Réttur - 01.01.1947, Blaðsíða 67
R ÉTTUH
67
fresta frelsisgjöfinni. Sú ranga hugmynd, að frelsið hafi
þegar verið veitt og eina hindrunin stafi frá nýlenduþjóð-
unum sjálfum, er nú að verða aðal fyrirstaðan fyrir
raunverulegu frelsi, því að hún gerir lýðræðisöflin í Bret-
landi andvaralaus og styður þá skoðun, að ekkert þurfi
frekar að gera af vorri hálfu einmitt á þeim tíma, þegar
ástandið er raunverulega alvarlegast og útheimtir, að
tafarlaust sé hafizt handa af vorri hálfu. Það er því mik-
ilvægt fyrir alla ákveðna andstæðinga heimsveldisstefn-
unnar og unnendur þjóðfrelsis að sjá í gegnum blekking-
arnar og dæma rétt um hið raunverulega ástand.
NÝJAR AÐFERÐIR HEIMSVALDA-
STEFNUNNAR
Það er rétt, að mikilvægar breytingar eiga sér stað.
En 1 hvaða átt? Það er rétt, að gagnvart nýlenduupp-
reisnunum hvarvetna um heim, sem eru of víðtækar til
þess að auðvelt sé að bæla þær niður með valdinu einu
saman, er heimsveldispólitíkin að reyna ný stjórnarfars-
leg form og leita að nýjum leiðum til pólitískra lausna á
vandamálum. En þessar nýju leiðir eru engan veginn í
því fólgnar að kalla setulið vafningalaust heim og af-
henda íbúunum völdin í sínar hendur. Heldur eru þær
fólgnar í flóknum stjórnarfarslegum tilslökunum jafn
framt því, að hagnýttir eru flokkadrættir innanlands,
reynt að sundra þjóðfrelsis'hreyfingum og vinna for-
réttindastéttirnar til samstarfs á grundvelli samn-
inga, er tryggja mikilvæga heimsveldishagsmuni. Sú að-
ferð að bjóða yfirskynssjálfstæði er í rauninni ekki eins
ný og stundum er haldið fram. Hún er þegar kunn af
dæminu um Egyptaland fyrir aldarfjórðungi. Síðan var
hún endurtekin í Irak og enn nýlegar í Transjórdaníu.
Bandaríkin hafa notað hina sömu aðferð á Filippseyjum.
Ekkert þessara ríkja er raunverulega sjálfstætt. I þeim