Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 12
 10. maí 2008 LAUGARDAGUR 800 700 600 500 400 300 200 100 0 98 99 00 01 02 03 04 05 06 07 08 Heimild: Greiningardeild Kaupþings og Seðlabanki Íslands HREINT EIGIÐ FÉ ÍSLENSKU BANKANNA m ill ja rð ar k ró na Viðskiptabankarnir Seðlabanki Íslands VIÐSKIPTI „Vandamál Seðlabankans er að hann hefur ekki stjórn á verð- bólguvæntingunum,“ segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður Greining- ardeildar Kaupþings. Hann segir bankann þó um leið haldinn of mik- illi sjálfsásökun hvað þetta varðar, en þar skipti mestu áhrif af gengi krónunnar sem sé ráðandi um þróun einkaneyslu og verðbólgu. „Og genginu er ekki hægt að stýra í alþjóðlegu fjármálaumhverfi.“ Ásgeir kynnti í gær nýja hagspá Greiningardeildarinnar, þar sem horfur eru taldar heldur betri en í sýn Seðlabankans á þróun hag- stærða. Munar þar mestu um að Kaupþing telur að nokkurs konar þjóðarsátt náist í haust, þannig að verðbólgunni verði ekki mætt með beinum launahækkunum meðan Seðlabankinn reiknar með launa- hækkunum sem ýti undir aukna verðbólgu. Gert er ráð fyrir sam- drætti í hagkerfinu fram á mitt næsta ár, með samdrætti einka- neyslu upp á 2,5 prósent á þessu ári og 7,5 prósent á því næsta, sem yrði mesti samdráttur í einka- neyslu frá 1975. Aðhaldssöm peningamálastefna Seðlabankans gæti hins vegar lengt og dýpkað þá niðursveiflu efna- hagslífsins sem hafin er, að því er fram kemur í spánni. Nýliðin upp- sveifla er sögð vera að enda með hefðbundnum hætti, með gengis- falli og verðbólgu sem kalli fram hraða aðlögun í hagkerfinu á næstu tveimur árum. Ásgeir segir verðbólguskotið sem nú stendur yfir vera vitnis- burð um kerfisgalla í leiðni pen- ingamálastefnu Seðlabankans, en ekki um skort bankans á trúverð- ugleika. „Þegar Seðlabankinn hækkar vexti, þá styrkist gengið og kaupmáttur almennings eykst,“ segir hann. Of óvægin beiting stýrivaxta ofan í fjármálakreppu segir Ásgeir hins vegar búa til „mikla áhættu“ hvað fjármálastöðugleika varði. Helsta vanda íslensku bankanna segir hann svo vera skort á lánveit- anda til þrautavara. „Seðlabankinn getur bara prentað krónur en lausa- fjárþörf bankanna er í erlendri mynt.“ Þessi skortur bankanna á baklandi er svo sögð helsta ástæða mikillar hækkunar á skuldatrygg- ingarálagi íslensku bankanna nú í mars. Um leið er á það bent í hagspánni að útrás bankanna hafi gert þá mun betur í stakk búna til að þola niður- sveiflu í efnahagslífinu hér, enda nemi eigið fé þeirra nú sjö til átta hundruð milljörðum evra, miðað við 58 milljarða árið 2001. Ásgeir líkir verðbólgunni sem nú ríður yfir við flóðöldu, en kveð- ur hana jafnframt munu fjara hratt út. Verðbólgan nær samkvæmt spá bankans hámarki í 13,5 prósentum á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Á næsta ári dregur svo hratt úr og verðbólgumarkmið næst á síðari helmingi 2009, gangi spáin eftir. Þá mun veiking krónunnar ná hámarki á þessum ársfjórðungi og er talin munu enda árið í 142 stigum. „Myndarleg aukning gjaldeyris- varaforða Seðlabankans eða jákvæðar fréttir af fjármögnun bankanna gætu flýtt bata á gjald- eyrisskiptamarkaði,“ segir í spánni. olikr@frettabladid.is Hafa ekki stjórn á væntingunum Samdráttur varir fram á mitt næsta ár. Brött lækk- un stýrivaxta hefst í nóvember. Gengi krónu ræður mestu um verðbólgu hér, ekki stýrivaxtastigið. ÞRÓUNIN Á ÁRATUG Bankarnir eiga nægt eigið fé til að mæta niðursveiflu í efna- hagslífinu, þökk sé útrásinni, bendir forstöðumaður Greiningardeildar Kaupþings á. Aukið umfang kallar hins vegar á meira bakland í fjármálakerfinu. Þegar Seðlabankinn hækkar vexti, þá styrkist gengið og kaupmáttur eykst. ÁSGEIR JÓNSSON FORSTÖÐUMAÐUR GREININGARDEILDAR KAUPÞINGS Skráðu þig núna Kynntu þér námið á www.simennthr.is DIPLÓMANÁM Í MANNAUÐSSTJÓRNUN NÝTT H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 9 5 3 SÍMENNT HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK Símennt Háskólans í Reykjavík býður í fyrsta sinn diplómanám í mannauðsstjórnun samhliða starfi á haustönn 2008. Námið hentar þeim sem sinna mannauðsmálum innan fyrirtækja hvort sem er stórum eða smáum og vilja kynna sér helstu lykilþætti mannauðsstjórnunar. Námið er einnig kjörið fyrir fólk sem hefur hug á því að skipta um starfsvettvang eða vill einfald- lega dýpka þekkingu sína á mannauðsmálum. Markmið námsins er að nemendur öðlist hagnýta þekkingu á mannauðsstjórnun og tilgangi hennar og þar með nægilega þekkingu og hæfni til að geta nýtt sér námið í starfi á markvissan og árangursríkan hátt. FERÐALAG ER ÞROSKANDI FERMINGARGJÖF GJAFABRÉFIÐ GILDIR SEM GREIÐSLA UPP Í FLUGFAR MEÐ ICELANDAIR ÞÚ VELUR UPPHÆÐINA + Pantaðu fermingargjöfina á icelandair.is/gjafabref Gjafabréf gildir í tvö ár frá útgáfudegi. W W W. I C E L A N DA I R . I S HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 15 30 05 /0 8 EVRÓPUSAMBANDIÐ Vísbendingum fer fjölgandi um að danski forsæt- isráðherrann Anders Fogh Rasm- ussen þyki sigurstranglegur keppi- nautur um að verða fyrsti forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Það embætti verður til eftir gildis- töku Lissabon-sáttmálans, sem vonir standa til að gerist í byrjun næsta árs. Meðal fjölmiðla sem nýlega hafa sagt Fogh líklegastan eru BBC og Lundúnablaðið The Times. Þrepi neðar en Fogh eru sagðir vera Tony Blair, fyrrverandi forsætisráð- herra Bretlands, og Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxem- borgar. Hins vegar kemur fram í franska blaðsinu Le Figaro að ólík- legt sé að Fogh verði fyrir val- inu þar sem hann hafi gefið Frökk- um, sem fara munu með for- mennsku í ESB síðari helming þessa árs, til kynna að hann hafi meiri áhuga á framkvæmdastjóra- stöðu NATO. Juncker er talinn eiga stuðning Frakka og Þjóðverja vísan en Bretar og fleiri aðildarríki styðja hann ekki. - aa Vangaveltur um hver verði fyrsti forseti leiðtogaráðs ESB: Fogh sigurstranglegur ANDERS FOGH RASMUSSEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.