Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 26
26 10. maí 2008 LAUGARDAGUR KÆRA DAGBÓK Þráinn Bertelsson skrifar FÖSTUDAGUR, 2. MAÍ. Vísindatilraun Fórum austur í Bolholt með Andra og litlu Sól. Stoppuðum hjá Borg- hildi og Vilhjálmi, því að Andri ætlaði að gista hjá þeim til að leika við vin sinn og dótturson þeirra, Villa sem í félagahópnum gengur undir nafninu Villi litli, ekki vegna þess að hann sé svo smár, heldur vegna þess að hann er yngri en Villi stóri. Sumarbústaður Borghildar og Vilhjálms stendur við Hróarslæk (sem heitir reyndar fleiri nöfn- um). Af öllum lækjum á Íslandi er meira vatnsmagn í Hróarslæk en nokkrum öðrum og mun meira vatnsmagn en í mörgum vatnsföll- um sem bera titilinn ár. Við fórum austur án þess að taka með tölvu og í Bolholti höfum við hvorki tengt sjónvarp né Int- ernet. Þetta var vísindaleg tilraun til að komast að því hvort börn geti lifað í meira en 48 klukku- stundir án þess að sjá lifandi myndir. LAUGARDAGUR, 3. MAÍ. Helgargestir Skömmu fyrir hádegisbil komu helgargestirnir okkar í Bolholt. Árný og Össur með dæturnar prúðu, Birtu og Ingveldi. Við sótt- um Andra svo að hann færi ekki á mis við að hitta frænkurnar. Þá voru hann og Villi litli búnir að hoppa á trampólíni svo lengi að samanlagt hafa þeir örugglega verið búnir að stökkva langleiðina til tunglsins. Þrátt fyrir atvinnu sína er Össur gífurlega vel menntaður og víðles- inn, þannig að hann er bókmennta- legur ráðunautur minn, auk þess sem hann reynir stundum að útskýra fyrir mér leyndardóma raunvísinda. Þetta hef ég reynt að launa honum með því að segja honum til í pólitík. Síðan hann varð ráðherra á ný hef ég þó ekki þorað að ráðleggja honum eitt né neitt af ótta við að hann færi eftir því sem ég segi. Það rættist úr veðrinu þótt rign- ingarlegt væri í morgun. Við eydd- um deginum saman og gerðum okkur glaðan dag í mat og drykk og göngutúrum. SUNNUDAGUR, 4. MAÍ. Fuglalíf og rosknir og ráðsettir kettir Dagur mikillar slökunar. Gestirnir fóru um miðjan dag og eftir ryksugun og tiltektir náðum við í sund á Hellu og að komast heim í Fischerssund fyrir háttatíma. Kettirnir tóku á móti okkur með þessum venjulega ásökunarsvip sem þeir setja upp ef við förum út af heimilinu. Hér áður fyrr stung- um við þeim í sérstakt kattabox og tókum þá með í Bolholt. Núna eru þeir orðnir of gamlir og virðulegir til að ferðast í svipuðum þrengslum og flugfarþegar þekkja og fá að halda sig heima. Ég er ekki frá því að fuglalífið í Bolholti sé mun glaðværara núna en þegar kettirnir áttu til að birt- ast þar eins og léttfættar þrumur úr heiðskíru lofti. Börnin voru kát og hress þegar komið var til byggða og virtist ekki hafa orðið verulega meint af sjónvarps- og tölvuleysinu. Við komum svo seint í bæinn að við komumst ekki til að samfagna okkar kæra vini Ingólfi Margeirs- syni, sem hélt upp á sextugs- afmælið sitt. Það er nú meira hvað fólk eldist nú til dags. Ekki þó í andanum. MÁNUDAGUR, 5. MAÍ. Lán í óláni Frú Sólveig lenti í því að klessa fjölskyldubílinn. Samt er hún betri bílstjóri en ég, enda miklu lagnari við að komast hjá árekstrum á öllum sviðum. Það var þó lán í óláni við þetta óhapp að enginn meiddi sig eða fékk skrámu, þannig að þetta er eingöngu atvinnuskapandi og gott fyrir hagkerfið. Það var ekkert sérstaklega skemmtilegt að tala við bílaum- boðið til að koma bílnum í viðgerð. Þar sögðust þeir bara gera við bil- aða bíla, en bílar sem væru klesstir eftir árekstra yrðu að fara á allt annað verkstæði og ég yrði að snúa mér annað. Þetta þykja mér dáldið hjárænu- leg vinnubrögð hjá bílaumboði sem þykist bjóða góða þjónustu, en það eru til fleiri ágætar bílategundir ef að er gáð. ÞRIÐJUDAGUR, 6. MAÍ. Mikið verk að vera lif- andi Það er mikil vinna sem fylgir því að lenda í árekstri ef maður lifir hann af. Það þarf að tala við ótal aðila og hringja mörg símtöl. Reyndar er það frú Sólveig sem hefur borið hitann og þungann af þessu bílastússi sem er svo flókið og þreytandi að ég verð yfirleitt að leggja mig þegar hún er búin að setja mig inn í málin. MIÐVIKUDAGUR, 7. MAÍ. Bankarán og týndur hárbursti Loksins kom að því að einhver rændi banka. Tímasetningin á bankaráninu var þó ekki góð því að allir vita að bankarnir eru auralitlir þessa dag- ana, og eins hef ég áhyggjur af því að grunur falli á okkur Sólveigu þegar það spyrst út að við þurfum að borga sjálfsábyrgðina svo að tryggingafélagið okkar verði ekki fyrir tjóni út af árekstrinum. Annars eru það ekki stórfréttir þjóðfélagsins sem eru manni efst í huga þessa stundina heldur smærri atburðir; það eru smáat- burðirnir sem lífið gengur út á ef maður fær að lifa því í friði. Til dæmis fór litla Sól í klippingu og er nú komin með ennistopp auk þess sem hún lét taka vel af síðu hárinu. Kannski að þetta verði til þess að hárburstinn hætti að hverfa? Nú er borgarstjórinn í Reykja- vík búinn að ráða Jakob Magnús- son til að taka til hendinni í málum miðborgarinnar. Og borgarstjórn- arminnihlutinn kveinar út af því að starfið skuli ekki hafa verið auglýst og að 900 þúsund krónur á mánuði séu alltof hátt kaup. Reyndar er þetta gegn betri vit- und því að þetta er tímabundin ráðning og meira en tímabært að fá einhvern til að taka til hendinni meðan borgarstjórnin situr og röflar og heldur að stjórnmál gangi út á hver geti röflað mest. Skipulagsleysið í málum mið- bæjarins er algert. Með vissu millibili er samþykkt einhvers konar skipulag, en þetta orð, „skipulag“, hefur enga merkingu. Ástæðan fyrir því að skipulag er merkingarlaust orð er sú að þegar einhverjum hentar er búið til svo- kallað deiliskipulag fyrir ákveðna reiti til að þjóna hagsmunum eða lund þess sem ræður borginni hverju sinni. Síðan er málamynda- kynning á deiliskipulaginu og þeim sem eiga hlut að máli gefinn kostur á að tjá sig um það. Svo er hlegið dátt að andmælun- um og deiliskipulagið keyrt í gegn. Í alvöruborg sem er skipulögð af alvöruborgarfulltrúum getur maður gengið að því vísu að maður þurfi ekki að vakna upp við óvænta nýbyggingu á næsta barnaleik- velli, samkvæmt flunkunýju deili- skipulagi! Ég, sem íbúi í Miðborginni, býð Jakob velkominn til starfa. Hann er ekki öfundsverður af því mikla verki sem bíður hans. Ég mundi ekki treysta mér til að taka það að mér – og gæti ég þó notað 900 þús- und kallinn. Hvað eru borgarfulltrúar ann- ars með í kaup fyrir að ferðast og þrasa og deiliskipuleggja? FIMMTUDAGUR, 8. MAÍ. Alvöru fátæklingar? Alltaf hefur maður um nóg að hugsa. Í dag kynntu bankastjórar Seðlabankans skýrslu um „fjár- málastöðugleika“ og meta stöðuna þannig að „íslenska fjármálakerfið sé traust“. Þetta eru vitanlega góðar frétt- ir, en engu að síður vekur það athygli mína að Seðlabankinn telur að um 25 þúsund einstakling- ar á Íslandi skuldi meira en þeir eiga. Fólk sem lítið á er talið fátækt. En í þessu besta landi af öllum mögulegum löndum eru 25 þúsund sálir sem eiga minna en ekki neitt. Hvað eru venjulegir fátæklingar þá margir? Getur þjóð verið rík ef stór hluti hennar á minna en ekki neitt? Gæti ég sem hef bara einn lík- ama verið ríkur hægra megin en fátækur vinstra megin? Ríkur að framan, fátækur að aftan? Ríkur að utan, fátækur að innan? Hefur þjóðin einn líkama eða marga? Eina sál eða margar? Það eru greinilega ekki allir að gera það gott, en úr því að fjár- málakerfið er svona traust hljót- um við að geta gert eitthvað í málinu. Ein þjóðarsál eða margar? Í dagbók Þráins Bertelssonar er sagt frá 25 þúsund Íslendingum sem eiga minna en ekki neitt – venjulegir fátæklingar ekki með- taldir! Einnig er vikið að vísindatilraun með börn, fuglalífi, óvæntum árekstri, týndum hárbursta og dásemdum hversdagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.