Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 18
18 10. maí 2008 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björgvin Guðmundsson og Björn Ingi Hrafnsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 UMRÆÐAN Kristrún Heimisdóttir skrifar um utanríkismál Í hádegisviðtali Stöðvar 2 á mánudag-inn tókst Steingrími J. Sigfússyni að setja fimm sinnum fram ósannar staðhæfingar á fimm mínútum í drottningarviðtali um varnir Íslands. Hann ber ábyrgð gagnvart almenningi sem fulltrúi í utanríkismálanefnd með aðgang að trúnaðarupplýsingum en vanvirðir þá ábyrgð með því að segja almenningi ekki satt. Þetta eru atriðin fimm: 1. Steingrímur sagði loftvarnarkerfið óþarft því það væri hvort er eð fylgst með Rússaflugi „af öðrum aðilum“. Hið rétta er að ef slökkt yrði á íslenska loftvarnarkerfinu sæi enginn vélarnar, þær hyrfu af ratsjám til stórhættu fyrir borgara- legt flug. 2. Steingrímur sagði að Ísland ætti að „halda uppi eðlilegu eftirliti“ sem við „gerum með borgaralegu flugi“. Hið rétta er að loftvarnarkerfið er einmitt notað í stjórnun borgaralegs flugs á Íslandi. 3. Steingrímur gagnrýndi að „núna“ væri að fara af stað „einhver nefnd“ til að „leita að óvini“. Hið rétta er að þverfagleg hættumatsnefnd hefur starfað í meira en hálft ár og skilar í haust fyrsta sjálfstæða mati Íslendinga á varnarþörf. Þar er alls ekki einblínt á hervarnir heldur sjónum beint að öðrum þáttum, s.s. umhverfisvá og farsóttum. 4. Steingrímur sagði loftrýmiseftirlit „anga af þróun á alþjóðlegum vett- vangi“ og tilgreindi áform BNA um eldflaugavarnarkerfi í Mið-Evrópu. Hið rétta er að eldflaugahugmyndir BNA beinast gegn Íran. Lofrýmiseftirlit NATO á Norðurslóðum er algjörlega óskylt mál sem lýtur þeirri grundvallarreglu að ekkert svæði eigi að vera óvaktað með öllu. 5. Steingrímur sagði ríkisstjórnina framfylgja „vígvæðingar- eða hervæðingar- og NATÓ- hervæðingarstefnu“. Staðreyndin er að hernaðar- tengd starfsemi á Íslandi er nú margfalt minni en hún hefur verið í sextíu ár og miðar að lágmarki. Ísland er eitt af 24 herlausum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna, herjar ekki á neinn en lítur eftir lofthelgi sinni og landhelgi, nú algjörlega á eigin ábyrgð í stað áratuga forsjár BNA. Ísland fylgir afvopnunar- og friðarstefnu á alþjóðavett- vangi. Höfundur er aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Fimm sinnum ósatt á fimm mínútum KRISTRÚN HEIMISDÓTTIR Allt í góðu Það er greinilegt að í heilbrigðis- ráðuneytinu átta menn sig á að vindurinn er í fangið og nýta þeir því þau tækifæri sem gefast til að greina frá því sem gott er. „Samninganefnd heilbrigðisráðherra og Sjúkrahúsið á Akureyri hafa undanfarna mánuði átt í mjög góðu samstarfi,“ sagði í tilkynningu ráðuneytisins á fimmtudag. Fyrr þann sama dag mátti lesa í annarri tilkynningu: „Vel heppnaður fundur forstöðumanna og sviðsstjóra LSH var haldinn á vegum heilbrigðisráðuneytis- ins í vikunni.“ Af þessu verður ekki annað ráðið en að ef ekki er tekið fram að samstarf sé gott þá sé það slæmt. Og ef ekki er tekið fram að fundir séu vel heppnaðir þá séu þeir illa heppnaðir. Doktorar þrír Á ráðstefnu viðskiptaráðuneytsins um neytendamál, sem haldin verður á miðvikudag, tala þrír doktorar. Fyrst doktor Ragna Benedikta Garðarsdótt- ir félagssálfræðingur, þá doktor Þórólfur Matthíasson prófessor og loks Doktor Gunni. Fróðlegt Þrír þingmenn VG hafa lagt fram fyrirspurn í tíu liðum um kostnað vegna Kárahnjúkavirkj- unar. Spyrja þeir meðal annars um heildarkostnað við flutningsmann- virki, tap og kostnað vegna tafa verksins og fjárhæð skattakrafna Impregilo á hendur ríkinu. Loka- spurningin er sérlega áhugaverð og verður fróðlegt að sjá hvernig þing- mennirnir hyggjast nýta sér svarið við henni í pólitíkinni. Spurt er: „Hvernig dreifist áfallinn og áætlaður kostn- aður á mánuði frá upphafi til loka framkvæmda miðað við gjalddaga reikninga annars vegar og miðað við framvindu verksins hins vegar?“ Fjármálaráðherra er gert að svara. bjorn@frettabladid.is Ég keyri stundum fram hjá húsi í miðborginni sem sker sig úr götumyndinni; nýlegt í hópi eldri húsa, að líkindum reist árið 1978; á ólukkuskeiði í íslenskum arkitektúr; steypugrátt með rauðum álhatti, líkt og ASÍ-húsið við Grensásveg eða gamla Þjóðviljahúsið í Síðumúla. Maður fær alltaf nettan hroll þegar maður sér þessi hús. Þau kalla fram myndir af brúnaþungum Allaböllum, verðbólgnum ráðherrum á hólkvíðum flauels- buxum og tramparaskóm á stærð við snjóþrúgur. Því er við hæfi að í garði hússins standa aðeins furutré. Sjálfsagt hefur þeim verið plantað sama ár og húsið var byggt. Samt eru þau aðeins meter á hæð í dag. Þessi tilraun með skandínavískar furur hér á landi er löngu fullreynd. Ísland hefur góðan smekk. Furan er tákn heillar kynslóðar sem kom í heiminn laust fyrir seinna stríð: Fyrsta kynslóð Íslandssögunnar sem skammaðist sín fyrir landið sitt. Foreldrar hennar voru fátækt sveitafólk í bröggum og kjöllurum höfuð- borgarinnar, lyktuðu af lýsi og signum fiski. Börnin töldu sig betri og höfnuðu menningu pabba og mömmu, burstabæjum og neftóbaki, rími, rokki og stuðlum. Menntaarmur furukynslóðarinn- ar nam í Köben og Osló. Einstaka ógæfusál var holað niður austan tjalds. Þeir allra djörfustu voru veturpart í París eða Róm og lifðu á því ævilangt. Guðbergur var músin sem læddist til Spánar. Ómenningarlegir mændu hinsvegar til Ameríku, þótt fáir færu þangað. Keyptu sér amerískar drossíur í gegnum Flokkinn, og king-size sólgler- augu. Þegar furukynslóðin kom heim úr námi blasti við henni tíu ára gömul ríkisstjórn gamaldags karla með úrelt sjónarmið; leggja hart að sér, spara fyrst og eyða svo. Stríðsgróðabörnin vildu breyta landinu strax, töluðu sig til valda og hófu að eyða og spenna. Á tíu árum tókst þeim að koma verðbólgu í 120 prósent. (Hér fæddist klisjan um að vinstri- menn hafi ekki vit á fjármálum.) Það tók foringja furukynslóðar- innar önnur tíu ár að vinda ofan af voðaverki sínu. Við kefli hennar tóku pragmatískir menn. Davíð Oddsson, fæddur 1948, var ekki jafn barnalegur í ríkisfjár- málum og meðlimir fyrstu kynslóðar Íslendinga sem ólst upp við reiðufé. En furufólkið átti fleiri furður. Því fannst landið púkó og plantaði furutrjám í helgasta blett þess. Engin innflutt gróðurtegund fer Íslandi verr en furan. Grenitré eru hátíð miðað við þessa litlu ljótu Arizona-kaktusa sem enn má sjá á Þingvöllum; sígræn minnis- merki um fólk sem ruglaðist í ríminu og gekk smekkleysinu á hönd. Á þremur áratugum hafa þau hækkað um hálfan sentímet- er. Landið hafnaði tegundinni. Furukynslóðin kom smekkleysi sínu í verk á fleiri sviðum: Hún er ábyrg fyrir mörgum verstu byggingum landsins (Þjóðarbók- hlaðan, Útvarpshúsið í Efstaleiti, Leifsstöð (fyrir breytingu), Hótel Esja, Lögberg, Tanngarður…). Laxness bjargaði reyndar bókmenntasmekk þessa fólks sem fyrir vikið varð þó helst til einfaldur; allir vondir menn í tilverunni voru Pétur þríhross og allt hið góða var Hið ljósa man. Furufólkið gerði Kiljan að sínum guði og bækur hans að Biblíu. Á leiksviði tók þessi mannskapur hins vegar Beckett fram yfir Ibsen. Í ljóðlist var Steinn allt í einu orðinn betri en Jónas. Í dag stendur þetta fólk á sjötugu. Furan er fertug í garði þess. Ekki frekar en hún hefur gamla verðbólguhúsið lagast með árunum. Það er enn jafnt kalt og þel þessa fólks sem í æsku brenndi þjóðlegar brýr að baki sér og sneri baki við furulausu landi. Áratugum síðar lét það til leiðast og keypti sér sumarbú- stað í Grímsnesi, en þó með semingi: Því líður aldrei vel í „Plebbalandi“. Það ætlaði aldrei að verða það sem að varð. Hlutskipti furukynslóðarinnar er að vera ósátt. Ósátt við sjálfa sig, ósátt við landið. Hún vildi breyta því í eitthvað annað, lét sig dreyma um norræna barrskóga. Ánægð verður hún aðeins í gröfinni. En eftir því sem árin liðu varð alltaf minna til að gagnrýna, minna til að vera á móti. Því sjálf hafði kynslóðin athafnað sig á flestum sviðum. Nú standa henni tvö mál hjarta næst. Baráttan gegn lúpínunni og hatrið á forseta Íslands. Fyrrnefnda afstaðan er fyndin, í ljósi furuástar. En lúpínan er bleik eins og Barbí og kemur auk þess frá Ameríku. Hið síðarnefnda er sprottið af öfund. Ólafur Ragnar er litli bróðir furukynslóðarinnar, hinn ungi framasveinn sem hóf sig upp yfir hana og lifir enn ungu birkilífi, í samkvæmum með prinsum og poppstjörnum. Þá skiptir engu þótt hann sé besti forseti sem Ísland hefur átt. Furukynslóðinni var aldrei annt um landið, aðeins sjálfa sig. Furukynslóðin Vor í Kaupmannahöfn! Come2 Scandinavia er með tvær íbúðir í miðborg Kaup- mannahafnar. Einungis 15mín gangur að Ráðhústorgi. Þetta er frábær og ódýr lausn fyrir hópa og fjölskyldur sem vilja hafa það gott yfir helgi eða viku í Köben. Erum einnig með góð verð á bílaleigubílum. Nánari upplýsingar á www.come2scandinavia.com Sími: +45 3325 6425 • Netfang: info@come2scandinavia.com B orgarstjóri ætlaði að sýna fram á að skoðanakannanir í upphafi ferils hans væru rangar. Nýr meirihluti og hann væru traustsins verðir og með því að láta verkin tala myndu borgarbúar sjá hversu nauðsynlegt það var að skipta um meirihluta í borginni. Það hefur verið pólitísk mantra borgarstjórans í hans pólitísku líftíð að hann sé heiðarlegur maður. Ekki sé hægt að efast um það sem hann geri, því hann sé svo heiðarlegur maður. Ráðvendni er góð, og á vel heima í pólitík. Það er meiri eftirspurn en framboð eftir heiðarleika í stjórnmálum. En þegar pólitísk sjálfsmynd byggist á því að vera þvottekta er fallið þeim mun hærra þegar í ljós kemur að undir niðri er bara gamaldags pólitíkus sem sér ekkert að því að úthluta vini sínum opinbert starf, fyrir góð laun. Borgarstjórinn virðist ekki átta sig á af hverju þessi nýja ráðn- ing framkvæmdastjóra er eitthvað óeðlileg. Það er vissulega lög- legt að ráða, óauglýst, í tímabundna stöðu. Vissulega geta verið ástæður til þess að ráða einstaklinga, án auglýsingar, í stuttan tíma. En þegar borgarstjóri ræður til sín á þann hátt einn af sínum fáu pólitískum samherjum, einstakling sem hefur gegnt trúnað- arstörfum fyrir hann í nefndum borgarinnar, lyftast augabrúnir. Ekki bætir úr skák að óljóst er hvað framkvæmdastjóri miðborg- arinnar eigi að gera. Ef marka má viðtal við hann í gær virðist starf hans helst felast í að sjá til þess að rusl verði hirt í hverf- inu. Ekki skýrði borgarstjóri málið frekar í sjónvarpsviðtali með því að segja að framkvæmdastjórinn myndi aðstoða sig við fleiri verkefni en bara hvað viðkemur miðborginni. Þá var það einnig mjög óheppilegt af borgarstjóra að segjast vonast til þess að fram- kvæmdastjórinn nýráðni myndi starfa út kjörtímabilið, en meira en ár er eftir af því. Lítið hefði heyrst ef fylgt hefði verið upphaflegri áætlun og einhver fundinn innan borgarkerfisins, sem tímabundið hefði átt að sinna þessu starfi. Það einfaldlega passar ekki við sjálfsmynd hans sem ærlegs stjórnmálamanns að eitthvað sé rangt við þessa ráðningu. En sjálfsmynd og veruleiki stemma ekki alltaf. Þetta nýjasta mál á borði borgarstjóra er ekki til þess fallið að efla traust borgarbúa á störfum hans og borgarstjórnar. Raunar er það svo að störf borgarstjórnar, og upphlaup í fjölmiðlum, eru alls ekki til þess fallin að efla traust borgarbúa á borgarstjórn. Það átti að láta verkin tala, endurtók borgarstjóri nokkuð oft og borgarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins tóku undir í kór. Helsta vandræðamál þessa kjörtímabils, REI-málið, er enn óleyst og ekki hægt að skilja borgarfulltrúa á annan hátt en að enginn viti hvernig eigi að leiða það til lykta. Þá er hætta á að skipulag Vatnsmýrarinnar verði að skipulagsslysi. Ekki vegna þess að vinningstillagan í samkeppn- inni sé svo skelfileg, heldur vegna þess að meirihlutinn í borginni getur illa komið sér saman um hvernig það eigi að vera. Til að ná trausti borgarbúa þarf meirihlutinn að fara að láta verkin tala og sýna að þetta sé meirihluti góðra verka. En þau góðu verk þurfa að fara réttar boðleiðir innan borgarkerfisins. Það er ekki nóg að segjast bara vera heiðarlegur og óska eftir trausti og vinnufrið. Stjórn höfuðborgarinnar: Að reynast ekki vera þvottekta SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SKRIFAR HALLGRÍMUR HELGASON Í DAG | Kynslóðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.