Fréttablaðið - 28.08.2008, Page 58
38 28. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Fimmtudagur 28. ágúst 2008
➜ Myndlist
Lesið í minni Ásdís Birgisdóttir sýnir
þrykkt verk úr silki í Listmunahorni
Árbæjarsafns. Sýningin er opin dag-
lega og stendur til 31. ágúst.
➜ Tónleikar
Einleiksfantasíur G.P Telemann Elfa
Rún Kristinsdóttir fiðluleikari og Mel-
korka Ólafsdóttir flautuleikari enda
tónleikaferð sína um landið með
tvennum tónleikum í Langholtskirkju
kl. 18.00 og 20.30.
➜ Fyrirlestrar
10.00 Man, Culture and Nature
in Canada and Iceland Samstarfs-
ráðstefna Háskóla Íslands og Man-
itobaháskóla. Ráðstefnan er öllum
opin. Aðalbygging Háskóla Íslands.
➜ Kvikmyndir
Reykjavík Shorts&Docs Heimildar-
og stuttmyndahátíð í Austurbæ,
Snorrabraut 37.
15.00 Óður til Íslands
17.30 To Die in Jerusalem
19.00 Monastery
21.00 USA vs Al-Arian
23.00 Empire of Evil
➜ Opnanir
17.00 START ART listamannahús
Opnun á sex einkasýningum og
einni samsýningu. Þau sem sýna eru
Anna Eyjólfsdóttir, Magnús Pálsson,
Magnea Ásmundsdóttir, Ásdís Spanó,
Harpa Dögg Kjartansdóttir og Didda
Hjartardóttir Leaman.
➜ Viðburður
18.30 Hannaður veruleiki Sænska
fjöllistakonan Charlotte Engelkes
flytur einleikinn Sweet. Hljómsveit-
irnar Retro Stefson, Reykjavík! og FM
Belfast flytja tónlist. Listahópurinn
128 hendur sýnir verk í anddyri
hússins. Norræna húsið fagnar 40
ára afmæli og þessi viðburður er
hluti af afmælisdagskránni.
➜ Ljósmyndasýningar
SKOVBO Ljós-
myndasýning Viggo
Mortensen hefur
verið framlengd til
7. september. Ljós-
myndasafn Reykja-
víkur, Grófarhús,
Tryggvagata 15, 6.
hæð.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Það eru í grunninn til tvenns konar
heimildarmyndir þessa dagana.
Annars vegar er þær af gamla
skólanum, sem miðla upplýsing-
um og eru með yfirgripsmikið
sjónarhorn á viðfangsefni sitt.
Hins vegar eru þær sem sýna
afmarkað tímabil í lífi fólks, oftast
án mikilla útskýringa. Báðar gerð-
ir hafa nokkuð til síns máls, en
hvað hina seinni varðar getur
stundum bilið á milli heimildar-
myndar og raunveruleikasjón-
varps virst heldur lítið.
Þessar fjórar nýju íslensku
heimildamyndir, sem sýndar voru
saman á Reykjavik Shorts and
Docs, bera báðar gerðir fram á
borð. Sú fyrsta, Magapína, sýnir
okkur eins þröngan sjónarhól og
hægt er, nánar tiltekið innviði
belju. Fátt gerist í myndinni annað
en að dælt er upp úr maganum á
beljunni Bröndu, sem hefur ánetj-
ast því að éta plastpoka. Það er
samt eitthvað við plastpokafíkn
skepnu sem er sköpuð til að éta
gras sem segir manni meira um
ástand heimsins en mörg lengri og
flóknari verk. Fyrir aðra er þó lík-
legra að þessi skot af innviðum
beljunnar framkalli magapínu, og
mun myndin þó standa undir
nafni.
Metnaðarfyllsta, og líklega
merkilegasta mynd dagsins, er
sagan af Holger Cahill. Hér er um
að ræða heimildarmynd af gamla
skólanum, þar sem sagt er frá
heilli ævi manneskju með tilheyr-
andi viðtölum og ljósmyndum. Og
hvílík ævi. Vestur-Íslendingurinn
Sveinn Bjarnarson endurskapar
sig í New York-borg sem Cahill.
Strákurinn sem aldrei fannst hann
eiga heima hvorki á Íslandi né í
Íslendingabyggð verður mikill
áhrifamaður í bandarísku listalífi.
Hann verður forstöðumaður
Museum of Modern Art og átti
þátt í að koma Jackson Pollock á
framfæri, borðaði í Hvíta húsinu
og lenti á forsíðu Time. Fyrst og
fremst er hann þó þekktur fyrir að
hefja bandaríska list til vegs og
virðingar á við evrópska, en það
er undarlegt að hugsa til þess
hversu stutt er síðan allt það sem
var amerískt þótti annars flokks.
Saga hans er áhugaverð og ágæt-
lega sögð, sem er eins og heimild-
armyndir eiga að vera. Hún hefði
þó kannski mátt hljóta þjálla
nafn.
Cahill var Íslendingur sem
braust til metorða í hinum stóra
heimi. Ketill er hins vegar lista-
maður sem varð eftir á Íslandi, en
greinilega mjög hæfileikaríkur að
mörgu leyti. Í Bandaríkjunum
bíður Museum of Modern Art, á
Íslandi býr listamaðurinn með
tveimur köttum og fær á stundum
að skemmta börnum með list sinni.
Þrátt fyrir nokkrar skondnar svip-
myndir segir myndin okkur þó
ekki mikið um líf Ketils. Hér fer
bilið á milli heimildarmyndar og
fjölskyldumyndbands minnkandi.
Þakkarlistinn er þó skemmtilega
gerður, enda álíka langur og
myndin sjálf.
Sagan af Kjötborg er mitt á milli
þess að vera gamaldags heimild-
armynd og raunveruleikasjón-
varp. Hér er sögð sagan af hinum
hverfandi heimi kaupmannsins á
horninu og er gott að hann skuli
festur á filmu meðan tækifæri
gefst. Meðal annars er sagt frá því
að þegar búðin var opnuð var einn
bíll í götunni, en nú nema þeir
tugum. Því er augljóst hvers vegna
fólk leitar lengra en út á horn
þessa dagana. Bræðurnir sem
reka búðina eru skemmtilegir og
viðskiptavinir þeirra einnig.
Afmælishátíð búðarinnar er um
leið einhvers konar kveðjuhátíð
fyrir veröld sem var. En því miður
heldur myndin áfram aðeins of
lengi eftir að hápunkti hennar er
náð. Það er líka kaldhæðnislegt að
hún sé styrkt af Baugur Group,
sem hefur jú leyst kaupmanninn á
horninu af hólmi. Valur Gunnarsson
Hið fáránlega og
hið guðdómlega
KVIKMYNDIR
Íslenskar stuttmyndir á Reykjavík
Shorts and Docs
Magapína
Leikstjóri: Kári Schram.
★★★
Sagan um Svein Kristján
Bjarnarson – öðru nafni Holger
Cahill
Leikstjóri: Hans Kristján Árnason.
★★★★
Ketill
Leikstjórar: Tómas Lemarquis og
Joseph Marzolla.
★★
Kjötborg
Leikstjórar: Helga Rakel Rafns-
dóttir og Hulda Rós Guðnadóttir.
★★★
TÓMAS LEMARQUIS Leikarinn góðkunni
er annar leikstjóra myndar um Ketil
Larsen. LJÓSMYND/PIOTR WOLF
BRÆÐURNIR Í KJÖTBORG Kristján og Gunnar Jónassynir, kaupmenn í versluninni
Kjötborg á Ásvallagötu, eru viðfangsefni í stuttmyndinni Kjötborg sem sýnd er á
Shorts and Docs.
Uppboðshaldarar landsins eru nú
að undirbúa fyrstu uppboð vetrar-
ins. Gallerí Fold hefur auglýst
eftir verkum og Gallerí Borg held-
ur sitt fyrsta uppboð á þessu
hausti á Hilton-Nordica-hótelinu
hinn 31. ágúst og hefst það kl.
20.30.
Að sögn Péturs Þórs Gunnars-
sonar hjá Gallerí Borg verða 85
verk boðin upp, flest eftir gömlu
meistarana: fjögur málverk eftir
Kjarval, auk nokkurra teikninga,
og myndir eftir Þorvald Skúlason,
Gunnlaug Blöndal, Ásgrím Jóns-
son, Gunnlaug Scheving, Svavar
Guðnason, Brynjólf Þórðarson og
Karl Kvaran.
Þá eru á uppboðinu tvö verk
eftir Jón Engilberts, þar af annað
gríðarstórt, 130 x 170 cm, „Sumar-
nótt“, sem nýlega kom í leitirnar
úti í Danmörku. Þá eru fjögur mál-
verk eftir Kristján Davíðsson og
tveir tréskúlptúrar eftir Sigurjón
Ólafsson.
Af yngri málurum má nefna
verk eftir Hafstein Austmann,
Karólínu Lárusdóttur, Eirík Smith,
Ólaf Elíasson, Jónas Viðar, Hring
Jóhannesson, Gunnar Örn og Óla
G. Jóhannesson.
Mestum tíðindum sætir þó verk
eftir Sölva Helgason (1820-1895)
en teikningar hans eru mikið
fágæti þótt þær leynist víða í
einkaeign. Pétur segir verkið
„perlu“. „Þetta er ægifögur blóma-
fuglamynd sem er ársett 1858.
Hún er hundrað og fimmtíu ára
gömul, máluð sama ár og Sölvi
kom aftur til Íslands eftir fjög-
urra ára fangavist í Danmörku.
Myndin verður boðin upp ásamt
klippimynd eftir Sölva. En þessar
tvær myndir hafa alltaf hangið
saman og koma úr sama búinu.
Erfitt er að verðleggja verk Sölva,
þar sem þau eru nánast aldrei á
markaði. Áætlað verð þessara
verka Sölva er um tvær milljónir,“
segir Pétur.
Sýning uppboðsverka verður í
Gallerí Borg, Skipholti 35, alla
daga fram að uppboði frá kl. 13 til
17 en það hefst á Nordica sunnu-
dagskvöldið 31. kl. 20.30. - pbb
Verk Sölva á uppboði
MYNDLIST Teikning eftir Sölva Helgason frá 1858. Hluti. MYND: GALLERÍ BORG.
Gríman: Áhorfendasýning ársinsSýnt í Borgarleikhúsinu í samstarfi við:
Miðasala er í síma 568 8000
og á borgarleikhus.is
Miðarnir á Flóna rjúka út
Tryggðu þér miða áður en allt selst upp!
Fös. 05/09 kl 20.00 UPPSELT
Lau. 06/09 kl 19.00 UPPSELT
Sun. 07/09 kl 20.00 UPPSELT
Þri. 09/09 kl 20.00 UPPSELT
Mið. 10/09 kl 20.00 UPPSELT
Fös. 12/09 kl 19.00 UPPSELT
Lau. 13/09 kl 19.00 UPPSELT
Sun. 14/09 kl 20.00 ÖRFÁ SÆTI
Fim. 18/09 kl 20.00 UPPSELT
Fös. 19/09 kl 19.00 UPPSELT
Lau. 20/09 kl 19.00 UPPSELT
Lau. 20/09 kl 22.30 ÖRFÁ SÆTI
Fim. 25/09 kl 20.00 UPPSELT
Fös. 26/09 kl 19.00 UPPSELT
Lau. 27/09 kl 19.00 UPPSELT
Fim. 02/10 kl 20.00 UPPSELT
Fös. 03/10 kl 19.00 UPPSELT