Fréttablaðið - 28.08.2008, Síða 24

Fréttablaðið - 28.08.2008, Síða 24
24 28. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 195 4.244 +0,38% Velta: 2.067 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 6,69 +0,00% ... Atorka 5,04 -1,75% ... Bakkavör 26,80 -0,56% ... Eimskipafélagið 14,45 +1,98% ... Exista 7,69 -0,65% ... Glitnir 15,30 -0,33% ... Icelandair Group 19,85 +0,00% ... Kaupþing 713,00 +0,99% ... Landsbankinn 24,00 +0,63% ... Marel 86,20 +0,00% ... SPRON 3,50 -1,41% ... Straumur-Burðarás 9,37 -0,11% ... Össur 90,70 -0,33% MESTA HÆKKUN EIMSKIPAFÉLAGIÐ 1,98% KAUPÞING 0,99% LANDSBANKINN 0,63% MESTA LÆKKUN ATLANTIC PETROL. 6,05% EIK BANKI 3,02% FØROYA BANKI 1,97% Í boði Kaupþings Nú þegar silfurstrákarnir okkar í handboltalands- liðinu eru komnir heim og hafa fengið fálka- orðuna og höfðinglegar móttökur landsmanna er ekki úr vegi að geta þeirra sem lögðu hönd á plóginn til þess að svo frækileg frammistaða mætti verða að veruleika. Einn slíkur aðili er Kaupþing, sem kom ekki aðeins að landsliðinu sem helsti styrktaraðili þess og handknattleiks- sambandsins, heldur er bankinn einnig helsti vinnustaður aðstand- enda liðsins og hefur gert þeim kleift að sinna þeim störfum sínum samhliða „hefðbundnari“ vinnu, sem er auðvitað til mikillar fyrirmyndar. Þrír landsliðsþjálfarar á launum Samningur Guðmundar Þ. Guðmundssonar landsliðsþjálfara við Handknattleikssambandið náði fram yfir Ólympíuleikana. Óljóst er hvort hann haldi áfram. Hann starfar sem verkefn- isstjóri hjá Kaupþingi en hefur fengið leyfi frá störfum til að sinna verkefnum fyrir landsliðið. Í samtali við Vísi bendir Svali Björgvinsson, starfsmannastjóri Kaupþings, á að Guðmundur sé ekki eini þjálfarinn sem starfi hjá Kaupþingi. „Júlíus Jónasson kvennalandsliðsþjálfari er hérna og Gunnar Magnússon, aðstoðarmaður landsliðsins, er hérna líka,“ segir hann og bendir á að þeim, jafnt sem öðrum íþróttamönnum sem starfi hjá bankanum, hafi verið sýndur skilningur vegna fría. Þess má svo geta að formaður landsliðsnefndar, handboltakemp- an Kristján Arason, starfar einnig hjá Kaupþingi – er þar framkvæmdastjóri viðskiptabankaþjónustu. Peningaskápurinn ... Eftir skatta nemur hagnaður fjár- festingarfélagsins Eyris Invest 298 milljónum króna á fyrri helm- ingi ársins. A sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 2,2 milljörðum króna. Fyrir skatta tapar félagið 1,4 milljörðum króna á fyrri helm- ingi ársins. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris, segir að miðað við erfiðar aðstæður á fjármálamörkuðum séu forsvarsmenn félagsins sáttir við að skila lítils háttar hagnaði á fyrri hluta ársins. Hann segir mest um vert að Eyrir hafi skilað góðri ávöxtun í fortíð og hafa þol- inmæði og styrk til að grípa þau tækifæri sem kunni að myndast í náinni framtíð. „Frá stofnun Eyris Invest á miðju ári 2000 hefur árleg hækk- un á innra virði hlutafjár numið 39,8 prósentum að meðaltali til samanburðar við 6,0 prósenta nei- kvæða árlega meðalávöxtun heimsvísitölu MSCI,“ segir í til- kynningu. Heildareignir Eyris í lok upp- gjörstímans námu rúmum 58 milljörðum króna, en kjölfestu- eignir eru Marel Food Systems, Össur og iðnsamstæðan Stork í Hollandi. Afkoma þessara kjöl- festueigna er sögð hafa verið góð fyrstu sex mánuði ársins og horf- ur í rekstrinum góðar. Eigið fé Eyris er 18,2 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall 31,3 prósent. Í tilkynningu kemur fram að væri laust fé notað til endur- greiðslu skulda myndi eiginfjár- hlutfallið reiknast fjörutíu pró- sent. - óká Hagnaður Eyris 298 milljónir Viðunandi árangur miðað við árferðið, segir Árni Oddur Þórðarson. ERIK KAMAN OG ÁRNI ODDUR Hér sjást Erik Kaman, fjármálastjóri Marels, og Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris Invest. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓKÁ „Í ljósi minni hagvaxtar og þreng- inga á fjarmagnsmörkuðum tel ég líklegast að draga muni úr verð- bólgu það sem eftir er árs og jafn- vel framan af því næsta.“ Þetta sagði yfirmaður seðlabanka Atl- anta, Dennis Lockhart, á miðviku- dag. Ben Bernanke, seðlabanka- stjóri Bandaríkjanna, hefur tekið í sama streng, en hann sagði á föstu- daginn að draga myndi úr verð- bólguþrýstingi síðar á árinu. Skiptar skoðanir eru innan Seðlabanka Bandaríkjanna um hvort hagkerfi Bandaríkjanna stafi meiri hætta af verðbólgu eða kreppu, og því hvort bankinn eigi að hækka stýrivexti sína eða halda þeim óbreyttum. Richard Fisher, yfirmaður Seðlabankans í Dallas, hefur varað við því að stýrivextir seðlabank- ans, sem nú eru 2 prósent, séu of lágir. Fisher segir of snemmt að draga ályktanir af lækkun olíu- verðs. Fisher, sem á sæti í tólf manna vaxtaráði seðlabankans, hefur þrýst á um vaxtahækkun svo koma megi í veg fyrir að verð- bólga grafi um sig. - msh BEN BERNANKE Seðlabankastjóri Bandaríkjanna telur ásamt fleirum að draga taki úr verðbólguþrýsingi. NORDICPHOTOS/AFP Verðbólga í rénum Minni hagvöxtur og lausafjárskortur hafa áhrif. Gengið hefur verið frá yfirtöku Kaupþings á símafyrirtækinu Trio. Það var áður í eigu Teligent, sem tekið hefur verið til greiðslu- stöðvunar. Samkvæmt heimildum Markaðarins var Trio metið á 42 milljónir sænskra króna, en þar sem skuld Teligent við Kaupþing nam 67 milljónum er hún enn ekki greidd að fullu. Peter Borsos hjá Kaupþingi í Svíþjóð sagði í viðtali við Markað- inn að Trio hefði gengið best af öllum einingum Teligent og að þegar hefði orðið vart við áhuga frá kaupendum á Trio. „Kaupþing mun, þegar upp verður staðið, ekki tapa neinu á viðskiptum sínum við Teligent.“ - msh Kaupþing lýkur yfirtöku á Trio

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.