Réttur - 01.01.1947, Blaðsíða 64
64
RÉTTU R
að skapa lýðræðislegri samvinnutæki, sem gætu komið
bæði í veg fyrir smá stríð og stór. Gagnsemi sáttmálans
er fyrst og fremst komin undir sigri lýðræðisaflanna inn-
an hvers lands um sig og sérstaklega í þeim löndum, sem
hafa úrslitaþýðingu, stórveldunum. Það er í þessu sam-
bandi, að þung skylda hvílir á oss í Bretlandi. Þáttur
Bretlands getur ráðið miklu um það, hvernig Sameinuðu
þjóðunum tekst að gegna hlutverki sínu. Baráttan fyrir
heimsfriði er nátengd baráttunni gegn nýlenduskipulag-
inu, þessari aðalundirrót nútímastyrjalda. Ef Sameinuðu
þjóðirnar eiga að blessast, er nauðsynlegt, að meðilar
þeirra séu frjálsar, jafnréttháar þjóðir. Það er vort að
sjá um, að Bretland skipi sér í sveit með hinum lýðræð-
issinnuðu framfaraöflum heimsins, er keppa að þessum
markmiðum, sem stuðla að því að styrkja Sameinuðu
þjóðirnar, en sundra þeim ekki. En til að það megi veTða,
þurfum vér fyrst að gera hreint fyrir vorum eigin dyr-
um. Vér verðum að binda endi á hernaðaríhlutun vora í
öðrum löndum og undirokun þjóða heimsveldisins og
sömuleiðis fella niður vopnasamkomulagið við banda-
ríska afturhaldið.
ER HEIMSVELDIÐ RAUNVERULEIKI ?
Sá skilningur er nú útbreiddur og grípur æ meir um
sig meðal lýðræðissinna hér á landi, að nauðsyn beri til
að hverfa frá hinum gamla heimsveldisgrundvelli og við-
urkenna þjóðfrelsisrétt þeirra þjóða, sem hingað til hafa
\'3rið undirokaðar í heimsveldinu. Síminnkandi meirihluti
þjóðarinnar er haldinn hinum gamla þjóðrembingi, sem
nú er litinn óhýru auga af stjórnarvöldunum. Rétturinn
til þjóðfrelsis er nú næsta almennt viðurkenndur sem
grundvallarregla, að minnsta kosti þegar í hlut eiga þjóð-
ir, sem eru svo langt á veg komnar að því er snertir
stjórnmálaþroska, skipulagningu og þjóðfrelsisbaráttu,