Réttur


Réttur - 01.07.1917, Page 47

Réttur - 01.07.1917, Page 47
Pjóðjarðasala og landleiga 40 gjaldið farið hækkandi að peningaverði, vegna verðhækk- unar á meðalalin, og verð jarðarinnar því hærra, en orð- ið hefði eftir sömu reglu fyrir 30 árum, en sú afgjalds- hækkun mun varla nema því, sem peningar hafa fallið í verði (þ. e.: mist kaupmagn) á sama tíma, þó ekki sé miðað við yfirstandandi dýrtíð. í raun réttri er því jörð- in seld álíka dýrt, eða jafnvel öllu ódýrara, en orðið hefði eftir sömu reglu fyrir 30 — 40 árum. En er svo sem nokkuð að athuga við það? Setjum nú svo, að á þessum tíma hafi verið lögð ak- braut og talsími um þetta bygðarlag, og að það hafi haft mjög víðtæk áhrif á alla búnaðarháttu þess, og leitt nienn til, að leita sér þar bólfestu fremur en áður. .Hugs- um okkur einnig, að stungið hafi verið upp á því, að leggja járnbraut þar um bygðina, í sambandi við höfuð- staðinn eða aðra beztu verzlunarstaði landsins, og því verið spáð um leið, að þá myndi allar jarðeignir þar hækka stórkostlega í verði, vegna aukinnar eftirspurnar, við væntanlegan innflutning. — Setjum ennfremur svo, að í landi þessarar jarðar sæi glöggur maður ótæmandi auðsuppsprettur ónotaðar, sem enginn hafði komið auga á fyrir 30 — 40 árum; — sæi land, sem byði sig fram til ræktunar með plóg og herfi eða til áveitu; — er þá nokkurt vit í að meta þessa jörð eftír gamla leigumálan- um? — Er yfir höfuð nokkurt vit í því fyrir þjóðfélag- ið, að selja hana Arvaðalaust í hendur einum manni, sem getur svo fyrirhafnarlaust stungið í sinn vasa allri þeirri verðhækkun, sem samgöngubætur og vaxandi eftirspurn liafa á jörð hans? Eða vill nokkur halda því fram í al- vöru, að það hafi verið þessum bónda að þakka, að þessar samgöngubætur komust á og jörð hans hækk- aði í verði við það? — Þjóðfélaginu var það að þakka, beinlínis og óbeinlínis, og það á að njóta ávaxtanna af verkum sínum. Og vill nokkur halda því fram, að það hafi verið bónd* 4

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.