Réttur - 01.01.1947, Blaðsíða 40
40
R ÉTTU R
bæra stefnu í þjóðmálum það herrans ár 1886. Stjórn-
arbótarmálið og efling atvinnuveganna var að vísu hvort-
tveggja ofarlega á baugi meðal ýmissa forystumanna í
þjóðmálum vorum, en hin ríka áherzla, sem lögð var
í stefnuskránni á menntun alþýðu og aukinn pólitískan
þroska hennar, er einkennandi fyrir stjórnmálaskoðanir
Skúla Thoroddsen, og krafan um jafnrétti kvenna er
hrein nýjung hjá íslenzkum stjórnmálamanni.
Það yrði langt mál að rekja það, með hverjum hætti
Skúli barðist fyrir stefnu sinni í Þjóðviljanum. Þó skal
bent á nokkur atriði.
Fyrsti liður. Stjórnarskrármálið. I Þjóðviljanum birt-
ust ýtarlegar ritgerðir um stjórnarskrármálið. Er þar
tekið fast í strenginn með sjálfstjórnarkröfum Islendinga,
og haldið ötullega fram stefnu þeirri, sem mörkuð var í
frumvarpi Benedikts Sveinssonar á Alþingi 1885. Betur
og ákveðnar en nokkru sinni fyrr er sú skoðun túlkuð,
að það sé þjóðin sjálf, hið starfandi fólk í landinu, sem
eigi að ráða málum sínum, slíkt sé ótvíræður siðferði-
legur réttur, en allt annað fásinna. — Ég get ekki stillt
mig um að taka hér stuttan kafla úr upphafsritgerðinni
um stjórnarskrána, en sú ritgerð birtist í öðru blaði
Þjóðviljans, 15. nóvember 1886.
,,Vér skulum eigi fara út í það, hvernig þessi sæla
stjórnarskrá er til orðin, þótt það atriði eitt ætti að
vera nóg til þess að afla henni lítilla vinsælda hjá öll-
um þeim, sem einhvers meta eigin sóma. Vér skulum
halda oss til þess, sem vér höfum fyrir oss, til stjórnar-
skrárinnar (frá 1874) eins og hún er á pappírnum, og
eins og úr henni hefur togazt í framkvæmdinni. Og ofur
vægilega skulum vér fara með hana, rétt eins og væri
hún brothætt gler.
Það er auðsætt að stjórnarlög hvers lands verða að
vera sniðin eftir þjóðarþörfinni. Hvaða stjórnarfyrir-
komulag er það þá, sem þjóð vor þarfnast, og þess