Réttur


Réttur - 01.01.1947, Blaðsíða 13

Réttur - 01.01.1947, Blaðsíða 13
'RÉTTUR 13 næðist. Formanni minnsta flokksins, Stefáni Jóhanni Stefánssyni, þeim stjómmálamanni, sem einna minnst er virtur allra íslenzkra stjórnmálamanna, og það ekki að ástæðulausu, var svo falið að mynda stjórn. Verkefnið átti að vera að hrófa saman stjórn gömlu þjóðstjórn- arflokkanna með stuðningi afturhaldsaflanna í landinu. Til málamynda var Sósíalistaflokknum boðið að taka þátt í þeim viðræðum. Sósíalistaflokkurinn losaði Stefán Jóhann við allar áhyggjur út af því með því að hafna því þegar í stað og skal ég nú skýra frá ástæðunum. Sósíalistaflokkurinn hafði átt nokkrar viðræður við fulltrúa Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins til þess að ganga úr skugga um það, hvort stjórnarsamstarf þessara flokka væri hugsanlegt á þeim grundvelli, sem ég hef lýst hér að framan og Sósíalistaflokkurinn hlaut að gera að skilyrði, hver sem í hlut ætti. Það var erfitt að fá nokkrar málefnalegar umræður. Alþýðuflokkurinn krafðist þess, að fyrst væri ákveðið, hver skyldi vera forsætisráðherra. Annað virtist ekki skipta máli frá sjónarmiði Stefáns Jóhanns. Sósíalistaflokkurinn kvaðst mundi fallast á þá eðlilegu skipan, að stærsti flokkurinn hefði forsætisráðherra, nema samkomulag yrði um ann- að, en Alþýðuflokkurinn krafðist þess að fá forsætis- ráðherra, þó að hann sé minnsti flokkur þingsins. Sósíal- istaflokkurinn taldi, að það gæti komið til mála, ef samkomulag gæti orðið milli flokkanna um mann. Benti hann á gamalkunnan forystumann Alþýðuflokksins, Kjartan Ólafsson í Hafnarfirði. Þessu hafnaði Alþýðu- flokkurinn og vildi einn ráða manninum. Átti það vita- skuld að vera Stefán Jóhann. Það var beinlínis móðgun við Sósíalistaflokkinn og verkalýðshreyfinguna í heild sinni að bjóða fram slíkan mann og lýsti Sósíalistaflokk- urinn því þá þegar yfir, að hann mundi ekki taka þátt í stjórn undir forystu hans, blátt áfram af því, að sú stjórn væri fyrirfram dæmd til ófarnaðar og mundi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.