Réttur - 01.01.1947, Blaðsíða 26
26
RÉTT UR
unarinnar, komast í þrot, þá er tækifærið fyrir þá, sem
ráða yfir f jármagni, að eignast hin nýju framleiðslutæki
fyrir lítið verð.
Annars \'3gar eru því hagsmunir örfárra stóreigna-
manna, hins vegar hagsmunir meginþorra þjóðarinnar.
Hinir fyrrtöldu munu græða á kreppunni, sem stjórnin
er að undirbúa, allir aðrir tapa á henni. Fyrstu átökin
munu verða milli heildsalastjórnarinnar og verkalýðssam-
takanna. Ef þjóðin skilur um hvað barizt er, mun hún
fylkja sér um verkalýðssamtökin í þeirri baráttu. í
þeirri viðureign er málstaður ríkisstjórnarinnar alger-
lega vonlaus, þó hún beiti fyrir sig löggjafarvaldinu og
grípi jafnvel til fasistiskra aðferða, nema hún kalli bein-
línis á erlenda íhlutun. — Það mun ekki takast að brjóta
verkalýðssamtökin á bak aftur, þau eru viss með sig-
urinn, svo lengi sem íslendingar einir eigast við.
Oft eru Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn
taldir vinstri flokkar í mótsetningu við Sjálfstæðisflokk-
inn, meginflokk íslenzka auðvaldsins. Mikill meirihluti
kjósenda þeirra hefur greitt þeim atkvæði í þeirri trú.
Reynslan hefur nú enn einu sinni sannað svo skýrt sem
verða má, að þetta er rangt. Þannig skiptist þjóðin ekki
í hægri og vinstri. Þeir, sem nú stjórna Alþýðuflokknum
hafa reynzt hinir auðsveipustu þjónar afturhaldsaflanna.
Og í Framsóknarflokknum hefur hið steinrunna aftur-
hald og Bandaríkjaþjónusta einnig orðið ofan á þrátt fyr-
ir flokksþingið í haust, sem vildi taka upp allt aðra stefnu.
ALLIR ÞIÐ, SEM VINNIÐ OG FRAMLEIÐIÐ,
TAKIÐ HÖNDUM SAMAN!
Afturhaldið hefur hreiðrað vel um sig í öllum flokkum
borgarastéttarinnar. En það eru einnig frjálslyndir og
framfarasinnaðir menn í öllum þessum flokkum. Mikill