Fréttablaðið - 28.08.2008, Side 43

Fréttablaðið - 28.08.2008, Side 43
FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2008 7í túninu heima ● fréttablaðið ● Söngleikurinn Ýkt kominn yfir þig eftir Mark Ravenhill verður frumsýndur í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ í kvöld klukkan 19. Sýninguna setja upp krakkar á aldrinum þrettán til sextán ára sem eru að ljúka sumarnám- skeiði hjá Leikfélagi Mosfells- bæjar en leikfélagið stendur fyrir sumarnámskeiðum fyrir krakka á aldrinum sex til sex- tán ára. Sigrún Harðardóttir, annar leikstjóra sýningarinnar, segir æfingar hafa gengið vel. „Krakkarnir hafa verið alveg frábærir. Allir hafa lagst á eitt um að gera flottan söngleik og allir eru spenntir fyrir frum- sýningunni.“ Frumsýningin verður í kvöld í sem fyrr segir en önnur sýn- ing verður laugardaginn 30. ágúst klukkan 16 og þriðja sýn- ing fimmtudaginn 4. september klukkan 20. - rat Fyrirhugað er að opna nýjan framhaldsskóla í Mosfellsbæ. Haustið 2009 verður skólinn opnaður í bráðabirgða- húsnæði í bænum en formleg opnun í eigin húsnæði verður haustið 2010. Herdís Sigurjónsdóttir, formað- ur fræðslunefndar Mosfellsbæjar, segir framhaldsskóla vera löngu tímabæran í Mosfellsbæ og fagn- ar því að hann muni loks rísa. „Í haust verður ráðinn skóla- stjóri sem á að móta starfið fyrir verðandi framhaldsskóla. Sú ráðning og vinna er í hönd- um menntamálaráðuneytisins,“ útskýrir hún og heldur áfram: „Framhaldsskólinn hefur mikla þýðingu fyrir bæjarfélagið. Skól- inn kemur til með að hafa mikil áhrif á menningarlífið í bænum og hann verður sjálfsagður þátt- ur í bæjarfélaginu.“ Framhalds- skólinn verður smár til að byrja með en svo stækkar hann með til- komu nýrrar byggingar sem verð- ur í hjarta bæjarins. Í dag eru um hundrað og fjörutíu börn sem út- skrifast úr tíunda bekk á hverju ári og einhverjir af þeim hópi eiga eftir að sækja skólann ásamt nem- endum af höfuðborgarsvæðinu. Þegar spurt er hverjar áhersl- urnar séu svarar Herdís: „Við höfum auðvitað okkar hugmyndir um hvernig skólastarfið eigi að vera og við leggjum mikið upp úr því að nýta náttúruna og allt sem hún hefur upp á að bjóða. Lýð- heilsa, útivist og íþróttir er það sem við viljum leggja upp með,“ segir Herdís. Hvað varðar staðsetningu skól- ans þótti yfirvöldum í bænum afar mikilvægt að staðsetja nýja framhaldsskólann í hjarta bæj- arins en ekki í útjaðri hans. „Við erum að fara að byggja menning- arhús í miðbænum og þess vegna þótti okkur besti kosturinn að hafa skólann þar líka,“ segir Herdís og bætir við: „Við viljum bjóða upp á einstaklingsmiðað nám líkt og við erum að bjóða upp á í grunnskól- unum okkar og með því ættu allir að finna sér nám við sitt hæfi. Með því getur skólinn þroskast í takt við breytingarnar í samfélaginu.“ Ungmenni í bænum hafa sýnt mikinn áhuga á framhaldsskólan- um og því má segja að hann muni gera mikið fyrir Mosfellsbæ og nemendur hans. - mmr Herdís Sigurjónsdóttir, formaður fræðslunefndar Mosfellsbæjar, segir framhaldsskólann hafa verið lengi á teikniborðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Gerir mikið fyrir bæinn Frá undirritun samnings um framhaldsskóla í Mosfellsbæ. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Söngleikurinn Ýkt kominn yfir þig verður frumsýndur í kvöld. MYND/LEIKFÉLAG MOSFELLSBÆJAR Krakkar á aldrinum 13 til 16 ára setja upp söngleikinn eftir sumarnámskeið hjá Leikfélagi Mosfellsbæjar. MYND/LEIKFÉLAG MOSFELLSBÆJAR Ýkt kominn yfir þig

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.