Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 63
www.kirkjan.is
n Öflugt tónlistar- og menningarstarf
Innan Þjóðkirkjunnar starfa rúmlega hundrað kirkjukórar, auk fjölda barna- og
unglingakóra. Um 2000 manns taka þátt í kórum á vegum Þjóðkirkjunnar. Í sumum
sóknum eru gospelkórar starfandi og öflugt tónlistarlíf einkennir víða kirkjustarfið.
Tónlist er ríkur þáttur í helgihaldi kirkjunnar, en einnig í barnastarfi og æskulýðsstarfi.
Kórarnir eru víða mikilvægur þáttur í menningarlífi sveitarfélaga eins og sést á þeim
fjölmörgu tónleikum sem haldnir eru til dæmis á aðventu og á vorin.
Öflugt lista- og menningarstarf er í kirkjum um allt land. Myndlistarsýningar eru
haldnar víða. Árlega veitir Þjóðkirkjan kvikmyndaverðlaun í samstarfi við Alþjóðlega
kvikmyndahátíð í Reykjavík.
n 12–15.000 börn taka þátt í barnastarfinu
Tólf til fimmtán þúsund börn sækja árlega Barnastarf kirkjunnar. Barnastarfið nær
auk sunnudagaskólans yfir margs konar annað starf, svo sem skipulagt starf í
fjölmörgum söfnuðum fyrir 6-9 ára börn og 10-12 ára börn, barnakóra og fleira.
n Æskulýðsstarf fyrir unglinga frá 13 ára aldri
Mikill vöxtur hefur verið í æskulýðsstarfi undanfarin ár og koma jafnan nokkur
hundruð börn á landsmót æskulýðsfélaga sem haldin eru árlega. Í Þjóðkirkjunni er
einnig starfræktur leiðtogaskóli fyrir æskulýðsleiðtoga þar sem unglingarnir fræðast
um gildismat, hlutverk leiðtoga sem fyrirmyndir, tjáningu, um sorg og áföll svo
eitthvað sé nefnt. Síðasta vetur voru 120 unglingar við nám í leiðtogaþjálfun í
Þjóðkirkjunni víða um land.
Auk fræðslu fyrir börn og unglinga er fullorðinsfræðslu sinnt innan kirkjunnar, meðal
annars með Alfa námskeiðum um grunnatriði trúarinnar, og með fjölbreyttum
námskeiðum um trú og tilveru. Bænahópar starfa víða í kirkjum og hópum sem
vinna eftir 12 spora kerfinu innan kirkjunnar fer fjölgandi.
n Kærleiksþjónusta
Með kærleiksþjónustu er átt við það hlutverk kirkjunnar að bera umhyggju fyrir
náunganum og koma honum til hjálpar. Það birtist meðal annars í sálgæslu, sem öll
sóknarbörn eiga aðgang að og í margvíslegu starfi meðal þeirra sem þurfa aðstoð
eða vináttu. Þá er einnig unnið á alþjóðavettvangi í gegnum Hjálparstarf kirkjunnar
og Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Innan Þjóðkirkjunnar starfa meðal annars
fangelsisprestur, prestur heyrnarlausra, prestur fatlaðra og sjúkrahúsprestar og
djáknar starfa á sjúkrastofnunum. Fjölskylduþjónusta kirkjunnar tekur á móti fólki í
viðtöl vegna ýmissa erfiðleika.
n Í hópi þjóðanna
Aukin fjölmenning setur svip sinn á allt mannlíf á Íslandi. Þjóðkirkjan vill taka vel
á móti því fólki sem hingað flytur. Árið 1996 var prestur settur til að þjóna
innflytjendum á Íslandi og hann þjónar fólki, án tillits til trúarbragða. Reglulegt
samstarf hefur verið við kaþólsku kirkjuna sem nýtir kirkjur Þjóðkirkjunnar víða
um land fyrir helgihald. Í æskulýðsstarfi hefur verið lögð áhersla á að berjast
gegn kynþáttafordómum. Nýir Íslendingar hafa einnig tekið virkan þátt í
kirkjustarfi og helgihaldi hér. Það er fagnaðarefni og auðgar kirkjustarfið.
n Í hópi kirknanna
Þjóðkirkjan tekur virkan þátt í samstarfi kristinna trúfélaga hér á landi. Hún tekur
þátt í alþjóðlegu kirknasamstarfi, bæði við nágrannakirkjur okkar á Norðurlönd-
um og Bretlandseyjum, lútherskar kirkjur um heim allan og kirkjur í Evrópu og
um allan heim í gegnum kirknasamtök. Lútherska heimssambandið og
Alkirkjuráðið eru virk í hjálpar- og þróunarstarfi, mannréttindabaráttu og í því að
vinna stöðugt að samræðu og samvinnu milli ólíkra kirkjudeilda og stuðla þannig
að einingu kristinnar kirkju.
n Í hópi trúaðra
Á Íslandi eru um 30 trúfélög skráð og enn fleiri starfandi.
Þau tilheyra bæði kristinni trú og öðrum trúarbrögðum.
Þjóðkirkjan átti frumkvæði að stofnun samráðsvettvangs
trúfélaga, til að efla og bæta samskipti milli ólíkra
trúarbragða.
n Aðgengi og samræða
Á trúmálavef Þjóðkirkjunnar, www.trú.is, er hægt að skrá sig og fá bænir og
ritningarvers í morgunpóstinum. Þar er einnig hægt að bera fram spurningar um
trúmál og lesa pistla um trúna og tilveruna. Þarna er einnig að finna stærsta
predikanasafn landsins, um 850 predikanir.
Sunnudagana 22. og 28. júní verður öflugt barnastarf
og sunnudagaskóli á Stóru Gospelhátíðinni í
Hafnarfirði. Á meðan krakkarnir skemmta sér geta
þau sem eldri eru valið um fjóra skemmtilega
fyrirlestra um mismunandi efni, í fjórum sölum.
Frítt er á alla fyrirlestra. Munið að taka daginn frá!
SUNNUDAGASKÓLI
& fyrirlestrar