Réttur


Réttur - 01.06.1915, Page 44

Réttur - 01.06.1915, Page 44
- 50 - og kostnaðar en áður. Við þessu er eigi unnt að sporna. Rás viðburðanna hefir knúið fram þessar breytingar, og fólkið, bæði til lands og sjávar, getur bezt borið vitni um, hversu daglegar annir hafa aukizt á seinni tímum. Kröfur daglega lífsins aukast svo mjög, að heimiliskostnaðurinn er ekki líkur sem áður. Vinnufólksekla í sveitunum þrengir svo að bændum, að ervitt reynist að vinna upp jarðirnar. Sjávarútvegurinn, bæði þorskafli og síidveiði, dregur fólkið til sín með háu kaupgjaldi um stundarsakir. Aðalatvinnu- vegir þjóðarinnar togast á um vinnukraftinn og standa á öndverðum meiði. Dýrtíð þjakar þjóðinni, einkum dag- launamönnum og þeim, sem á föstum launum lifa. Alstað- ar kemur fram misvægi, sem margar samtaka hendur í rétta átt þarf til að jafna. Skilyrðin í baráttu lífsins hafa breyzt að miklum mun frá því sem áður var. Og allar þær breyt- ingar miða að því að gera einstaklinginn háðari samlífi og samvinnu við aðra heldur en áður. Mælt er, að þjóðin kæmist af í fyrri daga með því laginu, að hver baukaði útaf fyrir sig. Nú kemst hún það ekki lengur, —nú er henni að verða Iífsnauðsyn á samvinnu í öllum greinum. Samvinnuskilyrðin eru því að batna hjá oss fyrir rás við- burðanna, þrátt fyrir Strjálbygðina og einangrun þá, sem landshættir valda. Og þar við bætist svo eitt mikilsvert at- riði, er sízt má gleyma. Stórþjóðirnar skiftast í stéttir. F*ar er auðmannastéttin voldugust og iðnaðurinn sá konungur, sem menn lúta lægst. F*ar klóast örbirgð og auður, og er ójafn skinnaleikur. Ægilegt djúp í aðbúð og háttum er staðfest milli stéttanna og hagsmunir beggja rekast á. F*ar er því um harða baráttu að tefla en eigi samvinnu. F*ó er sigurvonin alltaf hæpin fyrir verkmannastéttina, meðan bar- izt er beint á móti. Bezt reynist verkamönnum að stofna öflugan félagsskap í því skyni að ná í sínar hendur vélum og framleiðslutækjum og gerast með þeim hætti keppinaut- ar auðvaldsins. F*ar mætast stál á miðri leið. Og þó ererv- itt um siíkar framkvæmdir. Pví ofurmagn auðvaldsins er svo víðtækt og angalangt, að áhrif þess gilda svo að segja á öllum sviðum þjóðlífsins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.