Réttur - 01.01.1947, Blaðsíða 25
RÉTTUR
25
Hvað ætlast svo stjórnin fyrir? Tvennskonar hættur
eru framundan, ef þjóðin tekur ekki í taumana.
DOLLAEALÁN OG GENGISLÆKKUN?
Annað er, að stjórnin taki dollaralán, sem gerir okkur
f járhagslega háða Bandaríkjunum og hitt er gengislækk-
un samtímis lögþvingaðri kauplækkun. Hún hefur nú að
heita má stöðvað allar lánveitingar til nýrra fram-
kvæmda og bygginga íbúðarhúsa. í skjóli hennar hafa
bankarnir skrúfað fyrir á öllum sviðum, þar sem um at-
vinnulegar framkvæmdir er að ræða með þeim afleið-
ingum, að nú þegar hefur orðið allmikil stöðvun í at-
vinnulífi þjóðarinnar. Þetta er góð byrjun. Stjórnin seg-
ist muni starfa. eftir fyrirfram gerðri áætlun. Ég rengi
það ekki. Og það er alveg augljóst, hvert er markmið
þeirrar áætlunar. Það skal unnið markvisst að því að
hwrfa aftur að stefnu þjóðstjórnarinnar gömlu, sællar
minningar, sem illræmd er orðin með þjóðinni og hinir
sömu flokkar stóðu að. Þegar þess er gætt, hvaða þjóð-
félagsöfl standa að stjórninni, er ekki annars að vænta.
Þetta mun rás viðburðanna sanna þeim stjórnmálamönn-
um, sem nú styðja þessa ríkisstjórn meira eða minna
með hangandi hendi, ef þeir spyrna ekki við fótum meðan
tími er til.
Það eru sjálfsagt margir, sem trúa því í fullri einlægni,
að boðskapur hrunstefnumanna sé hin eina sanna hag-
speki. — En hinn fámenni hópur stóreignamanna, sem
nú hefur alla þræði í hendi sér, veit betur. Þessi litli, en
valdamikli hópur, hyggur gott til þess að græða á krepp-
unni, sem koma skal, ekki aðeins á kostnað verkamanna,
með lækkuðum launum, heldur einnig á kostnað milli-
stéttanna, allra þeirra, sem hafa smærri atvinnurekstur
með höndum. Þessir menn ætla sér að njóta uppsker-
unnar, þegar hinir smærri, sem margir hverjir hafa lagt
hart að sér, til að eignast atvinnutæki á dögum nýsköp-