Réttur - 01.01.1947, Blaðsíða 37
RÉTTUR
37
a.rvöldin, báðar ritaðar af Skúla Thoroddsen. Slíkt hafði
ekki vakað fyrir Þorvaldi prófasti, heldur eingöngu það,
að koma upp vestfirzku málgagni, fréttablaði, sem
rabbaði um daginn og veginn á ísafirði, flytti dánar-
minningar og afmælisgreinar heldri borgara, skýrði frá
hverjir greiddu hæst útsvör og þar fram eftir götun-
um. Hitt var honum ekki að skapi, að blaðið tæki að finna
að gerðum sjálfra stjórnarvaldanna, sízt af öllu með
því harðfylgi og krafti, sem raun var á orðin.
Nú var til þess ráðs gripið að gera prentarann, Ás-
mund Torfason, að ábyrgðarmanni blaðsins. Stóð svo
þá stund, er hann starfaði við prentunina, og tók þá við
eftirmaður hans, Jóhannes prentari Vigfússon. Það var
ekki fyrr en í októbermánuði 1892, að Skúli tók form-
lega við ritstjórn Þjóðviljans, eftir að ofsóknarmálið
gegn honum var hafið og hann sviptur embætti.
En þótt Skúli Thoroddsen væri ekki skráður ritstjóri
blaðsins fyrstu árin, mótaði hann stefnu þess alla og var
raunverulegur ritstjóri frá upphafi.
Hver var þá stefna blaðs þessa? Hver urðu áhrif þess
og hvaða þýðingu hafði það fyrir þjóðlíf vort? — Þetta
eru yfirgripsmeiri spurningar en svo, að þeim verði svar-
að að gagni í stuttri grein, einkum síðari spurningin. —
En á fáein atriði er þó hægt að benda.
Fyrsta grein fyrsta tölublaðsins fjallar um dráttinn
á veitingu prentsmiðjuleyfisins. Þar sem grein þessi er
gott dæmi um rithátt Skúla og sýnir nokkuð afstöð-
una gagnvart stjórnarvöldunum, birtist upphaf hennar
hér. Skúli segir:
„Heiðruðu landar!
„Seint koma sælir og koma þó“, megum vér segja.
Vér erum orðnir ofurlítið seinni á oss en ætlað var í
fyrstu. En hvað um það? „Þjóðviljinn“ brýzt nú fram,
er hann hefur unnið sigur á hinni fyrstu mótspyrnu. Vér
vonum að hann verði og sigursæll síðar í sviptingunum.