Fréttablaðið - 28.08.2008, Síða 42

Fréttablaðið - 28.08.2008, Síða 42
 28. ÁGÚST 2008 FIMMTUDAGUR Fyrirhugað er að reisa ævin- týragarð í Mosfellsbæ og hafa íbúar lagt sitt af mörkum við hönnun hans. Í tilefni af tuttugu ára afmæli Mosfellsbæjar í fyrra var ákveðið að ráðast í hugmyndasamkeppni um ævintýragarð í bænum. Æv- intýragarðurinn er hugsaður fyrir alla fjölskylduna og áhersla er lögð á að allir eigi aðgang að honum og að höfðað verði til mismunandi hópa. Leitað var eftir hugmyndum að garðinum hjá íbúum Mosfellsbæj- ar og að sögn Jóhönnu B. Hansen, framkvæmdastjóra umhverfis- sviðs, er gagnasafnið orðið mynd- arlegt. Hugmyndir íbúa verða notaðar sem grunnur að endan- legri hönnun garðsins. „Hugmyndirnar sem við höfum fengið eru mjög fjölbreyttar. Fólk vill ævintýrabrautir, skíðabrautir og göngubrautir, leiktæki, kaffi- hús, tjaldsvæði, tónleikaaðstöðu og margt fleira,“ segir Jóhanna. Hugmyndir eru líka uppi um að skipulögð starfsemi verði í garð- inum og að sögn Jóhönnu kemur til greina að skátarnir verði með starfsemi sína þar. Hún segir að margir hafi horft á Kjarnaskóg og útivistarsvæðið sem þar er, sem góða staðsetningu fyrir garðinn. Næsti liður í þróun hugmynda fyrir ævintýragarðinn er að koma af stað opinni hugmyndasam- keppni og er mikil eftirvænting á meðal landslagsarkitekta og annarra hugmyndasmiða fyrir henni. „Við erum að fara af stað með opna hugmyndasamkeppni og stendur undirbúningur henn- ar yfir eins og er. Það er alveg víst að við eigum líka eftir að fá mikið af skemmtilegum hug- myndum í þessari samkeppni,“ segir Jóhanna. Dómnefndin mun hefja störf sín í september og segir Jóhanna að línurnar um tímasetningu framkvæmda ævintýragarðsins muni skýrast þá. - kka Jóhanna B. Hansen er ánægð með allar þær tillögur sem íbúar Mosfellsbæjar hafa komið með að ævintýragarðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ævintýri á næsta leiti

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.