Fréttablaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 40
Iðandi listalíf og mannlíf einkennir Álafosskvosina í Mosfellsbæ. Sannkölluð mark- aðsstemning verður á bæjar- hátíðinni um helgina. Tónlist, myndlist og leiklist þrí- fast vel í Álafosskvosinni í Mos- fellsbæ en í gamla verksmiðju- húsinu í kvosinni er Listaskóli Mosfellsbæjar til húsa. Einnig eru listamenn af ýmsum toga með vinnustofur og æfingaaðstöðu en meðal listamanna sem hafa hreiðrað um sig í kvosinni má nefna hljómsveitina Sigur Rós. Listaskóli Mosfellsbæjar var stofnaður árið 2006 og í honum eru 540 nemendur í fjórum deild- um. Atli Guðlaugsson er skóla- stjóri og segir hann fólk á öllum aldri velkomið í skólann. „Það er nóg að vera farinn að tala til að geta komist að. Yngstu nemendurnir eru þriggja ára í hljóðfæranáminu og einhverj- ir eru síðan komnir yfir sjötugt í myndlistarnáminu.“ Öflugu sumarstarfi er hald- ið úti bæði í myndlistardeildinni og hjá leikfélaginu í skólanum en kennsla hefst nú í vikunni. Á bæjarhátíðinni um helgina verður Listaskólinn með kynningarbása, tónlistardagskrá og myndlistar- sýningar. Kvosin mun reyndar öll iða af lífi um helgina en auk atriða Listaskólans mun ríkja sannköll- uð markaðsstemning. Á laugar- daginn verða meðal annars seld- ar heimalagaðar sultur og lífrænt ræktaðar kryddjurtir frá Engi og rósir frá Laugarbóli. Sælkerar geta keypt sér heimabakaðar berjakökur og kleinur svo eitt- hvað sé nefnt. Þeir sem eru á höttunum eftir notuðum húsmun- um og fatnaði ættu að geta fundið eitthvað á kompusölunni. Klukk- an 13.15 verður uppboð á prins- essukjólum en uppboðinu stýr- ir Elísabet Brekkan. Klukkan 14 hefst leiksýningin Ísland ögrum skorið og allan daginn verður lif- andi tónlist og kaffiveitingar á kaffi Kvos. - rat Það verður af nógu að taka í Mosfellsbæ um helgina, hvort sem það er rokk á útitónleik- um, handverk og uppskera á útimörkuðum, kafbátsmótor í borholu 13, klassík, leiklist, listflug, íþróttir eða karamellur úr háloftum yfir túninu heima. „Ég ætla rétt að vona að nær- sveitungar sjái sér fært að taka bíltúr upp fyrir Elliðaár, en það hefur oft verið talið dálítið langt upp í Mosó. Við erum jú fyrst og fremst bær í sveit og viljum vera það áfram, enda sækist fólk eftir nálægð við náttúruna sem um- kringir bæinn,“ segir Daði Þór Einarsson, skipuleggjandi bæjar- hátíðar Mosfellsbæjar. „Það er mikið að gera á stóru heimili, sem heill bær er, og mikl- ar og almennar undirtektir bæj- arbúa við skreytingar. Búið er að skipta bænum niður í gulan, rauð- an, hvítan og bláan hátíðarlit, en í fyrra ákváðum við að skipta út græna litnum fyrir hvítan því Mosfellsbær er svo grænn að græni liturinn hvarf inn í tré og runna,“ segir Daði Þór fullur til- hlökkunar fyrir bæjarhátíðina sem haldin verður í fjórða sinn. „Nafngiftin „Í túninu heima“ er fengin að láni hjá nóbelsskáld- inu og Mosfellingnum Halldóri Laxness. Ævintýrið fór af stað sem umhverfishátíð þegar bær- inn veitti árlegar viðurkenning- ar til íbúanna fyrir fallega garða og götur, ásamt því að gefa fé- lagasamtökum færi á að kynna vetrarstarf sitt í Íþróttahöllinni. Vetrarstarfið er enn rauði þráð- urinn en vindur sífellt upp á sig, og í fyrra voru þrjátíu básar í Íþróttahöllinni, en verða sex- tíu í ár,“ segir Daði Þór um gleð- ina sem hefst á fimmtudagskvöld með frumsýningu leikfélags- ins og tónleikum ungra Mosfell- inga með sér eldri listamönnum. Skemmtanagildi hátíðarinnar vex ár frá ári og verður æ fjölbreytt- ara með forvitnilegum mörk- uðum, brekkusöng, varðeldi og íþróttamóti með ólympíusniði, en þá er aðeins fátt upptalið. „Í bæjarfélaginu býr fjöldi listamanna sem leggur sitt af mörkum til að gera hátíðina sem skemmtilegasta, en á laugardags- kvöld bjóðum við upp á glæsilega útitónleika á nýju bæjartorgi þar sem við fáum utanaðkomandi listamenn. „Í túninu heima“ er fjölskylduhátíð þar sem vel er gert fyrir allar kynslóðir á veislu- borði skemmtana. Það einkennir Mosfellinga að vera með eindæm- um opnir og gestrisnir, eins og oft hefur sýnt sig þegar gesti ber að garði og fólk er tilbúið að opna heimili sín og alltaf nóg pláss. Það er kannski pínulítið sveitó, en verulega sjarmerandi og fylg- ir þeim sérstöku notalegheitum sem einkenna Mosfellsbæ.“ - þlg 28. ÁGÚST 2008 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● í túninu heima Uppboð verður á prinsessukjólum í Kvosinni um helgina undir stjórn Elísabetar Brekkan. MYND/MARISA N. ARASON Atli Guðlaugsson, skólastjóri Listaskólans í Mosfellsbæ þar sem yngstu nemendurnir eru rétt farnir að tala. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Listalíf og fjör í kvosinni Daði Þór Einarsson er skipuleggjandi bæjarhátíðar Mosfellsbæjar, Í túninu heima, sem hefst í kvöld og stendur með glæsibrag til sunnudags. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Í menningarreisu upp fyrir Elliðaárnar Mannlífið tekur á sig litskrúðugan blæ Í túninu heima, en Mosfellingar eru kunnir fyrir vinalegheit og einstaka gestrisni, og taka hverju nýju andliti með fögnuði. MYND/HILMAR GUNNARSSON Frjósemi í listsköpun og hvers kyns markaðshaldi er einkennandi fyrir Mosfellsbæ og gaman fyrir grúskara að leita þar hófanna á lokkandi markaðsborðum. Alhliða trésmíði Álafossvegur 27 – s. 586-8356 ( verkstæði ) – fax 586-8357 s. 894-0006 ( Gunnar ) – ishamar@ishamar.is LífsStíll Gjafavaraoghönnun Náttúruleg krem, íslensk hönnun og falleg gjafavara Ertu farin að huga að heilsunni og heimilinu fyrir haustið ? Vertu þá velkomin í heimsókn, Við tökum vel á móti þér. Háholti 14 • Opnunartímar- Virka daga: 17-19 • Laugardagar : 11-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.