Réttur


Réttur - 01.01.1947, Blaðsíða 35

Réttur - 01.01.1947, Blaðsíða 35
RÉTTUR 35 þetta fyrir hönd hinnar fyrirhuguðu prentsmiðju á ísa- firði. Töldu menn s;alfsagt, að leyfið fengizt þegar, en á því varð nokkur fyrirstaða. Því var borið við af hálfu stjórnarvalda, að lögreglustjórinn, Skúli Thoroddsen, ætti samkvæmt embætti sínu að hafa eftirlit með því, sem prentsmiðjan léti frá sér fara, og kæmi því ekki til mála að hann fengi að vera við prentsmiðjustjórn og blaðaút- gáfu riðinn. Þótt þetta væri haft á oddinum, fer varla hjá því, að maður gruni landshöfðingja um græsku. Hann mun hafa komizt að raun um það, þann stutta tíma, sem Skúli Thoroddsen hafði starfað hér heima að námi loknu, að þar færi maður, sem gæti orðið stjórninni þungur ljár í þúfu, ekki sízt ef hann fengi prentsmiðju og blað til um- ráða. Það var þegar vitað, að Skúli var í hópi þeirra manna, sem róttækastir voru í stjórnarbótamálinu. Af þessu mun hafa komið tregða sú og mótspyrna, sem landshöfðingi sýndi hinu ófædda blaði þar vestur á ísa- firði. Mun hann hafa grunað það, sem seinna kom fram, að blaðið yrði sér til lítillar ánægju og helzt til baldið við hina konunglegu dönsku stjórn á íslandi. Sigurður Stefánsson í Vigur, sem nú var orðinn alþing- ismaður ísfirðinga, bar fram á alþingi 1886 tillögu þess efnis, að skora á landsstjórnina að veita prentsmiðjuleyf- ið. Þeirri tillögu var vísað frá með eins atkvæðis mun, en allt um það taldi landshöfðingi sér ekki stætt á því að neita. stöðugt um leyfið, eftir að ýmsir mætir borgarar ísafjarðarkaupstaðar höfðu krafizt þess, jafnt fylgis- menn hans sem andstæðingar. Hinn 12. marz 1886 hafði verið haldinn stofnfundur „Prentfélags Isafirðinga“, er svo var kallað. Skyldi félag- ið annast rekstur hinnar fyrirhuguðu prentsmiðju og hef ja útgáfu nýs blaðs, þegar er prentsmiðjuleyfi fengist. Kosnir voru í prentsmiðjustjórn Skúli Thoroddsen, séra Sigurður Stefánsson í Vigur og Þorvaldur Jónsson, pró- fastur á ísafirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.