Réttur - 01.01.1947, Blaðsíða 23
RÉTTUR
23
gerðar og landbúnaðar, er féð tekið aftur með nýjum
skattaálögum á þessa atvinnuvegi.
Það er líkast og á geðveikrahæli. Enda kemst aðalblað
stjóniarinnar, Morgunblaðið, svo að orði, að þetta nálg-
ist hreint brjálæði. Þetta er skrifað á sama tíma sem
allur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins með fjármálaráð-
herrann í broddi fylkingar knýr málið með dæmafáu
forsi gegnum þingið. Raunar kinokuðu nokkrir áberandi
menn flokksins sér við að vera viðstaddir við atkvæða-
greiðsluna. Það má því segja, að hræsnin ríði ekki við
einteyming.
SVIK FORINGJA
ALÞÝÐUFLOKKSINS
Þáttur ráðamanna Alþýðuflokksins í þessu máli er þó
furðulegastur. Samkvæmt stefnuskránni er flokkurinn á
móti öllum tollum á nauðsynjavörur. Flokksþing eftir
flokksþing hefur samþykkt einróma að berjast gegn öll-
um tollum á neyzluvörum.
Á síðasta flokksþingi, sem haldið var á sama tíma og
samningarnir um nýju stjórnarmyndunina fóru fram,
samþykkti flokkurinn enn einu sinni að leggja áherzlu á
að afla tekna með mjög stighækkandi sköttum. Hvað eft-
ir annað lýsti hann yfir þvi fyrir síðustu kosningar, að
hann mundi beita öllu atfylgi sínu til þess að lækka tolla
á nauðsynjavörum. Nú lýsir formælandi Alþýðuflokksins
á Alþingi því yfir, að sú leið, sem ríkisstjórnin hefur
farið, að hækka tolla á almennum neyzluvörum meira
en dæmi eru til í þingsögunni, sé ákjósanlegasta leiðin
til tekjuöflunar. Hins vegar taldi hann þær leiðir, sem
Alþýðuflokkurinn hefur á undanförnum áratugum haft
á stefnuskrá sinni svo sem ríkiseinkasölur og opinberan
rekstur gróðavænlegra fyrirtækja, að ekki sé talað um