bylgjunni.
„Við ferðuðumst nánast þvert
yfir Kína í lest og sáum mikið af
daglegu lífi heimamanna. Enda
markmiðið frá upphafi að ferðast
á eigin vegum í stað þess að fara á
fjölsótta ferðamannastaði,“ segir
Ragnhildur sem eyddi tveimur
vikum í Kína ásamt sambýlis-
manni sínum. „Kínverjar eru ynd-
islegt fólk, hógværir og mér finnst
eitthvað mjög þægilegt við þá.
Leiðsögukonan okkar var engin
undantekning og hún meðal ann-
ars sýndi okkur Kínamúrinn. Þar
gengum við tíu kílómetra leið og
sáum yfir til Mongolíu. Þetta var
án efa toppurinn á ferðinni,“
útskýrir Ragnhildur brosandi og
lýsir Hong Kong sem algjörri upp-
lifun. „Borgin er engu lík restinni
af Kína, hún minnir örlítið á mína
heimaborg, San Francisco, enda
við sjóinn. Samtímis er hún mikil
viðskiptaborg, á borð við New
York, nema bara kínversk.“ Um
helgina dvelur Ragnhildur fyrir
vestan á heimildarmyndahátíðinni
Skjaldborg á Patreksfirði þar sem
hún frumsýnir á sunnudag From
Oakland to Iceland: A hip hop
homecoming, sem er fyrsta heim-
ildarmynd hennar. „Það er mikill
heiður fyrir mig að fá að sýna
þessa mynd á Skjaldborg. En auk
þess hlakka ég mikið til að komast
í tæri við náttúruna. Enda vita
þeir sem þekkja mig að mér líður
best í lopapeysu upp við einhvern
klett úti á landi,“ segir hún hlæj-
andi en bætir þó við: „Þrátt fyrir
að hafa ferðast til yfir tuttugu
landa í nokkrum heimsálfum er
Ísland og íslensk náttúra alltaf fal-
legast í heimi.“ rh@frettabladid.is
Stígvél er gott að hafa í bílnum þegar ferðast er innanlands.
Það er aldrei að vita hvenær þau geta komið að gagni við
náttúruskoðun.
Næsta stopp Patreksfjörður
Ragnhildi fannst sérstaklega gaman að
koma á Kínamúrinn.
BÍLALEIGUBÍLAR
SUMARHÚS Í DANMÖRKU
Sumarhús
Útvegum sumarhús í
Danmörku af öllum stærðum
Fjölbreyttar upplýsingar á
www.fylkir.is
LALANDIA - Rødby
Lágmarksleiga 2 dagar.
LALANDIA - Billund
Nýtt frábært orlofshúsahverfi
rétt við Legoland.
Ódýrari bílaleigubílar
fyrir Íslendinga.
Bílar frá dkr. 1.975.- pr. viku.
Innifalið í verði;
ótakmarkaður akstur, allar
tryggingar, engin sjálfsábyrgð.
( Afgr.gjöld á flugvöllum).
Höfum allar stærðir bíla, 5 – 7
manna og minibus 9 manna og
rútur með eða án bílstjóra.
MasterCard
Mundu
ferðaávísunina!
Montreal
!"
#
$%&'($'&)*'* +
,-./0 1 23,
1 23,
! "
#
$
%
& # '
#
() *+ ( ,-
. /0122
112
3 &4 #5
'6 , 7()
8 5$ 3, 9
) - 8
() *,4)
+ ( ,-
. /0:22
.
6 ;/
2;<
=> ?# <;/
/ .
8 @
1<22
$
(@ % % 7
!"#$%&&&
Veiðar fyrir ferðamenn
SJÓSTÖNG OG HÁKARLAVEIÐI ERU MEÐAL AFÞREYINGARMÖGULEIKA HJÁ
GISTIHEIMILINU MÁVAHLÍÐ Á VOPNAFIRÐI.
Mávahlíð er gisti-
heimili á Tanga í
Vopnafirði og þar er
hægt að taka á móti
ellefu manns í gist-
ingu. Það stendur
niðri við bryggju, svo
stutt er að fara til að
hoppa um borð í bát-
ana sem sigla með
veiðiglaða ferðamenn
út á sjóinn. Á sjó-
stöngina er farið með
allt að sjö manns í
ferð sem tekur um
tvo tíma. Hákarlaveið-
ar verða í boði í júní
og júlí og hægt er
að velja um tíu tíma
ferð, þar sem farið er að kvöldi og komið að morgni, eða fjögurra til fimm
tíma ferð. Í þeirri fyrrnefndu er farið með viðeigandi færi og svo er hákarla-
lína dregin í lokin en í þeirri seinni er bara dregin lína.
„Það er alltaf töluvert um hvali á okkar leið þegar við erum í þessum ferð-
um,“ segir Guðni Ásgrímsson sem á Mávahlíð ásamt konu sinni Jóhönnu
Aðalsteinsdóttur. Þau eru með vefsíðuna www.123.is/mavahlid -gun
Kína vakti mikla athygli Ragnhildar en samt er íslensk náttúra alltaf hjarta hennar
næst. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR