Réttur - 01.01.1947, Blaðsíða 48
48
RÉTT UR
hinu, að frjálslyndinu og mannúðinni hefur smám sam-
an aukizt fylgi í þinginu."
Þess er áður getið, að það var hlutafélag, sem staðið
hafði að prentsmiðjukaupum Isfirðinga árið 1886. Ýmsir
hluthafarnir voru íhaldssamir menn og engir byltinga-
seggir. Urðu þeir þegar óánægðir með stefnu blaðsins,
en brátt magnaðist sú óánægja um allan helming, eink-
um eftir að Kaupfélag Isfirðinga hafði verið stofnað og
kaupmannastétt bæjarins þótti sér ógnað. I lok septem-
bermánaðar 1889 skyldi haldinn aðalfundur prentsmiðju-
félagsins. Var vitað mál, að andstæðingar Skúla höfðu
uppi mikinn viðbúnað og keyptu hlutabréf prentsmiðj-
unnar, hvar sem föl voru. Smalað var rækilega. á fundinn
af báðum aðilum, og svo fóru leikar, að þeir, sem óá-
nægðir voru með stefnu Skúla, urðu í meirihluta. Var
Þorvaldur héraðslæknir Jónsson kosinn formaður fé-
•
lagsstjórnarinnar. Þóttust andstæðingar Skúla nú hafa
unnið mikinn sigur, og ætluðu ekki að láta hann hafa
mikil gögn eða gæði af prentsmiðjunni lengur. En fögn-
uður þeirra stóð skamma hríð. Skúli og fylgjendur hans
í fráfarandi prentsmiðjustjórn vissu að hverju fór og
höfðu gert ráð fyrir hinu versta. Tveim dögum fyrir að-
alfund hafði prentsmiðjustjórnin leigt prentsmiðjuna til
tveggja ára Jakob Rósinkranssyni bónda í Ögri, ein-
hverjum ákveðnasta fylgismanni Skúla. Leigumálinn var
fullkomlega löglegur, enda hafði sjálfur sýslumaðurinn
um hann fjallað. Þorvaldur læknir og menn hans þótt-
ust grálega leiknir, en urðu að láta við svo búið standa
um sinn. Allir vissu, að leiga Jakobs í Ögri á prentsmiðj-
unni var aðeins formsatriði. Blaðið og prentsmiðjan var
eftir sem áður undir stjórn Skúla Thoroddsen. —
Þegar leigutími prentsmiðjunnar var útrunninn haust-