Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 10. maí 2008 19
UMRÆÐAN
Jón Bjartmarz skrifar um lög-
gæslumál
Hérlendis tíðkast að nota orðið almenn lögregla þegar rétt-
ara væri að nota orðið gæslulög-
regla til þess að lýsa hlutverki
hinnar almennu lögreglu. Annars
vegar er talað um almenna lög-
reglu og hins vegar rannsóknar-
lögreglu. Vísar einnig til þess mis-
munandi hlutverks lögreglu að
gæta almannaöryggis og halda
uppi allsherjarreglu annars vegar
og hins vegar þess hlutverks henn-
ar að vinna að uppljóstrun brota
og fylgja málum eftir skv. lögum
um meðferð opinberra mála.
Hrein viðbót
Þess misskilnings hefur gætt að
efling greiningardeildar og sér-
sveitar ríkislögreglustjóra hafi
verið á kostnað hinnar almennu
lögreglu. Hið rétta er að engar
fjárveitingar hafa enn fengist
vegna greiningardeildar heldur
hefur kostnaði verið mætt með
endurskipulagningu hjá ríkislög-
reglustjóra. Hvað varðar sérsveit-
ina þá komu til auknar fjárveiting-
ar vegna hennar á árunum
2004-2006. Eflingin kom til í tíð
síðustu ríkisstjórnar og almenn
löggæsla naut góðs af henni m.a.
vegna þess að bætt var við 10 stöð-
um lögreglumanna í þáverandi
lögregluliði í Reykjavík auk
fjölgunar sem varð í sérsveit.
Fjölgun sérsveitarmanna var
hrein viðbót við aðrar fjárveit-
ingar til löggæslu sem ekki voru
skornar niður og því fráleitt að
tala um að eflingin hafi verið á
kostnað hinnar almennu lögreglu.
Einnig fráleitt í ljósi þess hlut-
verks sveitarinnar að sinna dag-
lega almennum lögreglustörfum
á vöktum allan sólarhringinn,
samhliða sérverkefnum og þjálf-
un og þess að verkefni hennar eru
hluti af því að gæta almannaör-
yggis og halda uppi allsherjar-
reglu og hún því hluti hinnar
almennu lögreglu í landinu. Ára-
tuga reynsla varð til þess að
ákveðið var að færa sérsveitina
undir ríkislögreglustjóra og hefur
sú breyting reynst mjög vel.
Betri nýting fjárveitinga
Í nýlegri áfangaskýrslu um mat á
þeim breytingum á nýskipan lög-
reglu sem gerð var með fækkun
umdæma úr 26 í 15 kemur fram
að ekki hafa verið um nægilega
róttækar breytingar að ræða til
að tryggja bestu nýtingu mann-
afla innan lögreglunnar alls stað-
ar á landinu. Þá er bent á að hlut-
fall stjórnenda sé óvenju hátt
innan lögreglunnar og að brýnt sé
að gera greinarmun á eiginlegum
lögreglustörfum og öðrum störf-
um sem ekki þarf lögreglumenn
til að sinna. Einnig kemur fram
að fjárveitingar til löggæslu hafa
aukist á undanförnum árum.
Ekki er mælt á móti því að full
ástæða er til þess að efla lögregl-
una og auka fjárveitingar til
hennar. Þróun mála hérlendis
varðandi skipulagða alþjóðlega
glæpastarfsemi og aukin þörf á
að efla öryggismál almennt kallar
beinlínis á að stjórnvöld leggi
meiri áherslu á löggæslu-, örygg-
ismál og almannavarnir. Það að
skapa stofnana- og deildarríg um
hvort ákveðin starfsemi sé á
kostnað annarrar innan lögregl-
unnar skilar hins vegar engu. Þá
er hægt að bæta nýtingu fjárveit-
inga innan lögreglunnar með
frekari endur-
skipulagningu
hennar og skyn-
samlegast að lög-
reglan öll verði
eitt lögreglulið
undir stjórn rík-
islögreglustjóra
með sama hætti
og lögreglan á
Írlandi.
Skipulag neðan frá
Einnig er rétt að skoða hlutfall
þeirra lögreglumanna sem sinna
innistörfum sérstaklega í stærri
lögregluliðunum. Frasar um sýni-
lega löggæslu eru marklausir ef
ekki fylgja efndir um að fjölga
lögreglumönnum á götunni á þeim
svæðum þar sem þörfin er brýnust
hverju sinni og að fólk fái skjóta
lögregluaðstoð þegar það óskar.
Of hátt hlutfall lögreglumanna
sem vinna innistörf eða að verk-
efnum sem ekki þarf menntaða
lögreglumenn til að sinna er því
röng forgangsröðun. Við skipu-
lagningu lögregluliðs á að byrja
neðanfrá og ákveða fyrst hvaða
lágmarks mannskap þarf út á götu
í almenna löggæslu en ekki ofan-
frá og enda síðan með of fáa menn
á götunni. Spyrja má hvort skipu-
lagsbreytingar hjá stærri lög-
regluliðunum hafi skilað þeim
árangri sem að var stefnt og hvort
lögreglumönnum hafi fjölgað við
útistörf. Annar frasi sem stundum
heyrist er að ríkislögreglustjóri
eigi ekki að vera með „operativa“
starfsemi og eðlilegt væri að starf-
semi eins og sérsveit, fjarskipta-
miðstöð og alþjóðadeild væru hjá
stærstu lögregluliðunum. Spyrja
mætti hvort þetta þýddi að lög-
reglustjórarnir ættu þó ekki að
vera með neina „strategíska“
starfsemi sem er álíka gáfulegur
frasi. Eins og skipan lögreglu er
hérlendis er eðlilegt að öll hlut-
verk sem eru á landsvísu séu hjá
ríkislögreglustjóra. Á Norðurlönd-
unum tíðkast ekki að landsvísu-
hlutverk séu í höndum einstakra
lögreglustjóra sem hafa land-
fræðileg valdmörk.
Uppskipting væri afturför
Þróunin á hinum Norðurlöndunum
hefur verið sú að hinar miðlægu
lögreglustofnanir hafa verið
efldar á síðustu árum til þess að
takast á við nýjar ógnir. Þá hefur
náðst mikill árangur hjá embætti
ríkislögreglustjóra svo sem varð-
andi starfrækslu fjarskiptamið-
stöðvar á landsvísu, alþjóðadeild-
ar sem tengir íslensku lögregluna
við alþjóðlegar lögreglustofnanir
og með eflingu sérsveitar og þar
með öryggismála almennt, svo
ekki sé minnst á almannavarnir
ríkisins sem færðar voru til emb-
ættisins. Uppskipting á embætt-
inu myndi vera stórfelld afturför
enda hefur það verið í forystuhlut-
verki í breytingum á löggæslu-
málum og framförum í þeim
efnum síðustu 10 ár.
Höfundur er yfirlögregluþjónn hjá
Ríkislögreglustjóra.
SEND IÐ OKK UR LÍNU
Við hvetj um les end ur til að senda
okk ur línu og leggja orð í belg um
mál efni líð andi stund ar. Grein ar
og bréf skulu vera stutt og gagn-
orð. Ein göngu er tek ið á móti efni
sem sent er frá Skoð ana síð unni
á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein-
ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni
birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða
í báð um miðl un um að hluta eða
í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt-
inga og til að stytta efni.
JÓN BJARTMARZ
Almenna lögreglan – gæslulögreglan
Fossháls 5-9 • Sími 551 5600 • www.utilegumadurinn.is
Allt til ferðalagsins
Þægindi um land allt
Verið velkomin í Útilegumanninn, Fosshálsi 5-9 alla
daga. Við sýnum ykkur fellihýsin, hjólhýsin og bátana
okkar fyrir sumarið 2008 ásamt ferðavöru.
Á ferðalögum þínum um landið getur þú notið sams konar þæginda
og heima hjá þér á öllum uppáhaldsstöðunum þínum. Uppbúið rúm
og fyrirtaks aðstaða til að framreiða og njóta yndislegra máltíða
fylgja þér hvert sem leið þín liggur - en útsýnið er aldrei eins.
OPIÐ
Helgar
12-16
Virka daga
10-18
Ríkulegur staðalbúnaður
Galvaníseruð grind
Evrópskar þrýstibremsur
Radial dekk / 13” álfelgur
Góð fjöðrun, hentar vel á ísl. vegum
Útdraganleg trappa við inngang
Breitt nefhjól (uppblásið gúmmídekk)
50 mm kúlutengi
220v tengill (blár skv. reglugerð)
Útvarp með geislaspilara,
hátalarar inni og úti
Upphitaðar 12 cm springdýnur
Vatnsh. öndunardúkur í svefnrými
Dometic kæliskápur XL 2,5 cubic
SMEV ryðfrí gaseldavél m/rafstarti
2 gaskútar
Gasviðvörunarkerfi
Öflug Truma combi 4 miðstöð
m/heitu vatni
Stór loftlúga m/þriggja hraða viftu
Skyggðir gluggar
2 feta geymsluhólf
Stórt farangurshólf
Voldugir öryggisarmar fyrir þak
og tjald
1 x færanlegt lesljós með viftu
110 amp rafgeymir
Heitt og kalt vatn, tengt
Rafmagnsvatnsdæla
86 lítra vatnstankur
Klósett með hengi
CD spilari/
útvarp
vatn tengt
heitt/kalt
Fjöðrun f.
ísl. aðstæður
Evrópskar
Þrýstibremsur
Upphitaðar
lúxusdýnur
12 cm
Rockwood fellihýsi
Verð frá 1.398.000 kr.