Réttur - 01.01.1947, Blaðsíða 70
70
RÉTTU R
verkalýðs- bænda- og stúdenta-félaga. Tylliástæða þess-
arar atlögu er sú, að flokkurinn hafi fyrir sex mánuðum
birt greinar með tilvitnunum í opinber skjöl, sem skýra
frá hernaðarráðstöfunum til að bæla niður almenna upp-
reisn í Indlandi, sem búizt var við, að brjótast mundi út,
ef samningaumleitanir brezku ráðherranefndarinnar færu
út um þúfur. Þessi tylliástæða gefur enga skýringu á því,
hvers vegna atlagan var hafin einmitt á þessum tíma.
Skjöl þau, sem um ræðir, hafa verið birt í mörgum ind-
verskum blöðum. Fréttaritari Times fullyrðir hreinskiln-
islega, að hinnar raunverulegu ástæðu sé að leita í hinni
pólitísku þróun, sem orðið hefur, síðan bráðabirgða-
stjórnin var mynduð í september, og hinni vaxandi bar-
áttu fjöldans undir forystu Kommúnistaflokksins, „sem
náði hámarki sínu með hinni alvarlegu ólgu meðal millu-
verkamanna í Cawnpore í síðastliðinni viku. Það varð
sýnilega að taka þurfti í taumana, ef stöðva átti upp-
lausnina“ (Times 15. jan. 1947). Það er athyglisvert, að
indverskir ráðherrar hafa vlsað á bug allri ábyrgð á
þessum lögregluaðgerðum. Hver sem er hlutdeild ind-
versku ráðherranna, sem í rauninni eru ekki annað en
valdalausir leppar brezks valds, er sýnilegt, að hér er
um að ræða beina árás af hendi heimsveldissinnaðra yfir-
valda gegn indversku verkalýðshreyfingunni, forystuliði
indverskrar frelsisbaráttu og þeim flokki, sem ákveðn-
ast berst gegn allri pólitískri skiptingu eftir héruðum og
fyrir einingu indverskrar alþýðu. Það er óhæfa, að slík
verk skuli vera unnin í nafni verkalýðsstéttar þessa
lands. Vér minnumst dómanna í Cawnpore gegn Dange
og öðrum foringjum indverska Kommúnistaflokksins í
tíð fyrstu Verkamannaflokksstjórnarinnar. Vér minn-
umst málaferlanna í Meerut gegn indverska kommún-
ismanum og verkalýðshreyfingunni í tíð annarrar Verka-
mannaflokksstjórnarinnar. Vér kærum oss ekki um að
sjá þá atburði endurtaka sig nú.