Réttur - 01.01.1947, Blaðsíða 63
RETTUR
63
Hinar vonlausu, en æ örvæntingarfyllri tilraunir til að
viðhalda heimsveldinu binda Bretland ennþá afturhaldi
Bandaríkjanna þrátt fyrir ósigur Churchills og íhaldsins
i kosningunum og í algerri mótsögn við félagslega og póli-
tíska hagsmuni brezku þjóðarinnar, sem ætlar sér að
sækja fram til sósíalisma.
FJÓRAR ST VRJALDIR
Þegar þetta er ritað, í byrjun ársins 1947, eru háðar
fjórar styrjaldir í ýmsum hlutum heims — í Kína, Indó-
nesíu, Grikklandi og Palestínu. Einnig er enn falinn styrj-
aldareldur í Indónesíu, en í skjóli vopnahlésins eru hol-
lenzkar hersveitir nú æfðar og vopnaðar í Bretlandi, svo
að þær \'erði til taks, þegar upp úr blossar. Ætla mætti,
að þessar styrjaldir væru Sameinuðu þjóðunum ekki óvið-
komandi. En í reyndinni eru Sameinuðu þjóðirnar mátt-
lausar í þessum málum, þar sem fjögur af hinum fimm
forysturikjum bandalagsins eru þátttakendur í þessum
styrjöldum. Öll ríkin, sem eiga fasta fulltrúa í öryggis-
ráðinu, að Ráðstjórnarríkjunum undanskildum, eiga hlut
að máli í einhverri af þessum styrjöldum. Bandaríkin og
Sjangkæsék eru í sameiginlegri herferð gegn kínversku
lýðræði. Frakkland heyr, þrátt fyrir mótmæli Kommún-
istaflokksins, styrjöld í Indó-Kína gegn Viet-Nam. Bret-
land er aðili í Grikklandi og Palestínu. Hvað á að gera.
Er rétt að draga þá ályktun, að Sameinuðu þjóðirnar séu
misheppnað fyrirtæki og að hættulegur brestur hljóti að
vera í sáttmála þeirra, fyrst hann getur ekki nú komið í
veg fyrir nýlendustríð og herleiðangra af hálfu heims-
valdasinnaðra stórvelda ? Slík niðurstaða þeirra, sem
trúa á töframátt lagabókstafsins, er verri en engin og
umsnýr hinu raunverulega markmiði. Sáttmálinn var
ekki gerður til þess að snúa smástríðum upp í stórstyrj-
aldir milli stór\'aldanna. Sáttmálinn var gerður til þess