Réttur - 01.01.1947, Blaðsíða 22
22
RÉTTU R
hundraði. Þetta eru freklegustu tollahækkanir, sem Al-
þingi hefur nokkru sinni samþykkt. Tekjurnar af þessum
tollahækkunum eru áætlaðar samtals röskar 45 millj. kr.
Flestar nauðsynjavörur landsmanna hækka í verði að
sama skapi. Vefnaðarvörur allar hækka, vörur til útgerð-
ar og landbúnaðar hækka, búsáhöld hækka, matvörur að
undanteknum þeim, sem mest orka á vísitöluna, hækka í
verði. Að meðaltali hækkar þetta útgjöld hvers manns-
barns á landinu um röskar 350 krónur, eða hátt á 18.
hundrað krónur á hverja 5 manna fjölskyldu. Ef slík
fjölskylda hefur 20 þúsund krónur í árstekjur jafngildir
þetta því, að laun hennar séu lækkuð um fast að 9%.
Raunveruleg laun slíkrar f jölskyldu eru þannig með lög-
um frá Alþingi lækkuð um tæplega 9 af hundraði. Frá
þessu dregst svo niðurgreiðsla á nokkrum vörum til að
halda vísitölunni niðri. Eh þetta er ekki nema óverulegt
brot af verðhækkuninni. Og það fé verður aftur sótt í
vasa almennings, og svo koll af kolli.
Hér með er 'hanzkanum kastað gegn verkalýðsstétt-
inni og öllu vinnandi fólki í landinu. Verkalýðssamtökin
hljóta að gera sínar gagnráðstafanir til þess að vernda
afkomu sína.
Þetta eiga að heita dýrtíðarráðstafanir. Það eru ein-
hverjar þær furðulegustu dýrtíðarráðstafanir, sem um
getur. Það eru ráðstafanir til að auka dýrtíðina í landinu.
Vöruverð á flestum neyzluvörum landsmanna stórhækk-
ar, kaupmáttur krónunnar minnkar. Meira að segja vísi-
talan hækkar svo að aftur verður að leggja á nýja skatta
og tolla til að greiða niður þá hækkun og þannig koll af
kolli. Ekki verður þetta til að hjálpa útgerðinni eða land-
búnaðinum. Allar vörur, sem útgerðarmenn og bændur
þurfa að kaupa hækka í verði og vörur til útgerðar og
landbúnaðar langt fram yfir það, sem eðlilegt er. Eftir að
Alþingi hefur samþykkt lagafyrirmæli um fjárhagslega
aðstoð við byggingar íbúðar'húsa um fjárframlög til út-