Réttur


Réttur - 01.01.1947, Blaðsíða 34

Réttur - 01.01.1947, Blaðsíða 34
GILS GUÐMUNDSSON: Skúli Thoroddsen og Þjóðviljinn Sumarið 1884 gerðist það tíðinda á Isafirði, að sýslu- maðurinn þar, Fensmark að nafni, varð uppvís að all- miklum f járdrætti, og var vikið úr embætti. Við rann- sókn kom í Ijós, að öll embættisfærsla sýslumanns þessa, sem var danskur, hafði verið með endemum. Þurfti rösk- an mann og dugmikinn til að hreinsa til í hreiðrinu, og var til kvaddur Skúli Thoroddsen lögfræðikandídat, sem þá var 25 ára að aldri. Svo stóð á, þegar Skúli kom vestur til Isafjarðar, að menn ýmsir höfðu þá um skeið rætt nauðsyn þess, að koma upp prentsmiðju og blaði þar vestra. Þetta hafði þó setið við umtalið eitt, meðal annars vegna þess, að skorta þótti mann, er vilja hafði og getu til að stjórna blaði. Skúli hafði ekki fyrr setzt að vestra, en honum tókst að sameina þá menn, sem koma vildu upp blaði á ísafirði. Var fé safnað til prentsmiðjukaupa og gekk það greið- lega. Helztir stuðningsmenn Skúla voru Sigurður Stef- ánsson, prestur í Vigur, Gunnar Halldórsson bóndi í Skálavík og Jakob Rósinkarsson bóndi í Ögri. Ýmsir svo- nefndir heldri borgarar á Isafirði lögðu fram nokkurt fé til prentsmiðjukaupanna, þótt það kæmi brátt í ljós, að hugmyndir þeirra um tilgang og stefnu þjóðmálablaðs voru allt aðrar en hugmyndir Skúla Thoroddsen og fylg- ismanna hans. Til þess að reka prentsmiðju þurfti sérstakt leyfi frá stjórnarvöldunum. Landshöfðingi veitti slík leyfi í um- boði íslandsráðherra. Skúli Thoroddsen sótti nú um leyfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.