Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 96
44 10. maí 2008 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is TÓNLISTARMAÐURINN BONO ER 48 ÁRA. „Sem rokkstjarna geng- ur mér tvennt til; ég vil skemmta mér og ég vil breyta heiminum. Ég hef aðstöðu til að gera hvort tveggja.“ Írski rokkarinn Bono hefur verið aðalsöngvari U2 síðan 1976 en er ekki síður þekktur sem virkur mannréttinda- og friðarsinni. Í dag eru 68 ár liðin síðan breskt herlið var sett á land í Reykjavík, hertók bæinn og ná- grenni hans. Hernám- ið var gert í öryggisskyni og án alls fjandskapar við íslensku þjóðina, en það var klukkan þrjú að nóttu sem ýmsir Reykvíkingar vökn- uðu við flugvélagný. Þegar betur var að gáð sást stór flugvél á sveimi yfir bænum, sem varpaði niður flugmið- um og var fyrsti boðberi hernámsins. Laust fyrir klukkan fjögur komu nokk- ur herskip inn á ytri höfnina og um fimmleytið lagðist tundurspillir upp að hafnarbakkanum framan við Hafn- arhúsið. Þar gekk fyrsta herlið á land, en alls voru í flotadeild- inni sem hingað kom sjö herskip, tvö beitiskip og fimm tundurspillar. Fyrstu hermennirnir fóru rakleiðis í bústað þýska ræðismanns- ins í Túngötu og hand- tóku dr. Gerlach, fjöl- skyldu hans og allmarga Þjóðverja í Reykjavík, en fangarnir voru fluttir um borð í herskip. Hermennirnir voru allir mjög vopnum búnir, gengu hratt um bæinn og sýnilegt að hver sveit hafði sitt ákveðna hlutverk að vinna. Liðið dreifði úr sér um allan miðbæinn og var hervörður á götuhornum, vegin- um við Elliðaár, í Fossvogi, á Vatns- endahæð og í Gufunesi. ÞETTA GERÐIST: 10. MAÍ 1940 Bretar taka Ísland hernámi Ástkær móðir okkar, amma og langamma, Bjarney Ingibjörg Kristjánsdóttir Aðalstræti 26a, Ísafirði, andaðist á heimili sínu aðfararnótt sunnudagsins 4. maí. Útför hennar fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 17. maí. kl. 14.00. Helgi Kristján Sveinsson Guðmundur Sigurður Sveinsson Alda Kolbrún Haraldsdóttir Sigríður Kristín Sveinsdóttir Guðmundur Páll Kristjánsson Margrét Sveinsdóttir Bjarni Jón Sveinsson Elzbieta Pawluczuk Berglind Sveinsdóttir Pálmi Ólafur Árnason Sveinbjörg Sveinsdóttir Kristinn Halldórsson ömmubörn, langömmubörn og aðrir ástvinir. 50 ára afmæli Í tilefni af fi mmtugsafmæli mínu tek ég á móti gestum í Kiwanishúsinu, Smiðjuvegi 11, Gul gata, sunnudaginn 11. maí kl. 20.00. Allir velkomnir. Bestu kveðjur Jóhann Sigfússon Þökkum aðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, Jónasar Aðalsteinssonar Brúarlandi, Þistilfirði, sem lést laugardaginn 19. apríl. Arnþrúður Margrét Jónasdóttir Sigurvin Hannibalsson Eðvarð Jónasson Kristjana Benediktsdóttir Jóhannes Jónasson Svanhvít Kristjánsdóttir Sigrún Lilja Jónasdóttir Rúnar Guðmundsson Sólveig Þórðardóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, Guðrúnar Þorsteinsdóttur Hrafnistu, Hafnarfirði. Starfsfólki Hrafnistu í Hafnarfirði sendum við sérstak- ar þakklætiskveðjur. Helga Henrysdóttir Henry Þór Henrysson Gíslína Garðarsdóttir, Haraldur Henrysson Elísabet Kristinsdóttir, Hálfdan Henrysson Edda Þorvarðardóttir, Hjördís Henrysdóttir Gísli Þorsteinsson, Þorsteinn Á. Henrysson Lára Erlingsdóttir og ömmubörnin. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þorgerður Guðmundsdóttir Dalbæ, Dalvík, áður til heimilis að Víðilundi 24, Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar 24. apríl sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Helgi Jónatansson Ólöf Maríusdóttir Örn Berg Guðmundsson Ragnhildur Gröndal Guðm. Ingi Jónatansson Guðrún Konráðsdóttir Jón Geir Jónatansson Kristín Jósteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Nú um hvítasunnuna er þess minnst á Akranesi að Skagamaðurinn Theódór Einarsson hefði orðið 100 ára 9. maí. Theódór var einn þekktasti dægur- laga- og revíuhöfundur Íslands í ára- tugi, en flestir muna enn söngvatext- ana Angelínu, Á hörpunnar óma, Kata rokkar og gamanvísurnar Allt í græn- um sjó og Amma þín hvað. „Theódór ólst upp við algeng sveita- störf á Leirárgörðum í Leirársveit, elstur í hópi átta systkina. Búið var stórt með mörgu vinnufólki og þegar Teddi var nítján ára kom á heimil- ið söngelsk og veraldarvön kaupa- kona úr Reykjavík. Hún kunni vin- sæl dægurlög úr danshúsum borgar- innar og kenndi Tedda; meðal annars franska sönginn um tregafullt líf Ang- elínu. Theódór, sem var ákaflega til- finninganæmur og rómantískur, og einmitt á þeim tíma að lesa sögu um harmi lostinn pilt sem hafði orðið fyrir mikilli ástarsorg, gerði sinn fyrsta dægurlagatexta við þetta fallega lag sem seinna naut mikilla vinsælda með Dúmbó og Steina,“ segir rithöfundur- inn Bragi Þórðarson sem ritað hefur margt um ævidaga Theódórs. „Theódór flutti ungur til Akra- ness og starfaði þar lengst af ævinn- ar. Hann var sönghneigður og hafði ungur fengið heimakennslu á orgel en eignaðist líka einfalda harmoníku. Seinna sótti hann orgelnám á Akranesi og í Reykjavík, þar sem hann stund- aði leikhúsin,“ segir Bragi og minn- ist sumarsins 1936 í lífi Theódórs.„Þá fór Teddi í vegavinnu norður í Skaga- fjörð og það voru skemmtilegir tímar. Heimasætur í sveitinni renndu hýru auga til hinna heimsvönu vegavinnu- sjarmöra sem kunnu ýmislegt fyrir sér í skemmtanalífinu. Theódór hafði harmoníkuna með sér og þótti skemmtilegt að taka fáein dansspor í grasinu. Í vegavinnuflokknum eign- aðist Theódór tvo góða vini. Annar þeirra var Daði Hjörvar og hinn Pétur Thorsteinsson, síðar sendiherra. Daði hafði þá nýlega lært vinsælt dægur- lag, sem hann kenndi Tedda, en þess- ir þrír sungu saman í tjöldunum við harmoníkuundirleik á björtum sum- arkvöldum. Þarna í sumarsælunni varð svo til einn af vinsælustu textum Tedda: „Á hörpunnar óma við hlustum í kvöld“,“ upplýsir Bragi um sinn góða vin sem á lífsleiðinni vann algeng störf við fiskvinnslu, bifreiðastjórn, búðar- rekstur og afgreiðslustörf; síðast sem bensínafgreiðslumaður hjá Skeljungi á Akranesi, til 75 ára aldurs. „Teddi stofnaði ungur hljómsveit- ina „Káta stráka“ haustið 1936 og spil- uðu þeir félagar á böllum á Akranesi og í Borgarfirði um nokkurt skeið. „Þá voru böllin til fjögur á nóttunni,“ sagði Teddi. „Ekkert fyllirí, en nokkr- ir mjúkir“,“ segir Bragi og brosir að minningunni. „Á stríðsárunum hófst hinn eiginlegi skáldferill Tedda. Hann samdi marga texta sem lífguðu upp á tilveruna, eins og Ástandsvísurnar sem hann gerði þegar breski herinn kom á Skagann, kvenmannslausir í kulda og trekki. Þá voru dömurnar til í tuskið, stefnumót- in blómstruðu á Langasandi, í kirkju- garðinum eða mógröfunum, og Alfreð Andrésson söng vísurnar inn á plötu við fádæma vinsældir.“ Theódór samdi um ævina fjölmörg dægurlög og texta sem unnu til verð- launa í danslagakeppnum, ásamt því að semja gamanvísur og texta fyrir fjölda leikara og skemmtikrafta. Hann andaðist 8. ágúst 1999. „Theódór var glaðsinna og gaman- samur, næmur á hið skoplega, eins og gamanvísurnar vitna um, en jafn- framt mikill tilfinningamaður og fagurkeri, eins og dægurlagatextar hans bera með sér. Margir þeirra eru ortir á viðkvæmum stundum í einka- lífi hans og sumir þrungnir trega og angurværð. Þannig var hann marg- skiptur persónuleiki. Lög hans og ljóð hafa vakið gleði og ljúfar minningar. Samferðamenn hans þakka honum og gleyma ekki.“ thordis@frettabladid.is THEÓDÓR EINARSSON DÆGURLAGAHÖFUNDUR: ALDARMINNING Á AKRANESI Tilfinningamaður og fagurkeri ALDARMINNING Dægurlagahöfundurinn Theódór Einarsson hefði orðið 100 ára í gær. Hann var glaður og hress í andanum og brosti til sam- ferðafólks um leið og hann ók gamla Skódanum sínum daglega um götur Akranesbæjar, þá fast kominn að níræðu. MYND/ÚR FJÖLSKYLDUSAFNI THEÓDÓRS. Á hörpunnar óma við hlustum í kvöld, mín hjartkæra draumfagra meyja. Tunglskinið hefur sín töfrandi völd, meðan tónarnir síðustu deyja. Í hillingum sjáum við sólfagra strönd, þar svífum við tvö ein um draumfög- ur lönd. Tunglskinið hefur sín töfrandi völd, meðan tónarnir síðustu deyja. Á HÖRPUNNAR ÓMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.