Réttur - 01.01.1947, Blaðsíða 42
42
R É T T U R
fastlega gegn henni, og átti mikinn þátt í því, að hún
var kveðin niður. Allir þekkja afskipti Skúla af upp-
kastinu fræga 1907—1908, og þarf ekki að rekja þau
hér. Það mun óhætt að fullyrða, að Þjóðviljinn átti ekki
lítinn þátt í hinum glæsilega kosningasigri andstæðinga
uppkastsins 1908.
Gott dæmi þess, hvernig Skúli notaði hvert tækifæri
til að brýna menn í sjálfstæðismálinu, eru greinar hans
út af harðærinu 1887. Hér er dálítið sýnishorn:
„Það er ekki til neins að ætla sér að leyna því. Vér
berum það flestir utan á oss, hvort sem er. Það er þjóð-
arlöstur. Vér erum sára fjörlausir og framkvæmdadauf-
ir, hugsunarlausir og hálfvolgir, allur fjöldinn.
Ekki samt í einu; þar erum vér flestum þjóðum
fremri. — Barlómurinn gengur fjöllum hærra. Sífellt
heyrist talað um harðindi og vandræði, skepnufelli og
hallærislán.
„Bág er tíðin, kunningi.“
„Nú vill verða örðugt að lifa.“
„Bágir eru prísarnir hjá blessuðum kaupmanninum.“
„Og ekkert vill hann lána.“
Svona gengur dælan árið út og árið inn, oft og tíð-
um, í hverri sveit og hverjum kofa, að kalla má.
Og blöðin syngja oft í sama tón, enda þykir barning-
urinn og harðindafréttir beztu blaðagreinarnar víða
hvar.
Því ber heldur eigi að neita, að árferðið er örðugt og
verzlunin einkar óhagkvæm. En er þó ekki mál að létta
ögn á þessu bágindatali?
Ekki batnar tíðin, og eigi færist björg í búið við orðin
ein.
Er það ekki karlmannlegra, að bera sig hraustlega,
þótt eitthvað andi á móti?
Er það ekki nær, að hafa. orðin færri, en aðgerðirnar
fleiri?