Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 20
UMRÆÐAN Fanný Gunnarsdóttir svarar grein Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur Ég get ekki orða bundist eftir að hafa lesið grein Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í Fréttablað- inu 1. maí. Hvað á hún við með að núverandi efna- hagsþrengingar stafi af verkum síðustu ríkisstjórnar, þ.e. framkvæmdum á Austurlandi, breytingum á lánafyrirkomulagi Íbúðalánasjóðs og ótæpilegum skattalækkunum? Er hún að gera lítið úr efnahagsstjórn Sjálfstæð- isflokksins á liðnum árum eða er hún að klína ástandinu upp á Fram- sóknarflokkinn? Hefur hún ekki verið lykilmaður í núverandi stjórn í eitt ár án þess að bregðast við vandanum, sem að hennar sögn var fyrirséður? Stóð hún og Samfylkingin ekki að síð- ustu fjárlögum, sem nema um 20 prósenta aukningu ríkisútgjalda á milli ára? Nú leggur hún til að gengið verði til þjóðarsáttar. Ég minni á að það var Guðni Ágústs- son sem kallaði á Alþingi eftir þjóðarsátt um stöðu efnahagsmála – enda er þjóðarsátt framsóknar- leið. Ég man ekki til þess að Ingi- björg hafi stutt Guðna í því máli. Í borgarstjóratíð Ingibjargar Sólrúnar fór hún með allan hlut borgarinnar í stjórn Landsvirkjun- ar. Þá gat hún stöðvað framkvæmd- irnar við Kárahnjúka en hún studdi þær. Í Sam- fylkingunni eru enn ötulir stuðningsmenn áfram- haldandi virkjana- og álversframkvæmda þrátt fyrir Fagra Ísland. Hvað varðar skatta- lækkanir þá muna kjós- endur væntanlega öll kosningaloforð Samfylk- ingarinnar 2007, þar fór ekki mikið fyrir aðhaldi heldur var ýmsum hug- myndum um skattalækkanir haldið hátt á lofti. Reglur Íbúðalánasjóðs miða við brunabótamat húseigna, sem á höfuðborgasvæðinu er langt frá markaðsverði, og hámarkslán nema um 18 milljónum. Í tillögum Framsóknar var alltaf gengið út frá ákveðinni hámarksupphæð og því ómaklegt að klína þenslunni á húsnæðismarkaði á liðnum miss- erum á Íbúðalánasjóð. Alkunna er að orsökin var innkoma bankanna með mun hærri lánum og viðmið- um. Ég veit heldur ekki betur en að Jóhanna Sigurðardóttir vilji verja sjóðinn og sé þar í liði með Framsókn, þvert á hugmyndir margra sjálfstæðismanna. Það er leitt að ríkisstjórnin hafi engin ráð við núverandi vanda. En hennar er ábyrgðin og betra væri að hefjast handa en leita söku- dólga. Höfundur er varaformaður Kjördæmasambands framsóknar- félaganna í Reykjavík. 20 10. maí 2008 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Joseph Stiglitz skrifar um efnahagsmál Seðlabankastjórar heims eru samheld- inn hópur og handgeng- ir nýjustu straumum og stefnum. Á 9. áratug 20. aldar féllu þeir fyrir peningahagfræði (e. monetarism), einfeldn- islegri hagfræðikenn- ingu sem Milton Fried- man hélt á lofti. Eftir að peningahagfræðin var afskrifuð – með ærnum tilkostnaði fyrir þau ríki sem létu glepjast af henni – hófst leitin að nýju bænaversi. Svarið kom í mynd „verðbólgumarkmiða“, sem ganga út á að hve- nær sem verðlag hækk- ar umfram verðbólgu- markmiðin eigi að hækka stýrivexti. Lítil hagfræði og fáar rann- sóknir liggja að baki þessu klossaða stýri- tæki; það er engin ástæða til að ætla að burtséð frá orsökum verðbólgunnar séu bestu við- brögðin ávallt að hækka stýri- vexti. Vonandi verða fæst ríki fyrir þeirri ógæfu að taka upp verðbólgumarkmið; ég kenni í brjósti um almenning þeirra landa sem það gera. (Í hópi þeirra ríkja sem hafa tekið upp verð- bólgumarkmið í einni eða annarri mynd eru meðal annars: Ísrael, Tékkland, Pólland, Brasilía, Chile, Kólumbía, Suður-Afríka, Taíland, Kórea, Mexíkó, Ungverjaland, Perú, Filipseyjar, Slóvakía, Indónesía, Rúmenía, Nýja-Sjá- land, Kanada, Bretland, Svíþjóð, Ástralía, Ísland og Noregur). Reynir á markmiðin Nú reynir hins vegar á verð- bólgumarkmiðin – og flest bendir til að þau bregðist. Þróunarlönd standa frammi fyrir hækkandi verðbólgu, ekki vegna slæmrar efnahagsstjórnunar heldur vegna þess að olíu- og matvælaverð hefur rokið upp. Þessir þættir vega miklu meira í bókhaldi heimilanna í þróunarlöndum en hjá auðugri þjóðum. Í Kína stefn- ir til dæmis í að verðbólga verði átta prósent eða meira. Í Víetnam er verðbólgan enn hærri og búist við að hún nái 18,2 prósentum á þessu ári. Á Indlandi er hún 5,8 prósent. Á hinn bóginn stendur verðbólga í Bandaríkjunum í stað í þremur prósentum. Þýðir þetta að þróunarríki ættu að hækka stýrivexti sína langt umfram Bandaríkin? Innflutt verðbólga Verðbólgan í þessum löndum er að mestu leyti innflutt. Hærri stýrivextir slá ekki á hækkandi heimsmarkaðsverð á grjónum eða eldsneyti. Í ljósi stærðar banda- ríska hagkerfisins gæti efnahags- lægð þar í landi haft miklu meiri áhrif á heimsmarkaðsverð en efnahagslægð í hvaða þróunarríki sem er. Þetta bendir til þess að í alþjóðlegu samhengi ætti að hækka stýrivexti í Bandaríkjun- um en ekki í þróunarlöndum. Svo lengi sem þróunarlönd verða samofin alþjóðahagkerfinu – og grípa ekki til ráðstafana til að draga úr áhrifum hækkandi heimsmarkaðsverðs á verð inn- anlands – mun vöruverð innan- lands hækka mikið í kjölfar hækkana á heimsmarkaðsverði. Fyrir mörg þróunarlönd felur hækkun á matvælum og elds- neyti í sér þríþætta hættu: þau þurfa ekki aðeins að borga meira fyrir hrísgrjón heldur kostar meira að flytja þau til landsins sem og að dreifa þeim til neyt- enda, sem búa ef til vill langt frá næstu höfn. Bíta ekki á verðbólgu Hærri stýrivextir geta dregið úr eftirspurn, sem hægir ef til vill á hjólum efnahagslífsins og heldur verðhækkunum á vörum og þjón- ustu í skefjum. En slíkar aðgerð- ir lækka verðbólgu ekki niður í viðmiðunarmörk – ekki nema stýrivextir séu hækkaðir fram úr öllu hófi. Þótt hækkanir á heims- markaðsverði á til dæmis elds- neyti og mat væru hófstilltari en nú – til dæmis 20 prósent á ári – og skiluðu sér út í verðlag innan- lands þyrfti verð á öðrum vörum að lækka mjög mikið til að ná verðbólgumarkmiðum upp á, segjum þrjú prósent. Næsta víst er að þetta hefði í för með sér krappa efnahagslægð og mikið atvinnuleysi. Meðalið væri verra en sjúkdómurinn. Hvað ber að gera? Hvað er til ráða? Í fyrsta lagi ætti ekki að kenna stjórnmálamönn- um, eða seðlabankastjórum, um innflutta verðbólgu – ekki frekar en hrósa þeim fyrir litla verð- bólgu þegar alþjóðahagkerfið er stöðugt. Nú er ljóst að fyrrver- andi seðlabankastjóri Bandaríkj- anna, Alan Greenspan, ber mikla ábyrgð á þeim efnahagslegu ógöngum sem Bandaríkin hafa ratað í. Honum er líka stundum þakkað að verðbólga var lítil í embættistíð hans. En sannleikur- inn er sá að þegar Greenspan var við stjórnvölinn nutu Bandaríkin góðs af lækkandi hrávöruverði, sem og verðhjöðnunar í Kína, sem hélt verði á framleiðsluvörum í skefjum. Í öðru lagi verðum við að taka með í reikninginn að hátt vöru- verð getur valdið mikilli streitu, sérstaklega hjá lágtekjufólki. Óeirðir og mótmæli í nokkrum þróunarlöndum eru alvarlegasta birtingarmynd þess. Fylgifiskar frjálsar verslunar Talsmenn frjálsrar verslunar hömpuðu kostum hennar mjög en skeyttu lítt um að upplýsa um áhættuna sem henni fylgir og markaðir eru yfirleitt berskjald- aðir gegn. Fyrir rúmum aldar- fjórðungi sýndi ég fram á að undir mögulegum kringumstæð- um gæti óheft verslunarfrelsi komið sér verr fyrir alla. Ég var ekki að tala máli verndarstefnu heldur að vekja athygli á mögu- legum fylgifiskum sem við þyrftum að vera í stakk búin til að bregðast við. Hvað landbúnað snertir hafa þróuð ríki á borð við Bandaríkin og Evrópusambandið varið neyt- endur og bændur gegn slíkum fylgikvillum. En fæst þróunar- lönd hafa nógu sterka innviði eða bjargir til að gera slíkt hið sama. Mörg þeirra grípa nú til neyðar- úrræða á borð við útflutnings- tolla eða útflutningsbönn, á kostnað þeirra sem búa annars staðar. Afnemum verðbólgumarkmið Til að koma í veg fyrir enn stærra bakslag í alþjóðavæðingunni verða Vesturlönd að bregðast fljótt og vel við. Afnema verður niðurgreiðslur til framleiðslu á lífrænu eldsneyti, sem hefur stuðlað að því að sífellt meira ræktarland er lagt undir elds- neytisframleiðslu í stað þess að framleiða mat. Að auki ætti að verja hluta af þeim milljörðum sem fara í styrki til bænda á Vest- urlöndum í að hjálpa fátækum þróunarlöndum að afla sér brýn- ustu nauðþurfta, mat og orku. Mikilvægast er þó að bæði þróuð ríki og þróunarlönd leggi niður verðbólgumarkmið. Bar- áttan við hækkandi matvæla- og eldsneytisverð er nógu erfið fyrir. Veiking efnahagslífsins og atvinnuleysið sem verðbólgu- markmið hafa í för með sér duga lítt til að sporna við verðbólgu, heldur gera afkomu fólks erfiðari en ella. Höfundur er nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og prófessor við Columbia-háskóla í Bandaríkjun- um. ©Project Syndicate. (Milli- fyrirsagnir eru Fréttablaðsins.) JOSEPH STIGLITZ Verðbólgumarkmiðin misheppnuðu Baráttan við hækkandi mat- væla- og eldsneytisverð er nógu erfið fyrir. Veiking efnahagslífs- ins og atvinnuleysið sem verð- bólgumarkmið hafa í för með sér duga lítt til að sporna við verðbólgu, heldur gera afkomu fólks erfiðari en ella. Hvað á Ingibjörg við? FANNÝ GUNNARSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.