Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.08.2008, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 28.08.2008, Qupperneq 60
40 28. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Make it happen, dansmynd sumarsins, var frumsýnd í gær. Hún fjallar um Lauryn, leikin af Mary Elizabeth Winstead (Die Hard 4, Death Proof). Lauryn missir foreldra sína og vinnur sem bókhaldari í bílaverkstæði fjölskyldunnar. Hana dreymir hins vegar um að verða dansstjarna og æfir sig á hverjum morgni fyrir inntökuprófin í dans- og tónlistarskóla Chicago. Eftir að inntökuprófið fer í vaskinn þorir Lauryn ekki heim, heldur leitar skjóls hjá Dönu, sem einnig er dansari. Dana reddar henni starfi við bókhald á Burlesque-klúbbi bæjarins. Tælandi hreyfingar dansaranna á klúbbnum heilla og eftir lokun leyfir Lauryn sér að líða um dansgólfið, ein með sjálfri sér og draumum sínum. Þegar styttist í næstu inntökupróf í skólann gefst henni tækifæri á að dansa á klúbbnum. En á hún að grípa tækifærið á þessum skuggalega stað? Hvað gerist ef bróðir hennar kemst að því að hún komst ekki inn heldur vinnur við það að skemmta karlmönnum? Hér er sem sagt um hefðbundna dansmynd að ræða og ætti ekki að valda So you think you can dance-aðdáendum vonbrigðum. - kbs Berst fyrir dansdraumi sínum DANSINN DUNAR Lauryn dregst inn á Burlesque-klúbb eftir að dans- draumar hennar fara í vaskinn. Mynda Coen-bræðra er ávallt beðið með eftirvænt- ingu. Eftir tryllinn No Country for Old Men setja þeir í léttari gír og bjóða upp á fléttu, fulla af við- bjóðslegu fólki, tilbúið til að stinga hvert annað í bakið. En þetta er ekki Fargo 2. Burn After Reading fjallar um CIA-manninn Osbourne Cox, leik- inn af John Malkovich. Einn dag- inn er Cox kallaður til háleynilegs fundar sem reynist vera uppsögn hans. Hann tekur þeim fregnum ekkert sérstaklega vel og heldur heim á leið, til að skrifa minning- ar sínar og drekka, ekki endilega í þeirri röð. Kona hans, Katie, leik- in af Tildu Swinton, fær þar með frekari hvatningu til að stinga af með framhjáhaldinu, Harry, leik- inn af George Clooney. Hinum megin í bænum eru einkaþjálfarinn Chad, leikinn af Brad Pitt, og Linda, leikin af Frances McDormand, upptekin af útlitsdýrkun í líkamsræktarstöð- inni Hardbodies. Þegar diskur með hráum minningum Cox og upplýsingum af ýmsum toga kemst í hendur þeirra eru þau ákveðin að nýta sér fundinn til fulls. Tilda Swinton lýsir myndinni sem einhvers konar skrímsla- mynd. „Við erum öll skrímsli. En hún er fáránleg. Miklu léttari en No Country for Old Men.“ Swinton leikur hér í annað skiptið á móti Clooney, en persónur þeirra höt- uðust í Michael Clayton. Á Cloon- ey að hafa sagt við Óskarsverð- launaleikkonuna: „Kannski fáum við einhvern tíma að gera mynd þar sem við segjum eitthvað fal- legt við hvort annað.“ Burn After Reading er ekki sú mynd. Þá á Pitt að hafa sagt þegar honum var sýnt handritið: „Ég veit ekki hvernig ég get leikið þennan karakter. Ég meina, hann er svo rosalega mikill fáviti.“ Bræður hafa þá hinkrað augna- blik og svarað: „Þú verður fínn.“ Það er því ljóst að hér er um fléttu af bestu gerð að ræða og má búast við að sjá nýjar hliðar leik- aranna. Þá halda Coen-bræður fast í þema sitt, græðgi í einhverri mynd. Burn After Reading verður frumsýnd hérlendis í lok sept- ember. kolbruns@frettabladid.is Skrímsli a la Coenbræður ALGJÖR FÁVITI Slæmt hár er ekki eini löstur Chads, persónu Pitts. ILLSKEYTTUR John Malkovich hræddi víst nágranna sína með öskrum á heim- ili sínu við undirbúning myndarinnar. SKRÍMSLI Clooney og Swinton fá ekki að vera góð við hvort annað, frekar en fyrri daginn, í nýrri mynd Coen-bræðra. Nýjustu myndirnar í bíó þessa helgina eru allar í léttari kantin- um. Sveitabrúðkaup verður frumsýnd í kvöld en þegar hafa The Rocker og Tropic Thunder farið í sýningu. Þá er nýjasta dansmyndin, Make it happen, komin á hvíta tjaldið. Það má því búast við að bros breiðist yfir varir kvikmyndagesta um helg- ina. The Rocker The Rocker segir frá unglings- pilti sem leitar til frænda síns þegar hann vantar trommara í hljómsveit sína. Frændinn, leik- inn af Rainn Wilson, sem þekkt- astur er fyrir leik sinn í banda- rísku Office-þáttunum, er forfallinn rokkari og skellir sér í hlutverkið, með misgóðum afleiðingum. 5,5 af tíu (1.007 atkvæði) IMDB 37% rotin (90 atkvæði) Rotten tomatoes Tropic Thunder Þú finnur vart öruggara saman- safn gamanmyndaleikara en Ben Stiller, Robert Downey Jr., Steve Coogan og Jack Black. Hér sjást þeir í grínhasar um leikara í stríðsmynd sem lenda í alvöru stríði. Hér er því leikið á raunveru- leikann, grínast með sjálfselsku Hollywood-leikara, sprautað blóði og ýmsar siðferðisreglur brotnar í nafni skemmtunar. Þess má geta að framleiðendur hafa verið kærðir fyrir notkun orðsins þroskaheftur. 7,9 af 10 (18.941 atkvæði)IMDB 83% fersk (161 atkvæði) Rotten tomatoes Rokk og grínhasar MISHEPPNAÐUR Rainn Wilson er hinn fullkomni misheppnaði frændi í The Rocker. ÓVÆGIÐ Tropic Thunder hlífir engum, hvort sem það er gert með gríni eða blóði. Sveitabrúðkaup verður frumsýnd með pomp og prakt í kvöld. Brúðguminn úr myndinni, Björn Hlynur Haraldsson, missir hins vegar af sýningunni, sem er skondið í ljósi þess að myndin fjallar um par sem leita uppi eigið brúðkaup úti á landi og virðast við það að missa af því. „Ég verð bara að fara á hana um helgina,“ segir Björn, sem verður við tökur á Hamrinum, nýjum spennuþætti. „Ég kem þannig séð tómur að þessari mynd, því það eru alls konar sögur í henni sem ég veit ekkert um hvað eru. Ég hlakka bara til að láta koma mér á óvart.“ Valdís Óskarsdóttir skaut myndina á mörgum vélum og gaf leikurunum lausan tauminn að spinna við söguna. Það er því engin furða að Björn hafi ekki yfirsýn yfir efni myndarinnar. „Það var frekar sérstakt að taka þátt í þessu,“ segir Björn. „En við vöndumst fljótt aðferðinni sem hún var að nota og maður fór smátt og smátt að gleyma því að myndavélarnar væru þarna.“ Um persónu sína segir hann: „Ég hef ekki gift mig en ég get ímyndað mér að það sé oft þannig að brúðguminn reyni bara að halda í við brúðina og sjá til þess að hún fái ekki taugaáfall. Og allar mæðurnar og frænkurnar líka. Hann reynir að hafa alla góða en hann klúðrar svolítið málunum.“ Sjálfur vinnur Björn að kvik- myndahandriti og leikriti auk þess sem hann mun fylgja Vesturport- hópnum til New York í nóvember. MISSIR AF FRUMSÝNINGU Björn Hlynur leikur brúðgumann í Sveitabrúðkaupi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Brúðurin fái ekki taugaáfall > VISSIR ÞÚ? „Það var ekki svo slæmt að kyssa hann, en hann þurfti að stoppa og raka sig í miðri senu, þótt hann hafi rakað sig þann morguninn. Þessi maður er sko með almennilegt skegg,“ segir Scarlett Johansson um Jonat- han Rhys Mayers. Hætta þurfti tökum í miðju ástaratriði þeirra í Match Point á meðan Jonat- han var látinn fara að raka sig. V in n in g a r ve rð a a fh e n d ir h já B T S m á ra lin d . K ó p av o g i. M e ð þ v í a ð t a k a þ á tt e rt u k o m in n í S M S k lú b b . 1 4 9 k r/ sk e yt ið . HVER VINNUR! 12. KEMUR Í VERSLANIR 28. ÁGÚST
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.