Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.08.2008, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 28.08.2008, Qupperneq 52
32 28. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is JACK BLACK LEIKARI ER 39 ÁRA. „Aldrei má vanmeta krafta augabrúnanna.“ Jack Black hefur síðustu ár gert það gott í Hollywood og er í dag einn vinsælasti gam- anleikari heims. Jack hefur leikið í myndum á borð við Nacho Libre, Evil Woman og School of Rock. Margir íslenskir tón- listarunnendur þekkja Hróarskelduhátíðina vel en hún hefur verið árlegur viðburð- ur frá árinu 1971. Hátíðin hefur verið haldin í námunda við bæinn Hróars- keldu í Danmörku og voru það nemarnir Mogens Sandfær og Jesper Switzer Møller sem héldu fyrstu há- tíðina. Hróarskeldu- hátíðin er nú ein af stærstu tónlistarhátíðum Evrópu. Vinsældir hennar hafa aukist ár frá ári og yfir níutíu þúsund manns sækja hátíðina ár hvert. Hátíðarsvæðið er opnað síðasta sunnudag í júní á ári hverju, sem gefur gestum góðan tíma til þess að koma sér í rétta gírinn. Dagskráin hefst síðan á þriðjudeginum og hátíðin stendur yfir í fjóra daga. Und- anfarinn áratug hefur fjölbreytnin í hljómsveitavalinu aukist til muna, sem hefur leitt til þess að gestir frá öllum heimshornum heimsækja hátíðina. Fjöl- margir Íslendingar sækja hátíðina á ári hverju og eru skipulagðar pakkaferðir fyrir tónlistarþyrsta hér á landi. ÞETTA GERÐIST: 28. ÁGÚST 1971 Fyrsta Hróarskelduhátíðin haldin MERKISATBURÐIR 1609 Delaware-flói uppgötvað- ur af Henry Hudson. 1818 Landsbókasafn Íslands stofnað undir heitinu Ís- lands stiftis bókasafn. 1927 Ríkisstjórn Tryggva Þór- hallssonar tekur við völd- um og situr í fimm ár. 1967 Tólf manna áhöfn Stíg- anda frá Ólafsfirði bjarg- að eftir rúmlega fjögurra sólarhringa hrakningar í björgunarbát. 1981 Hallgrímur Marinósson lýkur ferð sinni umhverfis landið á tíunda degi. Hall- grímur ók bíl aftur á bak alla leiðina. 1986 Útvarpsstöðin Bylgjan hefur útsendingar, fyrst útvarpsstöðva eftir að einkaréttur Ríkisútvarps- ins var afnuminn. Domino‘s Pizza hefur nú starfað á Ís- landi í fimmtán ár. Öll þessi ár hafa flatbökurnar verið afar vinsælar hjá Íslendingum og ekkert lát virðist vera á þeim vinsældum. Ásdís Höskuldsdóttir hefur starf- að sem framkvæmdastjóri Domi- no‘s Pizza í rúmt ár. „Ég varð fram- kvæmdastjóri þegar Magnús Kristins- son keypti fyrirtækið. Domino‘s Pizza var stofnað í ágústmánuði árið 1993 þegar fyrsta verslunin var opnuð á Grensásvegi. Aðsóknin var gríðarlega mikil þegar verslunin var opnuð og at- gangur fólks var slíkur að kalla þurfti til sjúkrabíl til að hlúa að þeim sem urðu fyrir hnjaski. Í desember sama ár var strax opnaður annar staður,“ segir Ásdís. Domino‘s var stofnað í Bandaríkjun- um árið 1960 af tveimur bræðrum. Ári frá stofnun fyrirtækisins seldi annar bróðirinn hinum sinn hlut fyrir eitt stykki Volkswagen-bjöllu. Ganga má út frá því að hann sé ekki alveg sáttur við ákvörðun sína í dag. Í dag eru Domino‘s-staðir orðn- ir fjórtán talsins víðs vegar um land- ið og þar af eru ellefu á höfuðborgar- svæðinu, sá allra nýjasti á Akranesi. Spurð um markmið fyrirtækisins segir Ásdís: „Markmið okkar er að vera með ánægða viðskiptavini og áhersla er lögð á góða vöru og að viðskiptavinur- inn sé númer eitt. Við náðum því með því að vera með gæði og góða vöru,“ segir Ásdís. Hjá Domino‘s starfa 170 manns í fastri vinnu en starfsmannafjöldinn getur farið allt upp í 600 manns og þar er skólafólk stór hluti. Íslendingar hafa lengi verið sólgnir í pitsur og hjá Dom- ino‘s hafa pepperoni- og margarita- pizzur verið vinsælastar öll þessi ár. „Við erum alltaf að skoða einhverj- ar nýjungar en það tekur sinn tíma vegna þess að það þarf að fá leyfi fyrir öllu slíku frá Bandaríkjunum. Hráefn- ið sem við ætlum að nota þarf að fá gæðavottun frá þeim ytra en nýjungar munu líta dagsins ljós,“ segir Ásdís og útskýrir merki fyrirtækisins. „Merkið er auðvitað dómínókubb- ur og hvítu doppurnar áttu að merkja fjölda staðanna en því var hætt fljót- lega eftir að vinsældir fyrirtækisins jukust.“ mikael@frettabladid.is DOMINO‘S PIZZA: FIMMTÁN ÁRA Gæði vörunnar mikilvægust MIKLAR VINSÆLDIR Ásdís Höskuldsdóttir er framkvæmdastjóri Domino‘s Pizza, sem er einn af vinsælustu pitsustöðum landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA AFMÆLISBÖRN ÖRLYGUR HNEFILL JÓNS- SON HÉRAÐS- DÓMSLÖG- MAÐUR er 55 ára. HJÖRDÍS BJÖRK HÁKONAR - DÓTTIR HÆSTARÉTT- ARDÓMARI er 64 ára. MAGNÚS ÞÓR SIGMUNDS- SON TÓNLIST- ARMAÐUR er 60 ára. HJÁLMAR HJÁLMARS- SON LEIKARI er 45 ára. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, Guðmundur Stefán Hafliðason verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju föstu- daginn 29. ágúst kl. 13.00. Fanney Halldórsdóttir, börn og barnabörn. Eiginmaður minn, Sæmundur Helgason bóndi frá Galtarlæk, er lést laugardaginn 23. ágúst, verður jarðsunginn frá Innra-Hólmskirkju á morgun, föstudaginn 29. ágúst, kl. 14. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er vinsamlega bent á að styrkja Kærleikssjóð Stefaníu Guðrúnar Pétursdóttur Reikn. 0327-13-300571, kt. 570904-2990. Guðbjörg Guðmundsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, Jón Þórarinsson Fagraneskoti, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga föstudaginn 22. ágúst. Útförin fer fram frá Grenjaðarstaðarkirkju föstudaginn 29. ágúst kl. 14. Unnur Baldursdóttir Laufey Jónsdóttir Valgerður Jónsdóttir Guðmundur Ágúst Jónsson Þórdís Jónsdóttir tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir minn, Sigurður Þorkelsson pípulagningameistari, lést á Hrafnistu mánudaginn 25. ágúst. Útför auglýst síðar. F.h. aðstandenda, Birgir Sigurðsson. 70 ára afmæli Aðalgeir Finnsson byggingarmeistari 70 ára 28.08.2008. Aðalgeir verður að heiman á þessum tímamótum en í góðum gír að vanda!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.