Fréttablaðið - 10.05.2008, Síða 54
● heimili&hönnun
„Í dag er fullt af margæsum í túninu eins
og þið sjáið. Í gær voru þar stelkar,“ segir
Jónína Ragnarsdóttir matvælafræðingur
brosandi. Hún býr í Ráðagerði ásamt manni
sínum, Finni Jónssyni viðskiptafræðingi,
og Jóni Frey syni þeirra. Þau keyptu húsið
fyrir ellefu árum. Þá var það í niðurníðslu
enda hafði það verið í eyði í tíu ár eftir að
einsetukona sem í því bjó hvarf með vov-
eif legum hætti.
Jónína segir þau hjón oft hafa gengið
framhjá Ráðagerði og horft á það grotna
niður. „Okkur rann ástand hússins til rifja
en vissum að það gæti öðlast reisn á ný,“
segir hún og vísar til bakgrunns þeirra.
Hún uppalin í Breiðafjarðareyjum hafði séð
húsin í Flatey ganga í endurnýjun lífdaga og
í heimabæ Finns, Stykkishólmi, er líka hefð
fyrir að halda við því gamla. „Umhverfið
hér minnir óneitanlega á þessa staði báða,“
bendir hún á.
Þau Jónína og Finnur fengu ráða-
góða arkitekta til að teikna Ráða-
gerði upp og fagmenn í
fyrirtækinu Gamlhús
tóku að sér endurbæt-
urnar. „Þeir kunna manna
best að meðhöndla gömul
hús svo prýði sé að,“ segir Jón-
ína. „Gluggarnir voru ónýtir og allt
var rifið bæði utan og innan af út-
veggjunum. Þá kom í ljós að þetta
er byggingarsögulega merkilegt
hús því þrír útveggjanna eru
gerðir með einstökum hætti.“
Litlu var breytt innan dyra. Þó var eld-
húsið stækkað og sameinað hjónaherberg-
inu sem hafði verið þar inn af. Tvær sam-
liggjandi stofur voru hins vegar látnar
halda sér og milli þeirra stórar dyr með fal-
legum karmi. Allt ber vott um vandvirkni
og virðingu fyrir því upprunalega.
En húsið er ekki bara fágæti heldur
stendur það líka á einstökum stað eins og
fram kom í upphafi. Jónína segir veðurfar
þar talsvert annað en í borginni og líkj-
ast meira lýsingum frá Garð-
skagavita. „Hér getur
orðið ansi hvasst,“ segir
hún. „En svo koma himn-
eskir dagar þegar logn er
og dýrð um allan sjó og þá blasir
fegurð himinsins við og fjallanna.“
- gun
Ráðagerði hefur verið í byggð um aldir en þetta hús var reist á árunum 1880 til 1890 og gert upp fyrir tíu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
„Af því að við erum nútímafólk höfum við tölvuna og sjónvarpið í borðstofunni,“
segir húsfreyjan og bætir við að þar sem sjónvarpið sé nú hafi Borgundarhólms-
klukka staðið í tíð fyrri eigenda. Hún er nú í Mýrarhúsaskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Jónína tyllir sér í einu horni grænu stofunnar. „Hér sit ég oft við gluggann og virði fyrir mér jökulinn og
sólsetrið og svo auðvitað brimið,“ segir hún. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Flestir útveggir hússins eru gerðir úr plönkum
sem eru fjaðraðir saman. Þetta nefnist standandi
klæðning. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Stóll frá Aton í Stykkishólmi.
Ef setunni er snúið við er
komið borð.
Gamla borðstofan er blá. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Allt er haft sem upprunalegast.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Ráðagerði öðlaðist reisn á ný
● Utarlega á Seltjarnarnesi stendur virðulegt timburhús í túni. Flóinn er úfinn þennan daginn og brimið svarrar við ströndina. Hákarlshjallir á sjávar-
kambinum þjónar enn gildi sínu og af hlaðinu blasir Grótta við. Þaðan sést Snæfellsjökull líka þegar skyggni er gott. Við erum stödd í Ráðagerði.
Viðhafnarhorn í
eldhúsinu.
FR
ÉT
TA
BL
A
Ð
IÐ
/A
RN
ÞÓ
R
10. MAÍ 2008 LAUGARDAGUR6