Réttur - 01.01.1947, Blaðsíða 31
RÉTTUR
31
haldið þar í algerri einangrun. En á miðjum vetri 1944
slapp hann undan og hélt yfir snævi krýnd Júra-f jöllin.
Þá var það, að hjarta þessa sjötuga öldungs tók að
,,bila“. Hann hafði orðið að horfa upp á píslarvætti og
aftöku Jacques Solomons, ungs vísindamanns, sem jafn-
framt var einn af tengdasonum hans. Ein af dætrum
hans hafði verið flutt til hinna seigdrepandi fangabúða
í Þýzkalandi. Hann hafði verið vitni að því, er nazistar
tóku fjölda franskra menntamanna af lífi. Þessar sí-
felldu raunir höfðu smám saman lamað þennan sterka
og heilbrigða manna.
Þjóðfrelsisherirnir leystu Frakkland úr ánauð, jafnt
þeir, sem báru enga einkennisbúninga og hinir, sem voru
einkennisklæddir — jafnt þeir, er komu erlendis frá
sem hinir, er spruttu upp innanlands. Og Langevin fylgdi
þeim eftir. Og jafnskjótt og hann kom til Parísar, tókst
hann aftur á hendur stjórn hins víðfræga háskóla í eðlis-
og efnafræði þar í borg. Hann byrjaði aftur á stærð-
fræðiútreikningum sínum og rannsóknum sínum á til-
raunastofunni. Hann tók að sér formannsstörf í nefnd
þeirri,' er bráðabirgðastjórnin skipaði. Og átti hún að
endurskipuleggja uppeldis- og fræðslumál í Frakklandi
og hagnýta sér þar hina þungbæru reynslu stríðsáranna.
Langevin gekk að þessu starfi með áhuga og notaði nú
upp síðustu leifarnar af líkamsþreki sínu. Heilsa hans
var mjög illa farin, og minniháttar uppskurður varð nú
til þess að hann fékk taugaáfall, og batnaði ekki af því.
Hann dó nokkrum klukkustundum síðar.
Langevin var lærisveinn Curiehjónanna og varð síðar
náinn vinur þeirra og samstarfsmaður. Sjálfur var hann
kennari Frederics Joliots, en hann kvæntist Irene Curie,
— þau tengdu saman nöfn sín og héldu svo uppi frægð
og starfi Curianna. Hver kynslóð eða ættliður tók við
merkinu af öðrum í hópi þessara nátengdu vísinda-
manna. Frederic-Joliot-Curie, sem er einn alfrægasti