Fréttablaðið - 28.08.2008, Page 56
36 28. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR
menning@frettabladid.is
Jazzhátíð Reykjavíkur var
sett á þriðjudagskvöld og er
nú þriðji í djassi: ekki færri
en sjö tónleikar eru í dag:
þeir fyrstu í hádeginu.
Þetta er nítjánda árið sem Jazzhá-
tíð Reykjavíkur er haldin. Djass-
sagan íslenska teygir sig allt aftur
á millistríðsárin og raunar voru
skilin milli danstónlistar og djass-
ins engin. Það er hugur í aðstand-
endum, hugmyndir uppi um sam-
fellt starf og skipulegt samstarf
við erlendar hátíðir. Íslenskur
djass er að verða útflutningsvara.
Áberandi eru tónleikar sem tengj-
ast útgáfu, minnst tvær plötur
verða til á hátíðinni.
Líkt og fyrri daga er hádegis-
djass í Ingólfsnausti kl. 12.15 og er
frítt inn. Svingtónleikarestrasjón
Sextetts Hauks Gröndal með
Ragga Bjarna er kl. 15 og aftur kl.
22 í Iðnó. Djassinn er tekinn að
teygja sig inn í heimildarmyndir
en kl. 19 verður frumsýnd mynd
um tónleikaferð Stórsveitar Samú-
els Jóns um landið í fyrra.
Timburmenn og djass.
Hljómsveit Tómasar R. Einarsson-
ar og söngkonan Ragnheiður Grön-
dal halda tónleika í Fríkirkjunni í
kvöld kl. 20. Á efnisskránni eru
ástarkvæði og timburmannaljóð
sem Tómas hefur samið tónlist við
og er um að ræða frumflutning
flestra laganna. Höfundar ljóðanna
eru Ingibjörg Haraldsdóttir, Krist-
ín Svava Tómasdóttir, Sveinbjörn I.
Baldvinsson, Halldór Kiljan Lax-
ness, Vilborg Dagbjartsdóttir og
Steinn Steinarr og svo Tómas sjálf-
ur. Með þeim koma fram Ómar
Guðjónsson gítarleikari, Davíð Þór
Jónsson hljómborðsleikari og
Matthías MD Hemstock sem leikur
á trommur og slagverk.
Gítarveisla
Á Jazzhátíð síðasta árs var Björn
Thoroddsen gestgjafi í sannkall-
aðri gítarveislu á Nasa. Ákveðið
hefur verið að gera gítarveisluna
að árlegum atburði á Jazzhátíð og
er hún í kvöld. Björn hefur valið
sérlega áhugaverða gítarleikara í
veisluna.
Japaninn Kazumi Watanabe er
ákaflega hátt skrifaður listamaður,
hefur setið sem besti djassleikari
ársins í 24 ár samfleytt í Swing
Journal í heimalandi sínu og gefið
út yfir 30 plötur í eigin nafni. Belg-
íski gítarleikarinn Philip Catherine
kom hingað fyrir þremur áratug-
um og eru tónleikar hans og Niels
Henning í Háskólabíói öllum sem
þar voru ógleymanlegir. Hann
hefur verið í fremstu röð gítarleik-
ara þessa heims um árabil, en ferill
hans hófst snemma á 7. áratugnum
þegar hann lék með Focus. Philip
var kosinn djasstónlistarmaður
Evrópu 2007.
Okkar menn
Íslendingar eiga líka sína fulltrúa á
þessum tónleikum en þeir Magnús
Eiríksson og Þórður Árnason mæta
í gítarveisluna. Magnús hefur
árum saman verið einn okkar bestu
gítarleikara, ekki síst þegar blús-
inn tekur völdin. Þórð Árnason
þarf vart að kynna en hann hefur
staðið marga næturvaktina með
Stuðmönnum og skyldum böndum.
Björn Thoroddsen er að ganga frá
þriggja diska samningi við útgáfu-
fyrirtæki í Mexíkó. Hann er
nýkominn úr tónleikaferð um Kan-
ada. Í kvöld nýtur hann fulltingis
þeirra Jóns Rafnssonar bassaleik-
ara og Jóhanns Hjörleifssonar
trommuleikara. Tónleikarnir hefj-
ast kl. 21 í Háskólabíói.
Stofujass
Tríó saxófónleikarans Sigurðar
Flosasonar heldur tónleika í kvöld
kl. 22 á efri hæð Iðnó. Auk Sigurð-
ar skipa tríóið Lennart Ginman,
einn fremsti kontrabassaleikari
Dana, og gítarleikarinn góðkunni
Jón Páll Bjarnason. Fluttir verða
djassstandardar úr hinni stóru
amerísku söngbók djassbók-
menntanna.
Undir miðnætti
Á Rúbín við Perluna mun Sebasti-
en Tellier, franska ólíkindatólið,
koma fram í kvöld. Uppákoman er
ekki á dagskrá hátíðarinnar en
hefur smeygt sér undir hennar
kápu. Sebastien Tellier heillaði
marga með frammistöðu sinni í
Eurovision.
Dagskránni lýkur svo á Glaum-
bar þar sem Samúel Jón Samúels-
son Big Band fagnar kvikmynda-
frumsýningu dagsins með látum.
Fnykur er kominn út í Japan og
bandið var óhemju aktíft á liðnum
misserum. Það er frítt inn á barinn.
pbb@frettabladid.is
Þriðji dagur í Jazzhátíðinni
TÓNLIST Ragnheiður Gröndal tekst á við timburmannakvæði og brunasöngva í
Fríkirkjunni í kvöld en tónsmíðar á Tómas R. Einarsson.
TÓNLIST Jón Páll spilar með Sigurði
Flosasyni og danska bassaleikaranum
Lennart Ginman í kvöld.
TÓNLSIT Magnús Eiríksson þenur strengi
á gítarhátíð kvöldsins í Háskólabíó.
Sabra Johnson, sem vann í fyrra í
hinum þekkta sjónvarpsþætti So
You Think You Can Dance? er
komin til Reykjavíkur til að
kenna á vegum DanceCenter
Reykjavík í glæsilegri aðstöðu í
Íþrótta- og sýningarhöllinni í
Laugardal. Hún mun koma með
allt það heitasta frá New York og
Los Angeles í Street og Jazz-
funki.
Námskeiðið hefst í dag. Nem-
endum er skipt í hópa eftir aldri
og getu. Upplýsingar eru á danc-
ecenter.is. - pbb
Sabra kennir dans
LISTDANS Sabra Johnson dansari á
sigurstundu.
Djassskotnum diskum fjölgar verulega á markaði þessa dagana
í tengslum við Jazzhátíðina: Kristj-
ana Stefánsdóttir sendir frá sér safn
sönglaga sem hún kallar Better Day
Blues – Blús betri daga. Dimma gefur
út. Þar eru þrír ópusar eftir hana sjálfa
en restin af lög-
unum þrettán eru
bandarískir blúsar
sem hafa fylgt
söngkonunni í þá
tvo áratugi sem
hún hefur starfað.
Með henni
spila Agnar Már Magnússon, Ómar
Guðjónsson, Scott McLemore, Valdi-
mar Kolbeinn Sigurjónsson, Gunnar
Hrafnsson, Vignir Þór Stefánsson, Sig-
urður Flosason og Ari Bragi Kjartans-
son. Kristjana kemur fram á tónleikum
á Jazzhátíð á Nasa á laugardag. Þetta
er fimmta plata Kristjönu.
Belgísk-íslenska bandið Mógil sendir frá sér sitt fyrsta safn, Ró,
með tólf lögum frumsömdum. Heiða
Árnadóttir syngur,
Ananta Roosens
leikur á víólu og
syngur, Hilmar
Jensson spilar á
gítara, Jochem
Badenhorst blæs
klarinettur. Disk-
urinn kemur út á forlaginu Radical
Duke. Mógil spilar í Fríkirkjunni á
Jazzhátíð á föstudag með gestaleikar-
anum Theo Bleckman.
Ómar Guðjóns-son sendi
frá sér sólóplöt-
una Framaf fyrir
skömmu. Með
honum léku þeir Þorgrímur Jónsson
kontrabassaleikari og Matthias MD
Hemstock, en tónlistin er öll eftir
Ómar, níu lög þar sem gítarinn er í
aðalhlutverki. Ómi sf. gefur út. Ómar
og félagar verða að spila á Organ á
föstudagskvöld.
Haukur Grön-dal sló í disk
fyrr í sumar sem
helgaður er lögum
sem Lester Young
kom nálægt á
sinni tíð. Þetta
eru tíu lög eftir ýmsa, en Haukur
blæs í tenórsaxófón og syngur, Ásgeir
Ásgeirsson leikur á gítar, Þorgrímur
Jónsson á bassa og Erik Quick á
trommmur. Agnar Már er gestur.
Rodent gefur útt.
NÝJAR PLÖTUR
ath. kl. 10
Sjötta ráðstefna Háskóla Íslands og Manitoba-
háskóla hefst í dag í Aðalbyggingu Háskólans
undir yfirskriftinni „Man, Culture and Nature in
Canada and Iceland“ og fer hún fram á ensku.
Fjöldi fyrirlesara úr ýmsum greinum fræða og
vísinda talar á ráðstefnunni. Í tengslum við
ráðstefnuna er sýning á kvikmyndinni My Winnipeg
eftir Guy Maddin sem er á laugardag. Dagskrána
má finna á slóðinni http://www.hi.is/files/skjol/
Program_manitoba.pdf
FIMMTUDAGUR 28.ÁGÚST
Tónastöðin kynnir dagskrána
í dag og gítar í kaupbæti!!!
N O R R Æ N A H Ú S I Ð V O N A R S A L U R
IÐ
N
Ó
F
R
ÍK
IR
K
JA
N
H
Á
S
K
Ó
L
A
B
ÍÓ
N
A
S
A
F
R
ÍK
IR
K
JA
N
N
O
R
R
Æ
N
A
H
Ú
S
IÐ
G
L
A
U
M
B
A
R
N
O
R
R
Æ
N
A
H
Ú
S
IÐ
V
O
N
A
R
S
A
L
U
R
IN
G
Ó
L
F
S
N
A
U
S
T
H
Á
S
K
Ó
L
A
B
ÍÓ
REYKJAVÍK
w
w
w
.m
id
i.is
G L A U M B A R
• KL 12.15 Ingólfsnaust – Hádegisjazz í Ingólfsnausti Frítt
• KL 15 Iðnó -Svingtónleikarestrasjón – Sextett Hauks
Gröndal með Ragga Bjarna Kr2200
• KL 19 Háskólabíó - Heimildarmynd um tónleikaferð
íslenskrar stórsveitar Kr500
Frumsýning á Heimildarmynd um Tónleikaferð Stórsveitar
Samúels Jóns um landið. Frítt fyrir handhafa jazzpassa
• KL 20 Fríkirkjan - Trúnó. Tómas R. Einarsson og
Ragnheiður Gröndal Kr2200
Tómas R Einarsson hefur sent frá sér á annan tug hljómplatna
á sínum ferli. Öðru hverju kemur frá honum sungið efni og
nú er hann kominn á trúnaðarstigið með Ragnheiði Gröndal.
Textar eru eftir orðlistafólk af ýmsum kynslóðum.
• KL 21 Háskólabíó - Gítarhátíð Bjössa Thor.
Philip Catherine, Kazumi Watanabe, Maggi Eiríks,
Þórður Árnason Kr3000/2000
Gítarhátið Bjössa Thor er fastur liður í Jazzhátíð Reykjavíkur.
Gítarleikarinn snjalli ferðast tónlistarmanna mest og kemst
þannig í návígi við vopnabræður sína um víða veröld. Með
gítarveislunni er ætlunin að koma á föstum grundvelli fyrir
vinsælasta hljóðfæri tónlistarsögunnar. Gestir ársins eru
Kazumi Watanabe frá Japan og jazzleikari Evrópu árið 2007
Philip Catherine frá Belgíu. Magnús Eiríksson og Þórður
Árnason verða fulltrúar lands og þjóðar auk ryþmaparsins
Jóhanns Hjörleifssonar trommuleikara og Jóns Rafnssonar
bassaleikara. Einn heppinn tónleikagestur vinnur gæðagítar
frá Tónastöðinni.
• KL 22 Iðnó /uppi – Ameríska söngbókin-Stofuhljóðritun.
Siggi Flosa, Lennart Ginman, Jón Páll Bjarnason Kr2000
• KL 23 Bítbox á Glaumbar. Samúel Jón Samúelsson
Big Band Frítt
Stórsveit Samma gerði allt vitlaust á síðustu Jazzhátíð
ásamt Jimi Tenor og Antibalas. Síðan þá hefur sveitin
farið í tónleikaferðir um Ísland og Evrópu. Leikin verður
frumsamin funktónlist Samma af plötunum Fnykur og
Legoland en sú fyrrnefnda var gefin út í Japan í júní.
Í kvöld fagna Sammi og strákarnir frumsýningu á
heimildarmynd um Íslandsferðina með sannkallaðri
klúbbastemningu.
PO
RT
h
ön
nu
n