Réttur


Réttur - 01.01.1947, Blaðsíða 45

Réttur - 01.01.1947, Blaðsíða 45
RÉTTUR 45 Um það leyti, sem Þjóðviljinn var stofnaður, var það algild og ófrávíkjanleg regla í kaupstöðum og kauptún- um landsins, að verkamenn þeir, sem unnu hjá kaup- mönnum við allskonar vinnu, fengu kaup sitt greitt í vörum en ekki í peningum. Og ekki nóg með það. Dag- launamennirnir urðu að kaupa vörurnar með því verði, sem kaupmönnum þóknaðist að setja á þær, en það var oft okur hið mesta og hóflaust með öllu. Afleiðingin var sú, að daglaunamenn bjuggu við hin aumustu kjör. Verzlanirnar urðu reyndar að halda í þeim lífinu, til þess að geta hirt arðinn af vinnu þeirra, en hins vegar skömmtuðu þær ekki meira en svo, að verkamenn og fjölskyldur þeirra tórðu naumlega af. Fyrir langflest- um daglaunamönnum var það nær óhugsandi, að geta nokkru sinni brotizt undan þessu oki af eigin dáðum. Þeir voru háðir kaupmanninum í öllu, urðu að betla út hjá honum vinnu, betla frumstæðustu nauðsynjar, sem hann lét oft af hendi klipptar og skornar. Það mun hafa verið árið 1890, sem Skúli hreyfði því máli fyrst, að skylda bæri kaupmenn og aðra. atvinnu- kaupendur til að greiða daglaun í peningum. Fylgdi hann þessari kröfu fast eftir, bæði í blaði sínu og á alþingi, en henni var þunglega tekið á æðri stöðum. Tók það Skúla 11 ára baráttu, að fá slíku réttlætismáli fram- gengt, en þó fór svo að lokum, að málstaður hans sigr- aði, til ómetanlegs ávinnings fyrir verkalýðinn í landinu. Annað stórmerkilegt réttindamál íslenzkrar sveita- alþýðu áttu einnig örugga málsvara þar, sem Skúli og Þjóðviljinn voru. Hið illræmda vistarband, sem hvíldi á vinnufólki gerði það að hálfgerðum þrælum húsbænda sinna, ef þeir kærðu sig um að beita aðstöðunni til þrautar. Skúli hóf baráttuna fyrir afnámi vistarbands- ins. Hann hlaut hatur margra stórbænda og mektar- bokka að launum. Töldu þeir, að allt þjóðlífið myndi lenda í upplausn og glundroða, ef vistarbandið væri slit-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.