Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 54
● heimili&hönnun „Í dag er fullt af margæsum í túninu eins og þið sjáið. Í gær voru þar stelkar,“ segir Jónína Ragnarsdóttir matvælafræðingur brosandi. Hún býr í Ráðagerði ásamt manni sínum, Finni Jónssyni viðskiptafræðingi, og Jóni Frey syni þeirra. Þau keyptu húsið fyrir ellefu árum. Þá var það í niðurníðslu enda hafði það verið í eyði í tíu ár eftir að einsetukona sem í því bjó hvarf með vov- eif legum hætti. Jónína segir þau hjón oft hafa gengið framhjá Ráðagerði og horft á það grotna niður. „Okkur rann ástand hússins til rifja en vissum að það gæti öðlast reisn á ný,“ segir hún og vísar til bakgrunns þeirra. Hún uppalin í Breiðafjarðareyjum hafði séð húsin í Flatey ganga í endurnýjun lífdaga og í heimabæ Finns, Stykkishólmi, er líka hefð fyrir að halda við því gamla. „Umhverfið hér minnir óneitanlega á þessa staði báða,“ bendir hún á. Þau Jónína og Finnur fengu ráða- góða arkitekta til að teikna Ráða- gerði upp og fagmenn í fyrirtækinu Gamlhús tóku að sér endurbæt- urnar. „Þeir kunna manna best að meðhöndla gömul hús svo prýði sé að,“ segir Jón- ína. „Gluggarnir voru ónýtir og allt var rifið bæði utan og innan af út- veggjunum. Þá kom í ljós að þetta er byggingarsögulega merkilegt hús því þrír útveggjanna eru gerðir með einstökum hætti.“ Litlu var breytt innan dyra. Þó var eld- húsið stækkað og sameinað hjónaherberg- inu sem hafði verið þar inn af. Tvær sam- liggjandi stofur voru hins vegar látnar halda sér og milli þeirra stórar dyr með fal- legum karmi. Allt ber vott um vandvirkni og virðingu fyrir því upprunalega. En húsið er ekki bara fágæti heldur stendur það líka á einstökum stað eins og fram kom í upphafi. Jónína segir veðurfar þar talsvert annað en í borginni og líkj- ast meira lýsingum frá Garð- skagavita. „Hér getur orðið ansi hvasst,“ segir hún. „En svo koma himn- eskir dagar þegar logn er og dýrð um allan sjó og þá blasir fegurð himinsins við og fjallanna.“ - gun Ráðagerði hefur verið í byggð um aldir en þetta hús var reist á árunum 1880 til 1890 og gert upp fyrir tíu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Af því að við erum nútímafólk höfum við tölvuna og sjónvarpið í borðstofunni,“ segir húsfreyjan og bætir við að þar sem sjónvarpið sé nú hafi Borgundarhólms- klukka staðið í tíð fyrri eigenda. Hún er nú í Mýrarhúsaskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Jónína tyllir sér í einu horni grænu stofunnar. „Hér sit ég oft við gluggann og virði fyrir mér jökulinn og sólsetrið og svo auðvitað brimið,“ segir hún. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Flestir útveggir hússins eru gerðir úr plönkum sem eru fjaðraðir saman. Þetta nefnist standandi klæðning. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Stóll frá Aton í Stykkishólmi. Ef setunni er snúið við er komið borð. Gamla borðstofan er blá. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Allt er haft sem upprunalegast. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Ráðagerði öðlaðist reisn á ný ● Utarlega á Seltjarnarnesi stendur virðulegt timburhús í túni. Flóinn er úfinn þennan daginn og brimið svarrar við ströndina. Hákarlshjallir á sjávar- kambinum þjónar enn gildi sínu og af hlaðinu blasir Grótta við. Þaðan sést Snæfellsjökull líka þegar skyggni er gott. Við erum stödd í Ráðagerði. Viðhafnarhorn í eldhúsinu. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /A RN ÞÓ R 10. MAÍ 2008 LAUGARDAGUR6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.