Fréttablaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 51
FIMMTUDAGUR 28. ágúst 2008 Burt með vanmetakenndina UMRÆÐAN Ragnar Sverrisson skrifar um Evrópu- mál Bæjarstjóri okkar Akureyringa, Sig- rún Björk Jakobsdóttir, ritaði grein í blaðið um hugsanlega þátttöku Íslands í ESB. Hún byrj- ar á að fullyrða að þeir sem eru fylgjandi inngöngu í ESB gangi út frá að þar með muni öll vandamál þjóðarinnar leysast og okkur „borgið til allr- ar framtíðar“. Ég hef rætt þessi mál við marga og hlustað eftir rökum með og á móti aðild en aldrei hef ég heyrt nokkurn mann halda þessu fram. Þarna gerir bæjarstjórinn sig seka um að gera mönnum upp skoðun og leggja síðan út frá því hversu arfavitlaus hún er. Þetta er stundum kölluð hundalógík og ekki til álitsauka. Þeir sem hafa mælt með inn- göngu í ESB og að taka upp evru eru sammála um að það verði nokkuð tímafrekt og taka þurfi á erfiðum vandamálum, sérstak- lega á sviði peningamála. Hins vegar yrði afraksturinn sá að við færum inn í umhverfi sem ekki er eins sveiflukennt eins og verið hefur og meiri festa færðist yfir efnahagslífið. Við það yrði rekst- ur fyrirtækja, heimila og sveit- arfélaga viðráðanlegri og lífs- kjör batna. Sigrún Björk bendir réttilega á að við höfum í raun ekki lengur vald yfir krónunni okkar og dýrt að halda henni úti. Afleiðingin er sú að við greiðum hæstu vexti sem um getur, verð á innfluttum vörum hækkar á einni nóttu og samkeppnisstaða fyrirtækja versnar. Svo heldur bæjarstjórinn því fram að með því að hverfa frá krónunni verði ekki lengur hægt að beita stjórn- tækjum peningamála til hag- stjórnar. Með leyfi: Um hvaða peningastjórnun er hún að tala? Ekki hef ég orðið var við hana og trúlega ekki þeir sem súpa nú seyðið af þeim sviptingum sem orðið hafa hér – þrátt fyrir þessa frábæru krónu! Viðbrögð við orðnum hlut Sannleikurinn er sá að öll hag- stjórn hér á landi er ekkert annað en viðbrögð við orðnum hlut sem hæglega hefði verið hægt að komast hjá ef við værum í því umhverfi sem aðrar þjóðir í kringum okkur búa við. Við erum sífellt að bjarga okkur frá eigin verkum og eyðslu og þurfum sár- lega það aðhald í peningastjórn- un sem stór gjaldmiðill, eins og evran, veitir. Þá yrði mun minni hætta á að við færum á enn eitt flippið og reynum svo að bjarga okkur með því að hræra í þessum veika gjaldmiðli okkar. Í því felst auðvitað engin framtíðarlausn. Bæjarstjórinn fullyrðir að með inngöngu í ESB munum við ekki halda yfirráðum okkar yfir 200 mílna landhelginni. Allt bendir hins vegar til að við gætum náð samningum á grundvelli regl- unnar um hlutfallslegan stöðug- leika og tryggt þannig í raun áframhaldandi yfirráð okkar yfir veiðum í íslenskri lögsögu. Um slíka samninga eru nokkur dæmi og engin ástæða til að fullyrða fyrirfram að það gæti ekki tekist í samninga- viðræðum við ESB. Ef það tekst ekki er málið úr sögunni. Það sem mig undrar mest í þessari umræðu er sú vanmetakennd sem birtist meðal ann- ars í orðum Sigrúnar þegar hún segir: „Ég tel víst að Ísland muni ekki njóta einhverrar sérm- eðferðar líkt og önnur eylönd …“ og spyr hvað við þurf- um að leggja fram og hvað við myndum fá í staðinn. Það er einmitt kjarni málsins: Hvað ef við ræðum málið við ESB – hvað ef við setjum okkur samningsmarkmið og hvað ef við náum þeim? Þetta eru auðvitað stórar spurningar en eitt er víst að svör við þeim fást ekki nema við mönnum okkur upp í að kalla eftir þeim í samningaviðræðum. Hitt er líka víst að ef við göngum til viðræðna með því hugarfari að við séum smá og lítils meg- andi er ekki hægt að vænta góðr- ar útkomu. Við þurfum að rifja upp það sjálfsöryggi sem for- ystumenn okkar tileinkuðu sér þegar hafist var handa við að færa út fiskveiðilögsöguna og vinna að því að koma á alþjóða- reglum í þeim efnum. Þeir báð- ust ekki afsökunar á smæð þjóð- arinnar en komu vel undirbúnir og fluttu mál sitt af festu og skör- ungsskap. Árangurinn varð full yfirráð yfir fiskimiðunum og alþjóðareglur sem við erum stolt af að hafa átt frumkvæði að. Fram með djörfung Halda menn að við hefðum fengið hinn hagstæða EES-samning ef við hefðum haft litla von um að fá það fram sem mestu skipti og haldið okkur heima og ekki látið reyna á hlutina? Halda menn að strákarnir okkar hefðu náð silfrinu í Peking ef þeir hefðu sagt að þetta væri vonlaust því aðrar þjóðir væru fjölmennari og við svo lítil og smá? Nei, aldeilis ekki. Þess í stað var gengið fram af djörfung með vel skilgreind markmið og árangurinn lét ekki á sér standa. Nú er þörf á að við rísum á sama hátt upp og setjum okkur samningsmarkmið og göngum síðan vel undirbúin til viðræðna við ESB. Þá fyrst fást svör við því sem máli skiptir og þau síðan lögð fyrir þjóðina sem tekur endanlega afstöðu. Hitt er með öllu óviðunandi að stara áfram í skelfingu á spurningarn- ar, fyllast svartsýni við hugsan- leg viðbrögð ESB við þeim og láta hendur fallast. Með slíku hátta- lagi vinnst hvorki gull né silfur. Höfundur er kaupmaður á Akureyri. RAGNAR SVERRISSON Nú er þörf á að við rísum á sama hátt upp og setjum okkur samningsmarkmið og göngum síðan vel undirbúin til viðræðna við ESB. Þá fyrst fást svör við því sem máli skiptir og þau síðan lögð fyrir þjóðina sem tekur endanlega afstöðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.