Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 108

Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 108
FÓTBOLTI Í dag er sögulegur dagur fyrir íslenska knattspyrnu þegar fyrsta tólf liða deildin í sögu efstu deildar karla fer af stað. Allir sex leikirnir fara fram í dag, fimm klukkan 14 og svo opn- unarleikur mótsins milli Keflavík- ur og Íslandsmeistara Vals í Kefla- vík. Leikirnir klukkan tvö eru á milli KR og Grindavík á KR-velli, ÍA og Breiðabliks upp á Skaga, Fylkis og Fram á Fylkisvelli, Þróttar og Fjölnis í Laugardal og svo á milli HK og FH á Kópavogs- velli. Fréttablaðið mun eins og áður fjalla um alla leiki deildarinnar og gefa leikmönnum einkunn á bilinu 1 til 10 og í töflunni sem fylgir má sjá fyrir hvað hver tala stendur fyrir. - óój FYRIR HVAÐ STENDUR EINKUNNAGJÖFIN: 10 í einkunn Stórkostlegur 9 Frábær 8 Mjög góður 7 Góður 6 Þokkalegur 5 Í meðallagi 4 Slakur 3 Mjög slakur 2 Skelfilegur 1 Ekki nothæfur 56 10. maí 2008 LAUGARDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ SPÁIR VAL 1. SÆTINU Í LANDSBANKADEILD KARLA 2008 GENGI SÍÐUSTU ÁRA 2007 1. sæti í A-deild 2006 3. sæti í A-deild 2005 2. sæti í A-deild 2004 1. sæti í B-deild 2003 10. sæti í A-deild 2002 1. sæti í B-deild AÐRIR LYKILMENN GENGI Á VORMÓTUNUM ■ Sigrar ■ Jafntefli ■ Töp 1 9 1 ATLI SVEINN ÞÓRARINSSON PÁLMI RAFN PÁLMASON BALDUR INGIMAR AÐALSTEINSSON > LYKILMAÐURINN Helgi Sigurðsson reyndist heldur betur góð kaup fyrir Val. Valsara hafði sárlega vantað alvöru markaskorara og hann fundu þeir í Helga í fyrra. Helgi spilaði frábærlega og skoraði 12 mörk fyrir Valsmenn og mörg hver gríðarlega mikilvæg. Valsmenn ætlast til þess að Helgi skili álíka öflugu verki í sumar og hann verður ef að líkum lætur einn skæðasti framherji deildarinnar aftur þetta árið. > X-FAKTORINN Guðmundur Benediktsson hefur gengið í endurnýjun lífdaga í Valsbúningnum. Algjör lykilmaður í spili meistaranna og leggur upp flest mörk liðsins. Guðmundur er ekki að yngjast og Valsmenn þurfa að treysta á töfra hans og vona að hann meiðist ekki. Valur vann Íslandsmeistaratitilinn á eftir- minnilegan hátt síðasta sumar og Valsmenn gera þá kröfu að liðið hampi Íslandsmeist- aratitlinum aftur í sumar. Það er reyndar ekki að ástæðulausu enda teflir Valur nánast fram sama liði. Engir lykilmenn hurfu á braut, en Valsmenn hafa bætt við sig framherjanum Alberti Inga- syni frá Fylki og hinn ungi Ingólfur Sigurðs- son kemur frá Heerenveen. Valur fékk reyndar einnig miðvörðinn efnilega Kristj- án Hauksson frá Fram, en tók þá undarlegu ákvörðun að lána hann til nýliða Fjölnis án þess að eiga möguleika að kalla hann til baka. Valur samdi aftur við miðvörðinn sterka, Barry Smith, en hann og Atli Sveinn mynduðu frábært miðvarðapar í fyrra. Barry er reyndar nýkominn úr aðgerð og spurning hversu heill hann er. Valsmenn hafa einnig áhyggjur af fram- herjamálunum, enda Helgi búinn að vera meiddur, og svo meiddist Dennis Bo Mor- tensen í Meistarakeppninni. Valsmenn hafa litið frábærlega út á und- irbúningstímabilinu og virðast vera talsvert öflugri en í fyrra. Þeir spila leiftrandi sóknarbolta þar sem Pálmi Rafn Pálmason hefur farið á kostum. Valur er liðið sem önnur lið verða að leggja til að verða meistarar, en það verður þraut- in þyngri þar sem meistararnir eru gríðar- sterkir og verða klárlega illviðráðanlegir í sumar. Gríðarsterkir meistarar FÓTBOLTI Vísir og Fréttablaðið munu standa að boltavakt í sameiningu í sumar en allir leikir í Landsbankadeild karla verða þar með í beinni útsendingu á www.visir.is. Þar verður hægt að fylgjast með öllum leikjum í einu og fá allar mikilvægustu upplýsingarn- ar beint í æð. - hbg Landsbankadeild karla: Boltinn í beinni FÓTBOLTI Valsmönnum var spáð Íslandsmeistaratitlinum annað árið í röð í spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna í vikunni, en þeir þurfa þá að gera það sem meistaraliðum félagsins hefur mistekist í meira en 40 ár - að verja titilinn. Það sem meira er: fyrsti leikur í titilvörn hefur sjaldnast endað vel vel fyrir Vals- menn sem heimsækja Keflvík- inga suður með sjó klukkan 16.15 í dag. Í síðustu tvö skipti hafa Vals- menn tapað fyrsta leik í titilvörn og í raun aðeins einu sinni unnið fyrsta leik á tímabil í síðustu sex skipti sem þeir hafa byrjað tíma- bilið sem meistarar. Það var árið 1981 þegar Valsliðið vann 3-0 sigur á erkifjendum sínum í KR á Mela- vellinum, en 1986 og 1988 var útkoman hins vegar allt önnur. Árið 1986 tapaði Valsliðið 1-2 fyrir Þór á Þórsmölinni í 1. umferð og töpuðu síðan öðrum leiknum 0-1 á heimavelli fyrir nýliðum Breiða- bliks. Valsliðið fór ekki í gang fyrr en í þriðja leik þegar liðið vann 4-0 stórsigur í Keflavík en þessi tvö töp gegn liðunum sem enduðu í 6. (Þór) og 9. (Breiðablik) sæti reynd- ust vera dýrkeypt því Valur tapaði titlinum á markatölu. Tveimur árum seinna eða 1988 tapaði Valsliðið 0-1 fyrir Fram í fyrsta leiknum sem fram fór á gervigrasinu í Laugardal. Guð- mundur Steinsson skoraði eina mark leiksins tveimur mínútum fyrir leikslok. Valsmenn náðu held- ur ekki að skora í næstu tveimur leikjum og voru komnir átta stig- um á eftir Fram eftir aðeins þrjár umferðir. Í lokin skildu síðan ein- mitt átta stig að liðin í efstu tveimur sætunum. Valsmönnum tókst heldur ekki að vinna fyrsta leik í titilvörn árin 1968, 1977 og 1979. 1979 gerði liðið 1-1 jafntefli við KR í fyrsta leik og vann síðan aðeins einn sigur í fyrstu sex leikjum sínum á tíma- bilinu. Þessi byrjun, 5 stig af 12 mögulegum, varð dýrkeypt því Íslandsmeistarar ÍBV urðu aðeins einu stigi á undan Hlíðarenda- mönnum. Tveimur árum áður tap- aði liðið tveimur fyrstu leikjum sínum, fyrst 3-4 á móti Breiðabliki og svo 0-2 á móti ÍA, og ÍA vann síðan á endanum titilinn með einu stigi meira en Valur. Árið 1968 tapað Valsliðið 1-3 fyrir ÍBV í fyrsta leik, en það var einmitt fyrsti leikurinn sem fram fór í Vestmannaeyjum í efstu deild. Valsmenn unnu síðast Íslands- meistaratitilinn tvö ár í röð 1966 og 1967 þegar Óli B. Jónsson var þjálfari liðsins, Árni Njálsson fyr- irliði og Hermann Gunnarsson var á sínum fyrstu árum í boltanum. ooj@frettabladid.is Titilvörnin hefur reynst Val erfið Íslandsmeisturum Valsmanna er spáð titlinum ann- að árið í röð en það eru liðin 40 ár síðan Valsliðinu tókst að verða meistarar tvö ár í röð. ÞEKKJA ÞETTA Willum Þór Þórsson og Guðmundur Benediktsson vörðu titilinn saman sumarið 2003 þegar þeir voru með KR. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FYRSTI LEIKUR VALS Í TITIL- VÖRN SÍÐUSTU 40 ÁR 1988 0-1 tap fyrir Fram 2. sæti 1986 1-2 tap fyrir Þór Akureyri 2. sæti 1981 3-0 sigur á KR 5. sæti 1979 1-1 jafntefli við KR 2. sæti 1977 3-4 tap fyrir Breiðabliki 2. sæti 1968 1-3 tap fyrir ÍBV 3. sæti Fyrsta umferðin í tólf liða Landsbankadeild karla: Sögulegur dagur 24.990 Alicante
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.